Íslendingur


Íslendingur - 21.12.1946, Qupperneq 11

Íslendingur - 21.12.1946, Qupperneq 11
1946 JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS _______ 7 Sífdarverksmiðfan á Hjafteyri Hlu.tfallslega mun íslendingar eiga fleiri og stœrri síldarverksmiðjur en nokkur önnur þjóð í heimi. Síldariðnaðurinn er líka í rauninni eini iðnaðurinn, þar sem Islendingar lmfa verið sam keppnisfœrir við aðrar þjóðir. Síldarverksmiðja Kveldúlfs á Hjalte.yri hefir til þessa verið stœrsla og fullkomnasta síldarverksmiðja í landinu, en surnar nýju verksmiðjurnar munu nú geta orðið lienni hœttulegur keppinautur. Krossfararnir vinna ferúsafem Framh. aí 5. si<íu. Klorindu cr stórkos'legt ævin- týri út af íyrir sig. Hún er dóttir kristinna kon- ungslijóna í Blámannalandi. Enda þótt drottningin, rnóðir liennar, sé manni sínum trú og dygg, ergir hann hana sífellt með heimskulegri afbrýðissemi. 1 kvæði Tassos er sagt, að konungiirinn liali jáfnvel verið aibrýðissalnur við himininn af ]rví hann leit hana með hinni ó- endanlegu augnamergð sinni, stjörnunum. Þegar hún játaði syndir sínar og baðst fyrir, horfði hún jafn- an á mynd hvítrar meyjar, sem var ógnað af ægilegum dreka, en spjót luigaðs riddara bjargaði henni frá bráðum bana. Þegar hún fæddi kónginum dóttur var hún björt eins og hin heilaga mær, enda þótt drottn- ingin sjálf væri dökk á brún og brá. Hún varð nú skelfingu lostin um að maðurinn myndi íor- tryggja hana og sannfærast um ótryggð hennar, og tekur því dökkt barn í stað þess ljósa. Barn sitt fær hún í hendur dyggum þjóni, sem heitir henni því, að ganga því í föður stað, sem væri það hans eigið, barn. Þegar þjónninn er á leiðinni með barnið í körfu í gegnum skóg nokkurn kemur öskrandi tígrisdýr á móti honum. Þjónninn klifrar upp í tré, en skilur körfuna eftir á grundinni. Tígrisdýrið finnur barnið, en í stað þess að rífa það á hol sleik- ir það barnið. Móðurkenndin vaknar lijá dýrinu, sem lætur barnið sjúga sig. Þjónninn heldur svo áfram með barnið til Egyptalands, þar sem barnið elst upp. En enda þótt foreldrarnir séu kristnir, og móðirin hafi lagt svo fyrir þjóninn, að barnið skuli skírt, lætur hann telpuna alast upp í trú Múliameðs. Er Klórinda komst á legg gat hún ekki gefið sig að kvenlegri sýslan, hún liafði drukkið blóð tígrisdýrsins og kaus nú starf hermannsins. í orustum sveifl- aði hún sverðinu og vann sér mikinn orðstír, og nú var hún komin til Jerúsalem til að berj- ast í liði Saladins konungs. Þegar útrásirnar eru gerðar til þess að lirekja krossfarana á brott, þá stendur hún andspænis einhverjum göfugastá riddaran- um í liði krossfaranna, sem er Tankred frá Brinisi, sonur markgreifans í Odo. í liita bardagans heppnast Tankred, méð leiftursnöggu bragði sverðs síns, að lyfta hjálmi hennar, og sér til mikill- ar undrunar sér hann fagra konu með gullna lokka, og hann hrífst þegar af fegurð hennar. Ástin brennur í hjarta hans og hann lætur sverðið síga. Hann vill ekki ei’nu sinni lyfta því í sjálfsvörn. Ef hún gimist líf hans verður þar að skeika að sköpuðu. En á næsta augna- bliki eru þau horfin sjónum hvors annars í hita orustunnar. Á því augnabliki, sem turn Gottfreds gin ógnandi rétt við borgarmrn'ana dettur Klórindu í hug að hún skuli, strax og myrkt er orðið, kveikja í turnin- um. Hún hættir sér með einn liðsmann í hina hættulegu för, sem þeim lánast fullkom- lega. Þau hafa tekið með sér brennistein, tjöru og glóðir í eldfati og hinn þurri viður turns ins fuðrar upp. En á heimleiðinni er þeim veitt eftirför, svo að þau verða viðskila, og á því augnabliki, þegar Klórinda ætlar að hlaupa inn um borgarhliðið er því lok- að með miklum gný, og þarna stendur Iiún ein og yfirgefin um- kring af óvinum. Hún vonar að myrkrið skýli sér og reynir að komast undan, en Tankred hefir séð hana leggja til manna sinna, og án þess hann viti hver þetta er, veitir hann henni eftirför. Það kemur til bardaga á ixiilli þeirra og bæði særast alvarlega. En að lokum særir Tankred liana í hjartað með sverði sínu, svo að hún hnígur við. Deyjandi lier hún frani lión við banamann sinn: Hún vill taka skírn og deyja sem kristin kona af því að foreldrar hennar voru kristnir. Tankred hleypur brott í skyndi, fyllir lrjálm sinn vatni og krýpur skömmu seinna við hlið hennar. Það er ekki fyrr en hann hefir lyft hjálminum af höfði hennaí, að hann þekkir hana, og þá verð ur liann yfirkominn af sárum harmi. En hann lætur það ekki hindra sig í athöfn þeirri, sem hann hef- ir þegar hafið. Hann mælir fyrir henni orð hinar eilífu sáluhjálpar, og er hann hefir lokið skírninni deyr Klórinda. Tankred er nú borinn til tjalds síns, en hann er fjandsamlegur því lífi, sem hann vaknar til, svo að hann rífur bindið frá sári sér til þess að fylgja Klór- inndu í dauðanum. Gottfred ber þar að, og fær talið liann á rétta braut. Hann brýnir fyrir honum heit krossfarans og Tankred verður rórri við og hverfur aftur til skyldu sinnar. En Klorindu veit- ir hann virðulega útför og ristir henni eftirmæli á grafstein. Onnur kona hafði einnig mikla þýðingu fyrir örlög kross- faranna, en henni var farið á Framh. á 25. síðu.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.