Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2011, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 23.09.2011, Qupperneq 62
23. september 2011 FÖSTUDAGUR38 krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins Viðtal við Hafdísi og Klemma úr Sunnudagaskólanum. „Einu sinni þegar ég var að fara til útlanda tók ég stóran kíki með mér í flugvél og reyndi að sjá Guð út um gluggann, en ég sá hann ekki!“ UM ÞAÐ BIL 6.000 BÖRN GLÍMA VIÐ ADHD Á ÍSLANDI SELUR ADHD ENDURSKINSMERKIN VITUNDARVIKA 18. - 25. SEPTEMBER ja takkATHYGLI FÖSTUDAGSLAGIÐ „Don‘t Stop Me Now með Queen. Bara af því að það er búið að vera föstudagslagið mitt frá upp- hafi vega og Queen er best.“ Eygló Scheving, söngkona hljómsveitar- innar Vicky. Spurningabomba Loga Berg- manns hefst í kvöld á Stöð 2 en þá etja þau Ilmur Kristjánsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson kappi við tvíeykið fræga Jóhannes Hauk Jóhannesson, úr sjónvarpsþáttun- um Hjá Marteini, og Guðjón Davíð Karlsson úr Hringekjunni, en þeir mynduðu eitt sinn saman dúettinn Jóa og Góa. Jóhannes og Guðjón Davíð eru annálaðir keppnis- menn, en eins og frægt er orðið þá veðjuðu þeir kassa af bjór um hvor þeirra myndi birtast fyrr í Áramóta- skaupi. Það verður margvíslegt sprellað í þáttunum og keppnin verður tekin hæfilega alvarlega. Meðal þeirra nýjunga sem verður bryddað upp á er túlkun Rúnars Freys Gíslasonar á þekktum dægurlögum. Rúnar mun þá leika nákvæmlega eftir texta lagsins og eiga kepp- endur að giska á hvert lagið er. Logi hefur sjálfur lofað því að spurningar þáttarins verði í „bleikari“ kantinum. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Laugardagurinn 3. desember verð- ur jólatónleikadagurinn mikli á höfuðborgarsvæðinu. Í Háskóla- bíói stíga sprelligosarnir síkátu í Baggalúti á svið á sínum árlegu aðventutónleikum en í Laugardals- höll verður öllu meira umstang; þar býður Björgvin Halldórsson lands- menn velkomna á Jólagesti sína, en meðal þeirra eru Paul Potts og Robin Gibb. Í Hörpunni þetta sama kvöld hefst síðan Frostrósamara- þonið mikla þegar fyrstu tónleik- arnir af átta fara fram. Ísleifur B. Þórhallsson, sem hefur veg og vanda af jólatónleik- um Björgvins, segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar hann frétti af því að Frostrósir yrðu þetta sama kvöld. „Við höfum alltaf verið fyrstu helgina í des- ember,“ segir Ísleifur. Jólagest- irnir hafa notið mikilla vinsælda og hefur yfirleitt selst upp á þá á ansi skömmum tíma. Ísleifur segir viðbúið að þeir bæti við aukatón- leikum sunnudaginn 4. desember, sem rækjust þá einnig á við Frost- rósatónleikana. Töluvert er í húfi að allt gangi eins og í sögu því eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrra voru miðar á Jólagesti og Frostrós- ir keyptir fyrir tæpar 300 milljónir íslenskra króna. Ísleifur hefur þó engar áhyggjur og er rólegur yfir þessu, þeir séu búnir að fá til liðs við sig alla þá listamenn og starfs- fólk sem þeir þurfi. „En mér finnst þetta lélegt.“ Samúel Kristjánsson, skipu- leggjandi Frostrósa, telur þennan árekstur ekki eiga eftir að koma að sök. „Við verðum með tónleikana okkar í þrjá daga þannig að fólk á alveg að geta skipulagt sig og mætt á báða tónleikana.“ Samú- ÍSLEIFUR B. ÞÓRHALLSSON: ÞETTA KOM MÉR Í OPNA SKJÖLDU Slegist um að koma lands- mönnum í jólaskapið í ár Svissneska dreifingarfyrirtækið Frenetic Films hefur fest kaup á dreifingarréttinum að íslensku kvikmyndinni Svartur á leik eftir Óskar Þór Axelsson. Myndin hefur nú þegar verið seld til allra Norðurlandaríkjanna og Bretlands en þar keypti Entertainment One dreifingarréttinn. TrustNordisk sér um söluna á myndinni og hefur fjöldi annarra dreifingar- aðila sýnt henni mikla athygli. Myndin byggir á samnefndri sögu Stefáns Mána og segir frá því þegar undirheimar Reykjavíkur tóku stórstíg- um breytingum í byrjun aldarinnar. Þórir Snær Sigurjónsson, einn af framleið- endum myndarinnar, segir þetta vera mjög fínan árangur, viðkomandi fyrirtæki borgi vel, en hann var hins vegar ekki reiðubúinn til að gefa upp hversu há fjárhæðin væri. „En þetta er líka merkilegt í ljósi þess að það eina sem þeir hafa séð er þriggja mínútna langur kynn- ingarbútur. Sem hefur reyndar mælst mjög vel fyrir,“ útskýrir Þórir. