Fréttablaðið - 23.09.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 23.09.2011, Blaðsíða 58
23. september 2011 FÖSTUDAGUR34 sport@frettabladid.is –einfalt og ódýrt Spönginni • Hólagarði • Skeifunni • Akureyri • Setbergi • www.apotekid.is TILBOÐ MÁNAÐARINS DANATEKT 30% AFSLÁTTUR TILBOÐIÐ GILDIR ÚT SEPTEMBER 30% AFSLÁTTUR AF ALLRI LÍNUNNI Heilnæmar vörur fyrir viðkvæma húð Nettóvöllurinn Keflavík KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 7–19 (3–7) Varin skot Ómar 4 – Hannes Þór 1 Horn 0–11 Aukaspyrnur fengnar 8–9 Rangstöður 3–5 KR 4–3–3 Hannes Þór Halldórs. 6 Dofri Snorrason 7 Skúli Jón Friðgeirss. 6 (83., Aron Bjarki Jós. -) Grétar Sigfinnur Sig. 6 Guðmundur Reynir 7 Baldur Sigurðsson 8 *Bjarni Guðjónss. 8 Viktor Bjarki Arnarss. 5 Egill Jónsson 5 (75., Gunnar Örn -) Kjartan Henry Finnb. 7 Guðjón Baldvinsson 6 *Maður leiksins KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar Jóhannsson 5 Arnór Ingvi Traustas. 5 (76., Ómar Karl Sig. -) Adam Larsson 7 Guðjón Árni Anton. 7 Viktor Smári Hafst. 4 Magnús Sverrir Þorst. 4 Andri Steinn Birgiss. 4 (68., Jóhann Birnir 6) Frans Elvarsson 6 Magnús Þórir Matth. 6 Hilmar Geir Eiðsson 3 Guðmundur Steinars. 4 1-0 Frans Elvarsson (1.) 1-1 Baldur Sigurðsson (12.) 1-2 Baldur Sigurðsson (51.) 2-2 Magnús Þórir Matthíasson (81.) 2-3 Aron Bjarki Jósepsson (90.+3) 2-3 Erlendur Eiríksson (7) FYLKIR hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í N1-deild kvenna í handbolta í vetur en liðinu var spáð sjötta sætinu (af tíu) á árlegum kynningarfundi deildarinnar. Ástæðan er sögð vera erfiðleikar við að finna styrktaraðila sem og að meistaraflokkurinn missti nokkra sterka leikmenn eftir síðustu leiktíð og ekki tókst að styrkja hópinn eins mikið og vonir stóðu til. Fylkir stefnir engu að síður á að senda lið til leiks á næsta tímabili. Sunna María Einarsdóttir, sjá mynd, gekk til liðs við Gróttu í gær. HANDBOLTI Íslenska kvennalandsliðið er komið til Póllands, þar sem stelpurnar taka þátt í æfingamóti. Liðið mætir Hollandi í dag og spilar síðan einnig við Pólland og Tékkland um helgina. „Það er frábært að komast á svona mót og spila á móti svona sterkum þjóðum. Við erum búin að nýta tímann vel og ætlum að gera það enn betur á komandi dögum. Vonandi náum við fínum úrslitum en höfuðáherslan er að hreyfa aðeins liðið, skoða leikmenn og reyna að vinna með okkar leikskipulag,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins. „Við höfum æft tvisvar á dag við mjög fínar aðstæður í Póllandi og erum síðan að fara að spila við sterka andstæðinga,“ segir Ágúst, en hann leggur áherslu á að horfa ekki of langt. Liðið er þar með að hefja undirbúning sinn fyrir undankeppni EM sem hefst í október, sem og heimsmeistaramótið í Brasilíu sem fer fram í desember. „Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum okkur á jörðinni og einbeitum okkur að næsta verkefni, sem er mjög mikilvægir leikir í Evrópukeppninni. Við erum þar í riðli með Sviss, Úkraínu og Spáni og það fara tvö lið áfram. Við eigum fína möguleika á því að komast áfram en þurfum þá að halda rétt á spilunum. Það er gríðarlega mikilvægt að vera einbeitt og taka bara eitt skref í einu,“ segir Ágúst, sem er án lykil- manna í mótinu í Póllandi. „Anna Úrsúla (Guðmundsdóttir) kemur til móts við hópinn í kvöld (í gær) og við verðum að sjá til hversu mikið hún getur verið með því hún er búin að vera veik. Rakel (Dögg Bragadóttir, fyrirliði) er enn þá meidd og ég reikna ekki með henni í neinum leikjanna nema kannski hugsanlega í síðasta leiknum. Hún verður ekki með á morgun og á