Faxi - 01.12.1963, Side 21
bókina innfærðum er við þess árs útgang
kirkjunnar skuld til K Mste 61rd 43sk.
Sóknarfólkinu úr þessari kirkjusókn var
a£ biskupinum tilsagt að mæta degi síðar
við Útskálakirkju.
Fjárhaldsmaður kirkjunnar gefur til
kynna, að margir af hennar sóknarmönn-
um séu óviljugir til að borga venjuleg
gjöld sín til hennar síðan 'hún ekki varð
embættisfær. Hvar uppáféll svolátandi
biskupsins úrskurður að allir Hvalsnes-
kirkjusóknarmenn skulu skyldir að borga
til hennar fjárhaldsmanns allar þær tekjur,
sem henni með réttu tilheyra afdráttar-
laust, og skyldi nokkur enn nú vilja vera
þessa ó'hlíðinn, ber fjárhaldsmanninum að
angefa það fyrir því virðulega yfirvaldi.
Aktum ut supra.
Geir Vídalín.
E. Guðmundsson. J. Thorðarson.“
Það hefur verið sagt, að kirkja á Hvals-
nesi hafi verið lögð niður og rifin upp
aftur eftir að hún hrundi í óveðri því, sem
nefnt er í vísitasíunni hér á undan, sem
hér á Suðurnesjum er jafnan nefnt Bás-
endaveður, en í því veðri tók af kaup-
staðinn á Básendum að fullu eg öllu í því
stórflóði, sem veðrinu fylgdi. Atburður
þessi varð nóttina milli'8. og 9. janúar árið
1799, sem einnig er getið í vísitasíunn.
I prestcf.li og prófasta segir eftirfarandi:
»A Flvalsnesi var kirkja fyrst vígð og mál-
dagi settur af Oddgeiri biskupi 1370, var
kirkja sú helguð með guði heilagri guðs-
móður, hinum helga krossi, Olafi kon-
ungi, heilagri Katarinæ og öllum guðs
lielgum mönnum.
Vogur, eða Kirkjuvogur í Höfnum var
þá annexía, þar var Maríu kirkja en stund-
um var skipt svo til, að prestar frá Stað í
Grindavík þjónuðu Kirkjuvogi, en frá Út-
skálum Hvalsnesi.
I Njarðvík var forðum Maríu kirkja og
hins helga Þorláks, en sú kirkja lagðist
niður um langan tíma, og var þaðan sótt að
Kirkjuvogi þar til er Þórður biskup leyfði
að byggja þar kirkju á ný, og Jón biskup
Vídalín lét lögtaka, að sú kirkja fengi
alkirkjurétt og skyldi vera annexía frá
Hvalsnesi. Kirkjuvogur og Njarðvík voru
síðan annexíur frá Hvalsnesi, eftir að
kirkjan í Njarðvík var reist við aftur.
1811 var Hvalsnesprestakalli skipt alveg
upp, þannig að Hvalsnes og Kirkjuvogur
urðu annexíur að Útskálum, en Njarðvík
annexía að Kálfatjörn. Konungsbréf 26.
apríl 1815 staðfesti þetta, og var þá Hvals-
Sr. Guðmundur Guðmundsson prédikar
í Hvalsneskirkju.
neskirkja niður lögð, en byggð upp aftur
1821. (Leyft skv. konungsbréfi. 5. apríl
1820) Konungsbréfin skipa svo fyrir, að
Útskálaprestur skuli messa að Kirkjuvogi
fjórða hvern á sumar og fimmta hvern á
vetur, en á Hvalsnesi sjötta hvern helgi-
dag.“
Eins og hér að ofan segir var aftaka
kirkjunnar að Hvalnesi staðfest með
konungsbréfi og einnig þurfti leyfi kon-
ungs til að hún yrði endurreist, þó að
Hvalsnes væri þá eigi lengur konungs
eign. En konungurinn virðist hafa haft
nokkurn kostnað af kirkjuhaldi þar, enda
eru allir kirkjureikningar að Hvalsnesi
frá þessum tírna gjörðir á Bessastöðum
og undirritaðir af embættismönnum þar,
kirkjan er einnig í nokkurri skuld við
konung, eins og áður segir. Að líkind-
um hefur því kirkjan aldrei verið byggð
upp aftur eftir að hún féll í Básenda-
veðrinu, en leifar hennar rifnar að fullu
1815.