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þykir stiklan allsvakaleg og gefa til kynna mikið ofbeldi, sem raunar er daglegt brauð í glæpaheimum Íslands. Þá viðurkennir Þórir að það skemmi ekk- ert fyrir að í framleiðandateyminu séu Chris Briggs, sem hefur meðal annars framleitt Hostel og Poseidon, og hinn danski Nicolas Winding Refn. „Nöfn þeirra hjálpa náttúrulega til, enda Refn sjóðheitur um þessar mundir eftir velgengni Drive,“ segir Þórir. Með aðal- hlutverk í Svartur á leik fara þeir Þorvald- ur Davíð Kristjánsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Egill Einarsson. Frumsýn- ing á Íslandi verður snemma árs 2012. - fgg Svartur á leik seld til Sviss TIL BRETLANDS OG SVISS Svartur á leik hefur nú þegar verið seld til Bretlands og Sviss auk allra Norðurlandaríkjanna. Þórir Snær segir þetta góðan árangur í ljósi þess að viðkomandi aðilar hafi ein- göngu séð þriggja mínútna kynningarbút. Þorvaldur Davíð leikur Stebba sækó í myndinni. el segir að tónleikarnir hafi verið færðir yfir á þessa helgi sökum þess að þetta hafi verið einu dag- arnir þar sem þeir hefðu aðgang að húsinu í nokkra daga fyrir æfing- ar og undirbúning. „Tíundi des- ember var líka eina helgin sem Sissel Kyrkjebø gat komið, þannig að svona gekk þetta upp.“ Hann er hins vegar efins um að tónleika- haldarar eigi eftir að gjalda fyrir þetta. „Það hefur ekki verið mikill leki á gestum á milli þessara tón- leika og það eru kannski fimm til tíu prósent sem þurfa að velja.“ freyrgigja@frettabladid.is JÓLATÓNLEIKADAGURINN Laugardagurinn 3. desember verður jóla- tónleikadagurinn mikli. Í Laugardalshöll býður Björgvin Halldórsson áheyrendur velkomna á Jólagesti, en meðal þeirra eru Robin Gibb og Paul Potts, og í Háskóla- bíói stíga Baggalútsmenn á svið og syngja. Í Hörpunni hefst hins vegar mikið Frostrósamara- þon þegar blásið verður til leiks á fyrstu tónleikunum af átta. „Þetta er búið að ganga vel og ég man ekki einu sinni hvað ég var á mörgum sýningum,“ segir Brynja Jónbjarnardóttir fyrirsæta en hún var að vinna á nýafstaðinni tískuviku í London. Brynja er 17 ára gömul og flutti út til Lond- on fyrir tíu dögum en hún hyggst láta reyna á fyrirsætu starfið næsta árið. Hún sýndi meðal ann- ars sumartískuna fyrir hönnuðina Danielle Scutt og Roks öndu Ilincic, en síðarnefnda sýningin var hennar uppáhalds. „Það var rosalega flott sýning í gömlum kastala og falleg píanótónlist var spil- uð undir. Á meðan ég stóð baksviðs og beið eftir að sýningin byrjaði rakst ég á Önnu Wintour. Það var skemmtilegt að sjá hana í eigin persónu,“ segir Brynja en Wintour er áhrifamikil í tískuheiminum enda ritstjóri hins bandaríska Vogue. Þegar Fréttablaðið náði tali af Brynju var hún að vinna að verkefni fyrir fatahönnuðinn Tom Ford. Ford er mjög virt nafn í tískuheiminum en hann var yfirhönnuður bæði Gucci og YSL tísku- húsanna. Brynja var ráðin, ásamt tveimur öðrum fyrirsætum, til að sýna sumarlínu Ford næstu þrjár vikurnar en mikil leynd hvílir yfir fatnaðinum frá Ford í ár. „Ég er bæði að sitja fyrir í myndatökum og svo á lokuðum tískusýningum fyrir útvalda inn á milli. Þetta er hörkuvinna frá 8 til 19 alla daga en skemmtilegt og mjög falleg föt, meira má ég ekki segja.“ Foreldrar Brynju styðja hana í vinnu sinni en hún Rakst á Önnu Wintour FLOTT Á TÍSKUPALLLINUM Brynja gekk meðal annars eftir tískupallinum fyrir hönnuðina Roksöndu Ilincic og Danielle Scutt og tók sig vel út. NORDICPHOTOS/GETTY stundar fjarnám við Fjölbrautaskólann við Ármúla samhliða fyrirsætustarfinu. „Þau sakna mín mikið og ég þeirra en þau ætla að heimsækja mig sem fyrst,“ segir Brynja. Hún er mikið á flakkinu og heldur beint til New York þegar törninni í London lýkur. „Ég hef gaman af að ferðast og á meðan mér gengur vel held ég áfram.“ - áp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.