Fréttablaðið - 23.09.2011, Side 54
23. september 2011 FÖSTUDAGUR30
folk@frettabladid.is
Mike Mills úr R.E.M. kom til
Íslands með konu sinni í ágúst og
söng með Bítladrengjunum blíðu
á skemmtistaðnum Ob-la-di Ob-
la-da við Frakkastíg.
„Við máttum ekki kynna hann
sem bassaleikarann í R.E.M.
Hann var bara Mike Mills frá
Aþenu í Georgíu,“ segir Tómas
M. Tómasson, Stuðmaður og
meðlimur Bítladrengjanna blíðu.
„Ég rétti honum bassann en hann
vildi ekki spila og sagði: „Þú
kannt þetta miklu betur en ég“.
Mills söng með þeim nokkur lög,
þar á meðal Back in the USSR og
Revolution.
„Þetta var einkar geðugur
náungi. Hann var að koma úr
ferðalagi um Austur-Evrópu og
var á leiðinni heim. Hann var
mjög hrifinn af bandinu okkar
og konan hans sem er tónlistar-
gagnrýnandi var líka hrifin af
okkur,“ segir Tómas. Þau skildu
eftir sig netfang og sendu Bítla-
drengirnir þeim kveðju í kjölfar-
ið. „Við eigum eftir að senda þeim
myndir og dót og gerum það við
tækifæri.“
Tómas og félagar spila á Obladí-
Oblada á hverju þriðjudagskvöldi
og segir hann Mills alltaf velkom-
ið að stíga með þeim upp á svið.
Spurður hvað honum finnist
um endalok R.E.M. segir hann:
„Þetta tekur allt sinn enda. Ég
vona bara að þeir hafi hætt í sátt
og samlyndi.“
Mills alltaf velkominn
SPILAÐI MEÐ MILLS Tómas M. Tómas-
son spilaði með Mike Mills á tónleikum
á Obladi Oblada í ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Bandaríska hljómsveitin
R.E.M. hefur óvænt lagt
upp laupana. Fréttablaðið
tók saman lista yfir tíu eft-
irminnileg augnablik úr 31
árs sögu þessarar áhrifa-
miklu sveitar.
1980: Hljómsveitin R.E.M. er
stofnuð í Aþenu í Georgíuríki
af söngvaranum Michael Stipe,
gítarleikaranum Peter Buck,
Mike Mills bassaleikara og
trommaranum Bill Berry.
1983: Fyrsta platan, Murmur,
kemur út. Hún fær góða dóma og
er valin plata ársins hjá Rolling
Stone. Þar slær hún við verkum
á borð við Thriller með Michael
Jackson, Synchronicity með The
Police og War með U2.
1988: Green verður fyrsta plata
R.E.M. sem kemur út hjá stóru
útgáfufyrirtæki, Warner Music.
Þessi sjötta plata sveitarinnar
slær í gegn og lögin Pop Song
89, Get Up og Stand fá mikla
útvarpsspilun.
1991: Out Of Time verður
fyrsta plata R.E.M. til að komast
á toppinn bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum. Lagið Losing
My Religion verður gríðarlega
vinsælt. Ári síðar vinnur sveitin
þrenn Grammy-verðlaun fyrir
plötuna.
1992: Automatic For the People
kemur út. Sungið er um missi
og sorg og ballaðan Everybody
Hurts, þar sem ungt fólk er hvatt
til að gefast ekki upp, verður eitt
vinsælasta lagið í sögu hljóm-
sveitarinnar.
1994: R.E.M. fer í sitt fyrsta
tónleikaferðalag í fimm ár til
að fylgja plötunni Monster eftir.
Heimsreisan heppnast sérlega
vel.
1997: Bill Berry segir skilið
við bandið eftir sautján ár við
trommusettið. Tveimur árum
áður hafði hann fengið einkenni
slagæðagúlps á sviði með hljóm-
sveitinni. Tónlist R.E.M. breytist
með brotthvarfi hans og verður
elektrónískari. Vinsældirnar
dvína.
2002: Peter Buck kemst í frétt-
irnar eftir að hafa verið drukk-
inn um borð í flugvél British
Airwaves. Hann er ákærður fyrir
flugdólgshátt en sleppur við dóm.
2007: R.E.M. er vígð inn í
Frægðarhöll rokksins.
2011: Fimmtánda og síðasta
hljóðversplata R.E.M., Collapse
Into Now, kemur út. Hljómsveitin
hættir störfum hálfu ári síðar.
Svipmyndir úr sögu R.E.M.
R.E.M. Hljómsveitin R.E.M. áður en Bill Berry dró sig í hlé. Frá vinstri: Berry, Peter Buck, Mike Mills og Michael Stipe.
NORDICPHOTOS/GETTY
„Ég leik konu á öllum aldursstigum,
alveg frá því að hún er sex ára og
þar til hún er ólétt á fertugsaldrin-
um,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leik-
kona.
Hún á von á tvíburum, sem flest-
um þætti eflaust nóg, en leikkonan
er einnig að setja upp sýninguna
um Hrekkjusvínin sem verður
frumsýnd 14. október. Það verður
kannski lítið mál fyrir Tinnu að
leika ólétta konu en ögn erfiðara
að túlka sex ára gamla stelpu. „Við
erum að hugsa um að fela kúluna
af öllum mætti og ein hugmyndin
er sú að persónan sé með stóran
bangsa fyrir maganum.“
Tinna gerir sér hins vel grein
fyrir því að óléttan verður fyrr eða
seinna til trafala og hyggst því bara
leika í fyrstu sýningunum. „Ég er
sett 2. mars en tvíburar hafa yfir-
leitt þann vana á að koma fyrr í
heiminn.“ Hún segir að heilsan hafi
verið fín, hún geti í það minnsta
dansað enn sem komið er og hún
finnur ekki enn fyrir því að þetta
séu tvíburar. „Þetta eru bara tveir
stórar draumar að rætast, að verða
mamma og setja upp eigin sýn-
ingu. Við Sveinn [Geirsson] erum
alveg í skýjunum og þetta er eigin-
lega bara tvöföld hamingja,“ segir
Tinna sem þarf nú að finna tvennt
af öllu fyrir nýju erfingjana.
Forsala á Hrekkjusvínin hefst í
dag en boðið verður upp á vegleg-
an afslátt af því tilefni. Hægt er að
kynna sér það á midi.is. - fgg
Felur kúluna á
fyrstu sýningunum
625.996.580 HAFA HORFT á myndband Justins Bieber við lagið Baby á Youtube. Ekkert myndband hefur fengið meira áhorf.
MYNDARLEG Tinna Hrafnsdóttir
á von á tvíburum í lok febrúar en
hyggst þó leika í fyrstu sýningum
af Hrekkjusvínunum sem frumsýnt
verður 14. október.FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
A
LL
I