Faxi - 01.12.1963, Qupperneq 15
Mynd þessi er af einum fleti hins forkunnarfagra borðlampa.
stemmningunni í kvöld, hlýhug, sem
breytir nóvembernótt í andlegan vordag
— og fer vel á því á afmæli félags, sem
vtnnur aS því, aS gera vetrarstörf skóla-
barna aS vorstörfum.
I öSru lagi þakka ég ykkur fyrir aS
hafa haldiS lífinu í kennarafélagi á þess-
um slóSum og látiS þaS dafna í 25 ár, því
þaS er meira en aSrir hafa gert. Nú — og
ef ykkur hefSi ekki tekizt þaS, þá hefSum
við öll orðið af þessari ágætu veizlu. En
„andinn er logi eða s\ar eins og s\ipuð
°g reidd eru borðin“ segir skáldjöfurinn
Einar Benediktsson í einu af sínum snilld-
arljóðum. — Og sé það satt, getur engum
dulizt, sem lítur yfir þessi fögru og ágæt-
lega skipuðu veizluborð, að andi þessa
félags er ekki blaktandi skar, heldur bjart-
Ur skínandi logi.
I þriðja lagi þakka ég — nei — ég læt
þriðja lagið bíða um sinn, en dvel um
stund við liðna tíma.
Eg minntist á það afrek að láta kenn-
arafélag lifa, starfa og dafna á þessum
slóðum í 25 ár samfleytt. Hefði verið að
ræða um félag, sem gat gefið vonir um
verulegan fjárhagslegan hagnað, væri
öðru máli að gegna. En að láta ópólitískt
kennarafélag, sem vill vinna að bættu
uppeldi og mannbótum, lifa og dafna í 25
ar — aldarfjórðung mestra breytinga á
högum lands og lýðs — og á þeim slóð-
um, þar sem breytingarnar hafa orðið hvað
urestar og dansinn um gullkálfinn hvað
darastur, — það er afrek í félagsmálum.
En ætlið ekki, að þetta sé fyrsta kenn-
arafélagið, sem starfað hefur á þessu svæði.
Eg rakst fyrir nokkru á auglýsingu í mál-
gagni. kennara, Skólablaðinu frá 1907,
°g 9 um aðalfundi Kennarafélags Kjós-
ar- og Gullbringusýslu. Boðaði hinn nafn-
kunni kennari og skólamaður, Ögmundur
Sigurðsson skólastjóri, til þessara funda i
Hafnarfirði. Veit ég í rauninni lítið meira
um þetta kennarafélag, en vil þó vekja
hér athygli á því. Kannske vill einhver
ungur maður á vegum afmælisbarnsins
eða á eigin spýtur grafast fyrir um störf
°g lífdaga þessa fyrirrennara kennarafé-
lagsins ykkar. Hygg ég girnilegt til fróð-
leiks, að kynnast störfum þess.
En félagið var dautt, þegar ég fór að
sPyrjast fyrir um félagsmál kennara hér
syðra. Haustið eftir að ég lauk kennara-
Prófi, 1925, varð ég skólastjóri í Grinda-
vik. Þorpið var þá frekar afskekkt eftir
því sem nú er, og ég var eini starfandi
kennarinn. Var því fáa til að ræða við um
fagmálin. Kynntist ég fyrst starfsfélögum
mínum í næstu byggðarlögum á öðru og
þriðja starfsári mínu, kennurunum í
Keflavík og á Vatnsleysuströnd. Þótti mér
gott við þá að ræða. Við Guðmundur Guð-
mundsson fyrrv. skólastjóri hér i Keflavík
— nú sparisjóðsstjóri — beittum okkur
fyrir stofnun félags með kennurum í Gull-
bringusýslu. Stofnfundur var haldinn hér
í Keflavík í des. 1928 — og mundi því fé-
lagið hafa orðið 35 ára í næsta mánuði, ef
það hefði lifað. Fundurinn var ágætlega
sóttur, þótt samgöngur væru erfiðar. Man
ég vel, að Jón heitinn Jónsson skólastjóri
í Höfnum kom gangandi sunnan yfir
heiðina á stofnfundinn, og svo mun hann
hafa gert á fleiri fundi félagsins, þótt mér
sé það ekki eins minnisstætt. Sjálfur fór
ég stundum ríðandi á þessa fundi. Ekki
vegna þess að ég væri mikill hestamaður
— eiginlega alltaf hálfhræddur á hestbaki
— en áhuginn var nægilega mikill til að
sigrast á óttanum — og fjárhagur skóla-
stjórans var of þröngur til að leigja sér
bíl. En löng fannst mér þá stundum leiðin
milli Grindavíkur og Keflavíkur, þar sem
ég rorraði aleinn á hrossinu og rifjaði upp
fyrir mér allar slysfarir, sem ég hafði
heyrt um að ríðandi menn hefðu orðið
fyrir. Grindvíkingar voru svo hugulsamir
FAXI — 171