laugardaginn. Rut (Jónsdóttir) meiddist í leik með Tvis Holstebro tveimur dögum áður en við fórum út. Hún er heldur ekki hérna. Liðið er því breytt og það er um að gera að nýta þessa leiki í að gefa öðrum tækifæri og skoða fleiri leikmenn,“ segir Ágúst. - óój Íslenska kvennalandsliðið verður án lykilmanna á æfingamótinu í Póllandi: Anna Úrsúla veik og Rakel meidd BIRNA BERG HARALDSDÓTTIR Spilar sína fyrstu landsleiki í Póllandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GOLF Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG byrj- aði mjög vel á Opna austurríska mótinu í golfi, sem tilheyrir Evr- ópumótaröðinni og hófst í Atzen- brugg í gær. Birgir lék fyrsta hringinn á 69 höggum, þremur höggum undir pari, sem skilar honum upp í 6. sætið. „Ég get ekki annað en verið sáttur með þessa byrjun á mótinu. Það er ekki búið að ganga neitt spes upp á síðkastið og þetta er því frábært fyrir sjálfstraustið,“ segir Birgir Leifur, sem hefur lagt grunninn að því að ná niðurskurðinum annað kvöld. „Maður vill alltaf vera með um helgina og þetta er góður meðbyr fyrir það,“ segir Birgir Leifur, sem fann sig á flötunum og náði meðal annars fimm fuglum á hringnum. „Mér gekk best að pútta og ég fann mig gríðarlega vel á flötun- um í dag. Ég var rosalega ánægður með það. Púttin hafa oft verið veiki hlekk- urinn hjá mér,“ segir Birgir Leifur og bætti við: „Flat- irnar eru frábærar hérna úti, þannig að það var ánægjulegt að ná að rúlla nokkrum góðum púttum í,“ sagði Birgir Leifur. „Ég hef lítið spilað í ár og þetta er búið að vera svolítið pirrandi ár. Ég hef verið að detta inn í mót á síðustu stundu og svoleiðis en ég vissi það svo sem fyrir. Það er búið að vera frekar erfitt en ég vona að ég nái að bæta stöðuna mína fyrir næsta ár og reyni að keyra upp listann eins og maður hefur verið að gera,“ sagði Birgir Leifur, sem mun keppa á úrtökumótum fyrir Evrópumóta- röðina seinna í haust. Hann var með Íranum Michael McGeady og Ítalanum Alessio Bruschi, sem höfðu ekki roð við honum. „Írinn var þrjá yfir en Ítalinn var tólf yfir. Það gekk því best hjá mér en það er stutt á milli í þessu. Það er lykilatriði að ná góðum hringjum og fá móment- ið með sér. Maður þarf að vera jákvæður og þolin- móður. Þetta er bara slagur í hausn- u m ,“ s e g i r Birgir Leifur, sem stefnir á að halda sér í topp- slagnum, en hann er þremur höggum á eftir Liam Bond frá Wales. „Það er mark- miðið fyrir hvert mót að vera meðal efstu manna og eiga möguleika á að vinna. Það er allt- af markmið- ið og maður heldur sig við það.“ - óój Birgir Leifur Hafþórsson er í 6. sæti á Opna austurríska: Þetta var frábært fyrir sjálfstraustið PEPSI-DEILD KARLA, STAÐAN KR 20 12 7 1 41-20 43 ÍBV 20 12 4 4 35-21 40 FH 20 11 5 4 39-26 38 Valur 20 10 5 5 28-18 35 Stjarnan 20 9 7 4 43-31 34 Fylkir 20 7 4 9 29-36 25 Keflavík 20 6 3 11 24-29 21 Breiðablik 20 5 6 9 28-38 21 Þór 20 6 3 11 26-37 21 Grindavík 20 4 8 8 23-35 20 Fram 20 4 6 10 16-26 18 Víkingur R. 20 2 6 12 21-36 12 MARKAHÆSTIR Garðar Jóhannsson, Stjörnunni 13 Kjartan Henry Finnbogason, KR 12 Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 11 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 10 Kristinn Steindórsson, Breiðablik 10 FÓTBOLTI KR er komið með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla þegar liðið vann nauman 3-2 sigur á Keflavík í frestuðum leik úr 13. umferð deildarinnar í gær. Varnarmaðurinn Aron Bjarki Jóseps son var búinn að vera á vell- inum í aðeins tíu mínútur er hann skoraði sigurmark KR í uppbótar- tíma með skalla eftir hornspyrnu. KR mætir Fylki á