Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 13

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 13
Dansinn dunar. aðeins eitt ar í senn og sé kosin úr skóla- héraði nu til skiptis. Var tillagan samþykkt samhljóða, enda þótti fullkomið sanngirnismál, að dreifa þannig stjórnarstörfum félagsins og yrðu fundirnir þá einnig framvegis í viðkom- andi skólahéraði. Samkvæmt þessu var á fundinum skipt um stjórn og hlutu kosningu kennarar úr Sandgerði, þeir Aðalsteinn Teitsson skóla- stjori, Einar Jónsson og Þorbjörg Berg- þórsdóttir. Þess má hér geta, að sú hefð niyndaðist strax í öndverðu, að velja avallt skólastjóra til formennsku í félag- tnu. Hefur farið vel á þessu, enda að mig minnir aldrei verið út frá þvi brugðið. Þetta nýja fyrirkomulag, að kjósa stjórnirnar til skiptis úr skólunum, hefur gefizt mjög vel og hafa nú allir skólar á félagssvæðinu, sem til þess hafa nógu naarga kennara, sinnt þessu þjónustustarfi við félagið. Aðeins Hafnir og Vatnsleysu- strönd hafa sloppið við þessa kvöð af fyrr- greindum ástæðum. Keflavík annast fé- lagsstörfin þetta árið og í stjórn félagsins eru nú: Hermann Eiríksson, Gerður Sig- urðardóttir og Hallgrímur Th. Björnsson. + Góðir áheyrendur! Senn dregur að lok- um þessa sundurlausa söguágrips. Félagið hefur frá stofndegi haldið 32 bókaða fundi, auk nefndafunda, sem ekki eru skráðir í fundargerðabók félagsins. Á þessum reglulegu fundum hafa oft verið Guðmundur Norðdahl og Erlingur Jónsson leika fyrir dansi. flutt fræðandi erindi um ýmis skóla- og kennslumál af hinum færustu mönnum, er til þess hafa verið fengnir og mun námsstjórinn, Bjarni M. Jónsson, oft hafa verið hjálplegur um útvegun góðra fyrir- lesara, er höfðu gagnleg mál að flytja eða þá flutt þau sjálfur. En auk þess hafa svo félagsmenn flutt fjölmörg framsöguerindi um hin margvíslegustu efni, eins og reyndar fyrstu fundargerðirnar, sem hér var vitnað til, bera með sér. S'kiljanlega hafa þar launamálin og kjarabaráttan borið oftast á góma. Launin hafa jafnan verið það bágborin og lífsaf- koma kennara svo léleg, allt fram á þetta ár, að öryggisleysið hefur hvílt eins og mara á öllu félagslífi stéttarinnar. Þá hefur Thorkillii-sjóðurinn oft verið til umræðu á fundum félagsins, enda var fram eftir árum þaðan nokkurs styrks að vænta til hinna tómhentu skóla, ef mér leyfist að nefna allsleysið þvi nafni. Fvrir fé úr þessum ágæta sjóði fengu skólarnir keyptar lesbækur, kennslutæki og ýmis- legt fleira, sem að gagni kom. Til viðbótar við þann tíma, sem fór oft í umræður um slík fjárframlög til skólanna og hvernig þau kæmu réttlátast niður, fór einnig mikill tími til að ræða, hvernig heiðra bæri minningu þessa hálærða og gagn- / Avarp Bjarna M. Jónssonar í Herra samkvæmisstjóri, heiðraða stjórn, félagar og gestir þessara ágætu samtaka! Eg veit, að það er ekki mitt fag, ekki mín grein að tala í sölum gleðinnar. Eg bið ykkur þess vegna að afsaka orð mín og málfar. En ég kvaddi mér hljóðs, vegna þess að ég á erindi við félagið. Og ég bið ykkur ekki að afsaka það — því að það er þess sök. Nú var það að vísu ekki ætlun mín, að setja afmælisbarnið á sakamannabekk á þessum heiðursdegi þess, — heldur hitt, að færa því dýpstu þakkir og hjartanlegustu árnaðaróskir. Það á fé- lagið margfaldlega skilið af mér — og það er þess sök — en ekki hitt, hvað mér ferst illa að orða hugsun mína, svo að ég er hræddur um, að mál mitt verði að- eins skuggi af því, sem í huganum býr. I fyrsta lagi þakka ég félaginu og stjórn þess fyrir að hafa boðið okkur hjónunum til þessa afmælisfagnaðar. Eg þakka ekki einungis ágætar veitingar, fróðlega og skemmtilega ræðu Hallgríms Th. Björns- sonar yfirkennara, fögur og vinsamleg orð merka Suðurnesjamanns, Jóns Þorkelsson- ar skólameistara, er lagði fram aleigu sína til að stofna þennan sjóð til uppfræðslu fátækustu og umkomuminnstu börnum þessa æskuhéraðs síns. * Hér lýkur nú þessu spjalli, en áður en ég yfirgef ræðustólinn, langar mig að benda á austurlenzkt spakmæli er segir: — Perlan skapast í djúpi hafsins, en þrek- ið í straumi lífsins. I hverri barnssál er slíka perlu að finna, sé kafað nógu djúpt eftir henni, — og hlutverk okkar kennaranna er að annast þessa köfun og koma hinum duldu fjár- sjóðum hafsins upp á yfirborðið, svo hið austurlenzka líkingamál sé notað. En þessi duldi fjársjóður, þessi perla, er hjartalag mannsins — sjálft manngildið, sem við leitumst við að laða fram í skólastarfinu, minnug þess, að fróðleikurinn einn sam- an og þekkingin, gera engan að manni í þess orðs fyllstu merkingu. Til þess að ná því marki, verður hver og einn að leggja rækt við hjarta sitt ekki síður en höfuðið, ástunda mannkosti engu minna en mann- vit og efla með sér þjóðrækni og guðstrú, því „Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa.“ H. Th. B. 25 ára afmælishófi félagsins í minn garð, létt og lífgandi hjal við sessunauta og aðra félaga, ágætan hljóð- færaleik og almennan söng — heldur þakka ég fyrst og fremst þann hlýhug og sóma, sem okkur hefur verið sýndur með þessu boði — hlýhug, sem ég finn að andar hér til alls og allra og ræður hér Bjarni M. Jónsson í ræðustóli. F A X I — 1G9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.