Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 27

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 27
/ Armann Kr. Einarsson SNJÓHÚSIÐ Meðfylgjandi saga er eftir Ánnann Kr. Einarsson, kennara og rithöfund, sem nú á hvað mestuin og almennustum vinsældum að fagna með þjóðinni, sem vand- aður barnabókahöfundur. Hefir aðdácndahópur hans farið sístækkandi og við bókarkönnun nú fyrir skemmstu kom í ljós, að liann var þá mest lcsni höfundur landsins. Eftir Ármann hafa alls komið út 22 bækur, 3 skáldsögur, 1 smásagna- safn og 18 barna. og unglingabækur. Nú fyrir jólin kcmur út í Noregi G. ung- lingabók Ármanns, en 2 bóka hans hafa komið út í Danmörku. Mun í ráði að gefa bækur hans út á flciri tungumálum, svo frábærlega vel hefir þeim verið tekið bæði í Noregi og Danmörku. Það sem mestu veldur um vinsældir Ármanns, er hans lctti og lipri stíll sam- fara hreinu og fögru máli, lausu við alla tilgerð og væmni. Sögurnar eru bráð- skemmtilegar, en þó öðrum þræði fræðandi og siðlegar. Tekst höfundi ótrúlega vel að sameina þessi ólíku sjónarmið, að láta þannig efnið þjóna andanum og vera honum háð, en halda þó jákvæðum stíganda (spennu) og lögboðinni staf- setningu. Slíkt cr ekki hciglum lient, cnda er Ármann enginn meðal skussi á ritvellinum. Nú hefir Ármann sýnt mér og blaðinu þann vinarhug, að rita þessa fallegu jólasögu endurgjaldslaust fyrir Faxa. Fyrir það kann ég honum beztu þakkir og yngri lcscndur blaðsins munu áreiðanlega meta þetta að verðleikum. Annars er gaman að geta þess hér, að nú þessa dagana er ný bók eftir Ármann að koma í bókabúðir, ber hún nafnið Oli og Maggi í ræningjahöndum — og þó hér sé um sjálfstætt verk að ræða, þá er sagan þó í beinu framhaldi af hinum bráð- snjöllu Ólabókum liöfundar, sem allar hafa verið frábærlega vinsælar. H. Th. B. Það er liðið fast að jólum, og skamm- degismyrkrið grúfir yfir. Undanfarna daga hefur snjóað. Hvít mjöllin liggur yfir landinu eins og þykkur, mjúkur feldur. Stjörnur tindra frá húmbláum himni, og norðurljósin bregða öðru hverju á leik. Fallegra jólaveður er ekki hægt að fá, sagði gamla fólkið. Yngri kynslóðin kunni ekki síður að meta góða veðrið, og not- færa sér það sem bezt. I litla kaupstaðnum við botn fjarðarins hafði snjónum verið rutt af aðalgötunni, og lá hann í óhreinum dyngjum með fram gangstéttunum. Krakkar tildruðu uppi á snjóhryggjunum og reyndu sig í jafn- vægislist sinni. Fullorðna fólkið sneiddi hjá torfærunum, og næstum 'hljóp við fót. Allir voru í óðaönn að gera jólainnkaupin. Það voru fleiri en fullorðna fólkið að flýta sér. Siggi í Sóltúni skálmaði eftir götunni og skeytti því ekki hætishót, þótt hann rækist öðru hverju á vegfarendur. Siggi og Kiddi voru bekkjarbræður. Hann var á leiðinni til Kidda í Háholti. Báðir voru þeir ellefu ára og óaðskiljan- legir félagar og vinir. Þó voru þeir mjög ólíkir. Siggi var draumóramaður, en Kiddi hagsýnn og ráðkænn. I jólaleyfinu höfðu þeir félagar gert það að gamni sínu að byggja snjóhús uppi í heiðinni austan við kauptúnið. Veður gat ckki verið ákjósanlegra og nógur var snjórinn. Þetta var líka stærsta snjóhús, sem þeir höfðu nokkru sinni byggt, já, kannski fallegasta jólahús, sem um getur í víðri veröld. Nú var aðfangadagur jóla runninn upp, svo það var ekki seinna vænna að ljúka byggingu snjóhússins. Það stóð heima, þegar Siggi nálgaðist stóð Kiddi á tröppunum og veifaði tómri mjólkurflösku. Hvað ætlarðu að gera með þetta? sptirði Siggi þegar þeir höfðu heilsast. Sérðu ekki að þetta er nýtízku lukt, anzaði Kiddi brosandi. Þegar Siggi aðgætti betur sá hann að botninn hafði verið teknn úr flöskunni, en í staðinn sett kringlótt tréspjald með tveim götum. A miðju spjaldinu stóð dá- lítill kertisstubbur. Ha, ha! En sniðugt, hrópaði Siggi. Það Ármann Kr. Einarsson. kemur sér, svei mér vel, að fá þetta ljós- tæki, því ekki höfum við rafmagnið til að lýsa upp húsið okkar. Kiddi varð að kveikja á nýju luktinni til að sýna vini sínum. Ekki bar á öðru, en það logaði prýði- lega á kertinu í flöskunni. Hefurðu annað kerti, þegar þetta er búiðP spurði Siggi. Nei, en ég ætla að kaupa það á leiðinni, anzaði Kiddi. Þeim félögum var ekkert að vanbúnaði að leggja af stað. Skóflan og sleðinn, sem þeir notuðu við byggingu snjóhússins var hvort tveggja geymt uppfrá. Siggi og Kiddi tóku til fótanna og þutu í einum spretti austur götuna. Gleðin og lífsfjörið ólgaði í æðum þeirra. Við skulum líta inn til Skeggja gamla á Horninu, sagði Kiddi og vingsaði nýju luktinni, sem hann hafði bundið í snæris- spotta. Já, kannski getum við líka keypt okkur eitthvað ! nestið, anzaði Siggi. Þeir félagarnir létu ekki sitja vð orðin tóm og snöruðust inn í búðarholuna til Skeggja gamla. Allir, jafnt ungir sem gamlir, þekktu búðina hans Skeggja, þar sem sætlegast blandast og angar ilmur þeirrar munaðarvöru, sem mest kitlar bragðlaukana. Skeggi stóð innan við afgreiðsluborðið breiður og brosandi. Hann fyllti næstum út í búðarholuna. Andlit hans var stórt og kringlótt eins og tuna:l í fyllingu, skall- inn gljáði, svo það hefði mátt spegla sig í honum, og snjóhvítt skeggið breiddi sig yfir bringuna. F A XI — 183
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.