heimavelli sínum á sunnudaginn og getur með sigri nánast tryggt sér Íslands- meistaratitilinn í ár. KR verður þó að stóla á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum til að svo verði. Frans Elvarsson kom Kefla- vík yfir í gær með marki eftir aðeins 47 sekúndur en sú for- ysta átti eftir að duga skammt. Baldur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, skoraði tvívegis og kom KR-ingum sann- gjarnt yfir en gestirnir úr Reykja- vík höfðu lengst af talsverða yfir- burði í leiknum. Keflvíkingar sóttu þó í sig veðrið á lokamínútunum eins og baráttu- glöðum Suðurnesjamönnum einum er lagið. Annar ungur Keflvíking- ur, Magnús Þórir Matthíasson, var þar að verki eftir sjaldséð mistök Hannesar Þórs Halldórssonar í marki KR. En þá var komið að þætti Arons Bjarka sem skoraði með skalla eftir hnitmiðaða hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar á þriðju mín- útu uppbótartímans og kom hann þar með sínum mönnum í ansi þægilega stöðu í titilbarátunni. „Það þurfti einhver að gera þetta fyrir okkur og ég er ánægður með að það hafi verið ég,“ sagði Aron Bjarki eftir leikinn. Rúnar Krist- insson, þjálfari KR, segir að sig- urinn hafi verið sanngjarn. „Við áttum skilið að fá þrjú stig úr þess- um leik. En ég var alltaf að bíða eftir þriðja markinu þegar við vorum 2-1 yfir. Það kom ekki og Keflvíkingar gerðu sitt vel – þeir ýttu liðinu sínu fram og uppskáru jöfnunarmark. En við vildum ná í öll stigin og sem betur fer náðum við einu marki til viðbótar.“ Hann var ánægður með spila- mennsku sinna manna. „Það hefur verið stígandi í okkar leik. Við vorum í lægð fyrir nokkrum vikum en liðið er í mun betra standi í dag. Við þurfum nú fjögur stig til við- bótar til að vinna titilinn og ætlum við ekki að treysta á neina aðra en okkur sjálfa.“ Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, neitar því ekki að það hafi verið sárt að sjá KR-inga skora sigurmark leiksins. „Einn punktur hefði verið mjög góður fyrir okkur. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem við þurfum að kyngja svona örlaga- mörkum,“ sagði hann. „Það hefur einkennt okkur í sumar að við erum alltaf líklegir, svo lengi sem okkar menn gefast aldrei upp rétt eins og í dag. En því miður þurftum við að taka enn eitt höggið á okkur.“ Skömmu fyrir jöfnunarmark Keflavíkur var Willum duglegur að öskra sína menn áfram. „Mér fannst slokkna á ákveðnum mönn- um sem eru alltaf líklegir og geta breytt leikjum. Það eina sem við á hliðarlínunni getum er að reyna að kveikja í mönnum og ég vissi að þeir ættu mikið inni. Aron Bjarki tók þátt í upphitun með byrjunarliðsmönnum KR og hélt sér heitum allar 83 mínúturn- ar áður en hann kom inn á. „Skúli Jón var tæpur fyrir leikinn og því þurfti ég bara að vera klár. Það er bara í fínu lagi, sérstaklega þar sem þetta gekk svona vel. Nú þurfum við að klára Fylki á sunnudaginn og þá getum við kannski fagnað aðeins meira.“ eirikur@frettabladid.is Bikarinn að nálgast vesturbæinn Tuttugasti og fimmti Íslandsmeistaratitill KR er handan við hornið eftir dramatískan 3-2 sigur liðsins á Keflavík í gær. Varamaðurinn Aron Bjarki Jósepsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma leiksins. AÐALMENNIRNIR Í GÆR Baldur Sigurðsson og Bjarni Guðjónsson léku vel á miðjunni hjá KR. Baldur skoraði tvö mörk og Bjarni átti tvær stoðsendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það þurfti einhver að gera þetta fyrir okkur og ég er ánægður með að það hafi verið ég. ARON BJARKI JÓSEPSSON HETJA KR-INGA Í KEFLAVÍK Í GÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.