Fréttablaðið - 23.09.2011, Side 35

Fréttablaðið - 23.09.2011, Side 35
KYNNING − AUGLÝSING apótek23. SEPTEMBER 2011 FÖSTUDAGUR 3 Bergljót Þorsteinsdóttir lyfjafræðingur lét gamlan draum rætast og opnaði apótek að Ögurhvarfi 3 í Kópavogi. Þar selur hún meðal annars eigin te og fjallagrös sem þykja bæði holl og góð. Ég hafði lengi alið með mér þann draum að opna lítið og vinalegt apótek. Nú er draumurinn loksins orðinn að veruleika,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir, lyfjafræðingur og apótek- ari, sem hóf rekstur á Austurbæjar Apóteki að Ögurhvarfi 3 í Kópavogi í júní eftir mikla leit að hentugu húsnæði. „Þetta er svona í akkúrat passlegri stærð og staðsetningin frábær, finnst mér. Hverf- ið er enda stórt, þar sem apótekið þjónustar bæði Vatnsendahverfi og Norðlinga- holt, og íbúarnir og aðrir sem leggja leið sína hingað eru elskulegir og góðir.“ Í Austurbæjar Apóteki er allt til alls, lyf, vítamín, snyrti-, hreinlæt- is- og barnavörur og margt f leira. Á herslan er á góða þjónustu og vörur á við- ráðanlegu verði. Athygli vekur að apótek ið selur líka afurðir undir eigin merkjum; tvær gerðir af tei og mulin fjalla- grös. „Annað er ætihvannarte sem er talið vera allra meina bót. Ætihvönn er talin vinna á meltingartruflunum, svo sem krampa og vindi í melting- arfærum, og gegn kvillum í lifur. Hvönnin er líka talin mjög góð til að losa slím úr öndunarfær- um og hefur v e r ið not uð við bronkítis, brjósthimnubólgu og öðrum lungnakvill- um. Rannsóknir hafa sýnt að í ætihvönn eru efni sem verka á bakteríur, veirur, sveppi og jafnvel á krabbameinsfrumur, og þar eru efni sem virðast örva ónæmiskerfið. Hitt er flensute sem styrkir ónæmiskerf- ið og virkar gegn kvefi og flensu, en hvort tveggja er selt í brúnum pokum í stykkja- tali,“ útskýrir Bergljót og getur þess að muldu fjallagrösin séu full af hollustu og góð út í graut eða súpur. Hún kveðst vera mikil áhugamanneskja um íslenskar lækningajurtir og fer reglulega á fjöll og tínir fjallagrös og ferskar jurtir í teið. „Þessi áhugi hefur aukist með aldrinum ef eitthvað er og almennt finnst mér lands- menn vera opnari fyrir því að prófa jurtir sem vaxa í villtri náttúrunni, enda margt í henni sem er heilsubætandi og mætti nýta miklu betur. Ég hef að minnsta kosti ekki haft undan við að selja te og fjallagrös hérna í apótekinu, þetta rýkur út eins og heitar lummur,“ upplýsir hún og segir að með þessu góða áframhaldi sé aldrei að vita nema hún bæti við flóruna er fram líða stundir. Austurbæjar Apótek er opið alla virka daga frá klukkan 10 til 18 og á laugardögum frá 10 til 16. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 571-4030. Sækir í nægtabúr náttúrunnar Bergljót leggur áherslu á góða þjónustu og vinalegt viðmót. Hér er hún til hægri ásamt Önnu Maríu Óladóttur. MYND/VALLI Bergljót býr til eigin te og selur ásamt fjallagrösum undir merkjum Austurbæjar Apóteks. Austurbæjar Apótek er í Ögurhvarfi 3 í Kópavogi. Verið velkomin Urðarapótek í Grafarholti fagnar ársafmæli í næsta mánuði. Apótekið er við Vínlandsleið 16 og er þegar orðið vinsælt hjá íbúum hverfisins og vegfarendum um Vesturlandsveg sem koma þar við á leið sinni út úr bænum. Við opnuðum apótekið í október í fyrra og fengum strax góðar viðtökur hjá íbúum í hverfinu. Fyrir það erum við þakklát,“ segir Guðrún Páls- dóttir lyfjafræðingur sem á og rekur Urðarapótek í Grafarholti. „Það tekur auðvitað tíma að byggja upp fyrirtæki og veltu,“ segir Guðrún sem kveðst þó finna fyrir jákvæðu viðhorfi íbúanna. „Við erum ein í Grafarholtinu og fólk vill greinilega versla í sínu hverfi og styðja við atvinnustarf- semi þar. En svo fáum við líka við- skiptavini úr Mosfellsbænum og Húsahverfinu í Grafarvogi, auk þeirra sem renna hér við á leið sinni út úr bænum því við erum í alfaraleið,“ Guðrún og bendir á að Urðarapótek sé á móti Húsa- smiðjunni í Grafarholti. „Við erum í stóru og björtu húsnæði og eitt af því sem fólk kann að meta er að hér eru næg bílastæði.“ Guðrún segir Urðarapótek vera með allar hefðbundnar apóteks- vörur. „Þetta er sjálfstætt apótek, ekki hluti af neinni keðju og það skiptir miklu máli fyrir marga. Auðvitað skiptir verðið líka mjög miklu máli og við reynum að vera samkeppnishæf í því, bæði í lyfj- um og öðrum vörum. Það er gífur- leg verðsamkeppni og oft láta við- skiptavinir okkur vita ef þeir fá vöruna ódýrari annars stað- ar, þá reynum við að mæta því ef við mögulega getum. Við erum með fría heimsendingu til fólks í Grafar holtshverfinu en leggjum smá gjald á sendingar út fyrir það. Aðallega er það fólkið sem býr hér nálægt sem nýtir sér heimsend- ingu. Við erum líka með ókeypis lyfjaskömmtun og blóðþrýstings- mælingu.“ Þá kveðst Guðrún leggja metn- að í að bjóða reglulega upp á fag- legar kynningar og fræðslu. „Við höfum fengið til okkar sérfræð- inga, svo sem til að veita ráðgjöf þeim sem vilja hætta að reykja, sérfræðinga í fótaaðgerðum og vítamínbúskap og við erum reglu- lega með snyrtivörukynning- ar. Þá er auðvitað afsláttur og til- boð á þeim vörum sem verið er að kynna. Allt þetta skapar líf í apó- tekinu. Að sjálfsögðu verðum við síðan með spennandi afmælis- tilboð í október,“ lýsir Guðrún og tekur fram að Urðarapótek sé opið frá klukkan 9 til 18.30 virka daga og frá 12 til 16 á laugardögum. Lifandi apótek í alfaraleið Guðrún lengst til hægri ásamt öðru starfsfólki í Urðarapóteki. Urðarapótek er rétt við Vesturlandsveginn til hægri handar þegar ekið er í átt að Esjunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.