Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 19

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 19
Gísli Guðmundsson: Þættir úr sögu Hvalsnesskirkju í tilefni a£ 75 ára afmæli Hvalsneskirkju verSur hér rakið í fáum dráttum það, sem kunnugt er úr sögu hennar, en nokkurn veginn vist er, að mjög mikill hluti af sögu hennar er ekki kunnur svo að fljót- lega verði rakinn, enda ekki gert hér ráð- fyrir nema tiltölulega stuttu ágripi. Fyrsta skráða heimild um kirkju að Hvalsnesi er í íslenzku Fornbréfasafni og er á þessa leið: „10. júní 1370, á Hvalsnesi. Máldagi Hvalsnesskirkju á Rosmhvala- nesi, þá er Oddgeir biskup Þorsteinsson vígði hana. Hvalsnes. Þá er liðið var frá hingaðburði vors herra Jesu Christi þúshundruð ára CCC og LXX ára, vígði herra Oddgeir biskup kirkju á 'Hvalsnesi guði til lofs og dýrðar og heilagri Guðsmóður Maríæ, hinum heilaga krossi, Olafi kongi heilagri Kata- rinæ og öllum guðs helgum mönnum, næsta dag fyrir festum Barnabæ Apostoli með þessum máldaga: Að kirkjan á fjórðung í heimalandi sem Björn bóndi Olafsson og Salgerður kona 'hans (gáfu) kirkjunni til uppeldis og að standa skyldi fyrir presti og jörð í Norður- Nesjum og XII kýr. Þar skal vera heimilisprestur og syngja hvern dag 'helgann og hvern dag um langaföstu og jólaföstu, ymbrudaga og öll IX lestra hölld og octavas og III daga í viku þess á milli. Þar skal lúka presti IIII tnerkur á hverju ári. Þangað liggja þessir HII bæir að tíundum og lýsitollum og öll- um skyldum: Þóristaðir, Flangastaðir, Sandgerði og Uppsalir. Og af öllum bæj- um suður þaðan til Voga allar skylldur utan af Biaskerjum og þeim tveimur kot- um sem þar fylgir jörðinni. Tekst þar af heimatíund. Af Hvalsnesi skal syngja til Biaskerja annan hvern dag helgan. Þetta á kirkjan innan sig: Kross fornan storan með undirstöðum, Maríuskript, Olafsskript, III krossa smáa, Salvatoris- skript. Skrín með helgum dómum, V klukkur, IIII bjöllur, Tabulum og brík, Tjöld umhverfis sig. Kertastikur IIII með k°par, járnstikur IIII. Sakaríum munn- laug ampli og fonts umbúningur með skírnarkatni, vígðs vattketill og stökkull, Paxspjald og páskablað. Sakaríum hand- klæði og kertastiku, glóðarker, elldbera, bakstursjárn. Kirkju lás. Aista, VI manna messuklæði og III hökla að auki. Kantara- skápur III. Sloppar II, alltaraklæði III með dúkum. Kaleik a II og huslker með silfur. Gler- glugga III, merki II, lectara II, stól. Kerta- klofa, páskakertisumbúnað, dimbil og hálft pund vax, XII mánaða tíðir. I móti þeim IIII bæjum, sem undan Utskálakirkju eru teknir, leggur Björn bóndi kirkjunni að Utskálum jörð er heitir í Vörum með tveimur kúgildum til æfinlegrar eignar. Féll niður portio síðan Svarthöfði erfði jörðina fyrir að hann gjörði klukknahús og fyrir brák og brot á kirkju.“ (Samhengi milli þess að Svarthöfði þessi erfði jörðina Varir og Björn bóndi Olafsson hafði ráð á að gefa hana, er það að Salgerður kona Björns var Svarthöfða- dóttir frá Kirkjubóli, hefur Björn því trú- lega fengið jörðina sem heimanmund með konunni eða sem arf eftir tengdaföður sinn látinn). Af þeirri upptalningu á gripum og bún- aði kirkjunnar, sem gerður er í máldag- anum má sjá, að þar er ekki um neina fá- tækt að ræða, og bendir raunar margt til þess, að hér sé alls ekki verið að reisa kirkju í fyrsta sinn, má þar strax benda á fyrsta gripinn, sem nefndur er, „Kross fornan“, einnig „VI manna messuklæði og IIII hökla að auki“. Það er mjög ólík- legt að nýrri kirkju hafi verið gefin slík- ur fjöldi messuklæða strax í upphafi, enda þótt rnargir væru örlátir á gjafir sínar til kirkna í þá daga. Það lægi nær að álykta að kirkja hafi verið reist að Hvalsnesi nokkuð snemma í kristni og kirkjan því eignast allá þessa hluti á löngum tíma, en rúm leyfir ekki langar hugleiðingar um þetta. Þó freistandi væri að rekja nánar sögu kirkjunnar hér í framhaldi, þá verður því sleppt, og staðnæmumst við næst við alda- mótin 1800, eða rétt áður en konginum þóknaðist að leggja niður hið forna Hvals- nesprestakall og afmá kirkjuna. Það er þá fyrst að kynnast því, sem sagt er í vísitasíu biskups frá þessum tíma, þar segir svo: „Anno 1800, þann 3. júlí vísiteraði bisk- upinn, Geir Vídalín, kirkjuna að Hvals- nesi. Hún á fjórðung í heimalandi. Fjöru í Norður-Nesjum. Af þeim 7 kúgildum, sem kirkjunni eiga að fylgja eru 3 til in natura en fyrir hin 4 eru prestinum, sr. Eiríki Guðmunds- syni, afhentir af hennar formanni 26rd. I því ofsaveðri, sem uppáféll nóttina milli 8. og 9. jan. næstliðið ár, hrapaði kirkjan í grunn niður og er síðan ekki aftur upp- byggð. Tók þá fjárhaldsmaður hennar flest hennar ornamenta og instrumenta til sinn- ar geymslu, hvar fyrir þau ekki að þessu sinni framvísast eður uppteiknast. Kirkju- garðurinn er víða að falli kominn, og ber sóknarfólkinu sem fyrst hans hresti að bæta. Eftir portions reikninginum, í kirkju- FAXI — 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.