Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2011, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 23.09.2011, Qupperneq 50
23. september 2011 FÖSTUDAGUR26 BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur Meðal annars efnis Skortir skilning og úrræði Móðir drengs með ADHD segir frá áskorunum daglegs lífs hjá fjölskyldum barna sem haldin eru þessari algengu röskun. 600 pör af skóm, 54 ísskápar og 18 fuglabúr Á slóðum stærsta flóamarkaðs á netinu. Umrót, skjálfti og deilur Tónlistarmyndir af ýmsum toga á dagskrá RIFF-hátíðarinnar. Rokkari þrífur upp skítinn Nýr forstjóri Iceland Express spilar þrisvar á Airwaves og ætlar að taka rækilega til hjá umdeildasta fyrirtæki landsins. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Smá svona til að narta í! Já, hvur þremill- inn! Hún gerir það. Láttu mig bara vita ef tónlistin mín fer í taug- arnar á þér. Úff Úff Úff Úff Veistu hvað vantar í þessa búð? Dúkkudeild! Minnið mig á að skipta um skoðun næst þegar ég býð ykkur að koma með í járnvörubúðina. LÁRÉTT 2. eyja í asíu, 6. líka, 8. móðurlíf, 9. skref, 11. guð, 12. erfiði, 14. togleður, 16. hætta, 17. mas, 18. pota, 20. á fæti, 21. eimur. LÓÐRÉTT 1. hróss, 3. bor, 4. verðgildi, 5. temja, 7. tilgátu, 10. traust, 13. bókstafur, 15. skál, 16. stjörnumerki, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. java, 6. og, 8. leg, 9. fet, 11. ra, 12. streð, 14. gúmmí, 16. vá, 17. mal, 18. ota, 20. tá, 21. gufa. LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. al, 4. verðmat, 5. aga, 7. getgátu, 10. trú, 13. emm, 15. ílát, 16. vog, 19. af. Gamla konan í skónum fer í sumarfrí. Silvio Berlusconi vill ekki sofa hjá Angelu Merkel. Bara alls ekki. Honum finnst hún feit og ekkert sexý. Þessu lýsti hann yfir í símtali við blaðamann, sem var með upptökutæki í gangi og hugðist nota ummælin til að kúga fé út úr forsætis- ráðherranum ítalska. Þýskir fjölmiðlar tóku þessum ummælum illa og fjölmiðlar annars staðar tala um hneyksli, móðgun og lítillækkun fyrir Merkel, kanslara Þýska- lands, sem er sennilega valdamesta kona í heiminum. SILVIO Berlusconi hefur ítrekað sýnt af sér fáránlega og kjánalega hegðun gagn- vart Merkel, hann stökk til dæmis úr felum og öskraði BÚ! þegar hún kom í opinbera heimsókn til Ítalíu fyrir nokkrum árum og hefur ítrekað ekki þóst sjá hana og látið hana bíða eftir sér á opinberum fundum. Einhverjir myndu nú túlka þessa hegðun hans sem svo að hann væri kannski pínu- lítið skotinn í henni en það skiptir bara engu máli. HEIMURINN virðist meta ummæli frá kjánapriki heims- ins um holdafar og girnileika konu sem móðgandi. En af hverju ætti það að vera Angelu Merkel einhvers virði að Silvio Berlusconi girnist hana? EINU sinni var það ríkjandi viðhorf að fegurð væri konu það sem auður var karl- manni; besta og greiðasta leið hennar til að ná völdum. Kannski er það þess vegna sem kvenleg fegurð er svona skilyrt við fyrir fram gefnar tölur og mælingar á hæð, aldri og þyngd. Því hvað myndi gerast ef gömul og feit kona þætti jafnframt aðlaðandi? Eða ef útlit kvenna kæmi yfirhöfuð ekki til umræðu í samhengi við störf þeirra, til dæmis að stjórnmálum? EFTIR því sem konur ná meiri völdum í heiminum verða útlitskröfurnar til þeirra meiri. Rithöfundurinn Naomi Wolf segir í bók sinni The Beauty Myth, frá rann- sóknum sem sýna beina fylgni milli fjölda kvenna í valdastöðum og aldurs og þyngdar fyrirsæta í tískublöðum. Því valdameiri sem konur verða sem hópur, þeim mun yngri og grennri eru fyrirsæturnar sem eiga að vera útlitsfyrirmyndir þessara sömu kvenna. Og ungra stúlkna, sem því miður láta sig fleiri dreyma um að vera nafnlaus fyrirsæta í tískublaði en kanslari Þýskalands. ÉG GET ekki séð af hverju Þjóðverjar ættu að móðgast yfir því að alræmdur ítalskur glaumgosi vilji ekki eiga ástarfund með kanslaranum þeirra. Og ég er alveg viss um að Angela Merkel hefur margt merki- legra við tímann að gera en að láta sig dreyma um ástir Silvio Berlusconi. Af ástleysi kanslara og kjánapriks
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.