Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2011, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 23.09.2011, Qupperneq 32
KYNNING − AUGLÝSINGvítamín og bætiefni FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 20112 Öldum saman hafa menn vitað að sumar fæðutegundir eru heilsusamlegri en aðrar. Það varð þó aðhlátursefni þegar skoski læknirinn James Lind hélt því fram um miðja átjándu öld að sítrónur og límónur kæmu í veg fyrir og læknuðu skyrbjúg. Löngu áður en vítamín voru skilgreind var mönnum ljóst að ýmsar fæðuteg-undir voru nauðsynlegri en aðrar til að viðhalda góðri heilsu. Forn-Egyptar vissu til dæmis að neysla á lifur hjálpaði til við að lækna náttblindu, sem nú er vitað að orsak- ast af A-vítamínskorti. Auknar sjóferðir á endurreisnartímanum urðu til þess að alls kyns sjúkdómar sem or- sakast af vítamínskorti urðu algengir meðal áhafna skipa. Það var þó ekki fyrr en árið 1749 sem skoski læknirinn James Lind uppgötvaði að sítrus- ávextir læknuðu skyrbjúg, sem lengi hafði plag- að sjómenn sem voru langdvölum úti á sjó án ferskra ávaxta. Lind gaf út ritgerð um nauðsyn þess að mennirnir fengju sítrónur og límón- ur til að koma í veg fyrir skyrbjúginn og breski sjóherinn bætti ávöxtunum við nauðsynleg- ar vistir í sjóferðum. Vakti þetta mikla kátínu meðal almennings og voru sjóliðar uppnefndir „limeys“ þeim til háðungar. Uppgötvun Linds mætti þó tortryggni hjá ýmsum framámönnum sjóhersins, enda var það almenn skoðun að koma mætti í veg fyrir skyrbjúg með miklu hreinlæti, reglubund- inni líkamsrækt og með því að leggja áherslu á góðan félagsanda um borð. Á tuttugustu öldinni var skyrbjúgur enn al- gengur meðal sjófarenda, meðal annars í heim- skautaferðum Roberts Falcon Scott, og var lík- legasta skýringin talin sú að niðursoðin mat- vara innihéldi einhver efni sem orsökuðu skyrbjúg. - fsb Hermenn í breska sjóhernum voru uppnefndir „limeys“ þeim til háðungar. Eitt af því sem skipverjar á Bounty gerðu uppreisn gegn var slæmt fæði. Bligh skipstjóri trúði greinilega ekki á sítrónur og límónur. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429. | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Góður félagsandi vopn í baráttunni við skyrbjúg Sítrónur voru notaðar til að lækna skyr- bjúg hjá breska sjóhernum. Ragna Björg Ingólfsdóttir badmintonkona er áttfaldur Íslandsmeistari í einliðaleik í badminton, keppti á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og hefur oft unnið alþjóðleg mót í badminton. Hún segir fæðubótarefnin frá NOW algjörlega ómissandi til að viðhalda orku og góðri heilsu. Ég æfi tvisvar á dag allan ársins hring,“ segir Ragna Björg, sem þessa dagana keppir að því að komast á Ólympíuleikana í London 2012. „Og þá er algjörlega nauðsynlegt að hugsa vel um heilsuna og hvað maður lætur ofan í sig. H v e r s u s t ó r t h l u t v e r k s p i l a f æ ð u b ó t a e f n i í þ i n n i þ j á l f u n? „Þau spila mjög stórt hlutverk. Þau gera það að verkum að ég næ hámarksþjálfun út úr hverri æfingu og gefa mér aukna orku til að geta æft eins mikið og ég geri.“ Hvers vegna notar þú NOW-vörurnar? „Ég verð að gera strangar kröfur til þess sem ég neyti svo að árangurinn skili sér, enda stefni ég hátt. Því leitast ég við að nota hrein fæðubótarefni, sem eru í senn án sætuefna á borð við aspartam, litarefna, ódýrra uppfylliefna og rotvarnar- og bragð- efna. Það er einmitt þess vegna sem ég vel NOW umfram önnur vörumerki í þessum bransa. Virknin er einstök og þau hjálpa mér að ná árangri,“ segir Ragna. Ragna segist hafa tekið fæðubótarefnin í átta ár og hún sé ekki í vafa um að þau hafi hjálpað henni mikið við að ná árangri og viðhalda góðri heilsu. „Oft er maður dauð- þreyttur eftir fyrri æfinguna en þá blanda ég mér prótín- og kolvetnablöndu sem er blanda af Dextrosa og Carbo Gain og er þá alveg tilbúin í slaginn á seinni æfingunni og ekkert þreytt daginn eftir. Ég tek svo inn Eve fjölvítamínblöndu, Magnesíum citrate, sem hjálpar mér að ná slökun eftir mikið álag og kemur í veg fyrir harðsperrur. Acidophilo- us góðgerlablanda og D-vítamín eru allt- af til í skápnum mínum sem og omega-3 olíur sem hjálpa mér við að halda einbeit- ingu sem skiptir mig gríðarlega miklu máli,“ segir Ragna. „Ég er ekki í neinum vafa um að góð og hrein fæðubótarefni eins og frá NOW geta aðstoðað mann við að ná árangri og við- halda heilbrigði. Ég spái mikið í hvað ég læt ofan í mig og hef vanið mig á að neyta líf- rænnar fæðu í meiri mæli en áður því ég vil takmarka magn aukaefna sem gætu mögu- lega haft áhrif á heilsu mína og líðan og þess vegna henta NOW-fæðubótarefnin mér ein- staklega vel. Það vita allir íþróttamenn sem vilja ná árangri að það skiptir öllu að vera í toppformi bæði líkamlega og andlega til að ná langt. NOW hefur gríðarlega stranga gæðastaðla og leitast við að nota hráefni sem eru ekki genabreytt og kemísk og velur lífræn hráefni þegar það er möguleiki.“ Velur NOW vegna hreinleika og virkni „Ég er ekki í neinum vafa um að góð og hrein fæðubótarefni eins og frá NOW geta aðstoðað mann við að ná árangri,“ segir Ragna Björg Ingólfsdóttir badmintonmeistari. MYND: ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.