En svo er hún endurreist 1821 og þá
fyrir forgöngu og að töluverðu leiti á
kostnað bóndans á Hvalsnesi, en kon-
ungur þurfti samt að hafa þar sín afskipti
af eins og sést af áðurnefndu konungs-
bréfi og í því sama bréfi ákveður hann
hvernig Útskálaprestur skuli ’haga þjón-
ustu sinni við annexíuna.
Arið 1822 er svo hin endurreista Hvals-
neskirkja tekin út af prófasti, og lýsir hann
húsinu eins og hér fer á eftir:
„Árið 1822 þann 12. júní var héraðspróf-
asturinn, Árni Helgason til staðar að
Hvalsnesi í Gullbringusýslu til að skoða
og uppskrifa þá þar eftir Resol. af 5. apríl
1820 nýbyggðu og að biskups tilhlutan 23.
sept. f. á. vígðu kirkju, með henni tilheyr-
andi, að viðstöddum sr. S. Einarssyni og
heimabóndanum á Hvalsnesi, Mr. Tóm-
asi Jónssyni, og fyrirfannst kirkjan sem
hér segir: Húsið er á lengd 12 álnir,, á
breidd 8, hæð 8 álnir og 20 þuml. frá gólfi
til mænis. Klukknaport er á kirkjunni
við framþil 2 álnir á hæð upp af kirkj-
unni með búningsverki og tvöföldu þaki.
Kirkjan er öll gjör af timbri í 6 stafgólf-
um með plægðu lofti og féalagólfi yfir
um með plægðu lofti og fjalagólfi yfir
allt. Hún er með listuðu strandþili allt um
verki.
í henni eru þrennar slagsillur og þil
plægt á milli lista nema fyrir framgafli
hvar innra þilið vantar, fyrir dyrum er
vængjahurð máluð með skrá og lykli. Á
framkirkju eru 2 gluggar sinn hvoru meg-
in dyra, með 6 rúðum hvor. Á kórhliðum
er og sitt par glugga hvoru megin, hver
gluggi með 8 rúðum.
Beggja megin í framkirkju eru 12 stól-
ar, 6 hverju megin með bríkum og bak-
slám, sá næsti prédikunarstól og annar
honum gegnt að norðanverðu, eru a£-
markaðir með nokkru pílárverki uppaf.
Prédikunarstóllinn stendur nokkuð frá
þili, en er með pílárverki og sama gesimsi,
sem er á stólnum að ofan, gerður áfastur
við þilið. I kórnum eru bekkir umhverfis
með 6 bríkum, 'hvar af 3 eru í þverbekkn-
um fyrir innan prédikunarstól. Þverbekk-
urinn við kórdyr norðan fram er með
pílárverki yfir bakslánni, máluðu.
Altarið er málað með vængjahurð á hjör-
um og er hún snerluð.
Gráða er þar frammi fyrir meðkné-
falli og pílárverki máluðu umhverfis, hálf-
kríndu á hornum. Altarið innan saman-
sporað með fyllingum, pílárverk er um-
kring altarið fest við málaða stólpa beggja
rnegin altaris, yfir altarinu stendur máluð
brík með stólpum til beggja hliða, þar
yfir er byggt með gesimsi, bríkin er með
tilhlíðandi ritningargreinum árituðum.
Tveir gluggar á kirkjuloftinu hvor með
2 rúðum. Prédikunarstóllinn er 6 kant-
aður, málaður, með letri og rósum, gef-
inn af sgr. Jóni Sighvatssyni í Njarðvík.
Kirkjunnar útensilía eru: 1. Altaris-
klæði rautt, fóðrað með kattúni lagt með
borðum, gefið af kaupmanni Th. Jakobæ-
us, 2. Rikkilín af kattúni, gefið af sama,
F A X I — 177