Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 29

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 29
Krakkarnir í þorpinu vissu ekki hvort gamli kaupmaðurinn 'hét í raun og veru Skeggi eða var bara kallaður það, enda skipti það minnstu máli. Hvað ætlið þið að fá, drengir? spurði Skeggi. Eitt stórt kerti, anzaði Kiddi. Já, og kex fyrir þetta, sagði Siggi og hvolfdi nokkrum smápeningum úr vasa sínum. Ojæja, þið eruð þó ekki, vænti ég að leggja upp í langferð á sjálfan aðfanga- daginn, mælti Skeggi gamli kankvís. Nei, nei, við ætlum að ljúka við snjó- húsið okkar uppi í heiðinni, svöruðu þeir félagar einum rómi. O, sei, sei, heldur er þetta nú lítilfjör- legt nesti, tautaði Skeggi um leið og hann brá á vigtina bréfpoka með fáeinum kex- kökum. Ja-há, það er nú það, muldraði Skeggi gamli og tók snöggt viðbragð. Góða stund góndi hann á sneisafullar búðarhillurnar eins og hann hefði aldrei séð þær fyrr. Kiddi og Siggi stöldruðu við. Af gam- alli reynslu vissu þeir, að Skeggi gamli átti það til að stinga að krökkum smávegis góðgæti, þegar sá gállinn var á honum. En í þetta skipti urðu þeir fyrir von- brigðum. Nýir viðskiptavinir komu inn í verzlunina og Skeggi vatt sér aftur að búðarborðinu, tómhentur. Það var bros- kvik í augum gamla mannsins og hann var dálítið annars hugar, líkast því sem hann horfði í mikinn fjarska. Kannski sá hann hilla undir fjarlæg lönd. Þeir félagarnir, Kiddi og Siggi, hröðuðu sér út úr búðinni. Hann Skeggi gamli er skrýtinn og sér- vitur karl, sagði Kiddi. Já, það er líka ekkert undarlegt þó hann skuli alltaf hafa búið einn, anzaði Siggi fullorðinslega. Þegar út fyrir kaupstaðinn kom, þræddu Kiddi og Siggi mjóa slóð, sem þeir höfðu troðið í snjóinn. Það var nálægt tuttugu mínútna gangur upp að snjóhúsinu. Það stóð í laut og var að mestu grafið inn í djúpan skafl. Að framanverðu var þó hlað- inn hár veggur úr þykkum snjóhnausum og voru dyr á honum miðjum. Snjóhúsið var að mestu fullgert, aðeins eftir að troða í nokkrar glufur í veggnum, og hlaða upp húsgögnin. Auðvitað vildu þeir félagar hafa borð og stóla í húsinu sínu. Kiddi og Siggi tóku til óspilltra mál- anna strax þegar þeir komu upp eftir. Þeir hjálpuðust til að stinga snjóhnausa og draga þá á sleðanum heim að húsinu. Síðan byggðu þeir borð og tvo stóla inni í snjóhöllinni sinni. Þeir vönduðu mjög smíði húsgagnanna, meira að segja tálg- uðu þeir af þeim allar ójöfnur með vasa- hnífnum sínum. Þá tók nokkurn tíma að fylla upp í rifurnar í veggnum. Að síð- ustu reistu þeir félagar upp stóreflis snjó- stykki og hölluðu því fyrir dyrnar. Þá var komin fyrirtaks hurð. Nú var byggingu snjóhússins að fullu lokið. Ánægðir og glaðir settust þeir fé- lagar í sitt Iivorn snjóstólinn og virtu fyrir sér handaverk sín. Flöskuluktin stóð á miðju borðinu og varpaði daufum bjarma um snjóhúsið. Það var sem gullroðin birti léki um hvíta hvelfinguna. Þetta er eins og ævintýrahöll, sagði Siggi og hrifningin ljómaði í svip lians. Það er verst að geta ekki töfrað krásir á borðið, anzaði Kiddi. Ég er orðinn sár- svangur. Kexið frá honum Skeggja gamla var fyrir löngu búið. Við höfum þess betri lyst á jólamatn- um, sagði Siggi. Æ, það er nú heldur langt að bíða eftir honum, svaraði Kiddi. Bara að einhver jólasveinninn rækist hingað með vel út- troðinn poka, bætti hann við brosandi. Ætli þú verðir þá ekki sjálfur að leika jólasveininn, þótt ekkert hafir þú annað en snjóköggla, til þess að setja í pokann, anzaði Siggi glettnislega. Þeir félagarnir, Kiddi og Siggi, sátu góða stund í snjóhúsinu sínu og spjölluðu saman. Það lá svo undur vel á þeim. Blessuð jólin voru að byrja og hver er það, sem ekki hlakkar til jólanna. Það var ekki hlýtt í hvítu íshöllinni og það setti hálfgerðan hroll að þeim félög- um. Þeir voru í þann veginn að standa upp og halda af stað heim, þegar skyndi- lega heyrðist þungt fótatak út fyrir. Ha! Hver gat þetta verið? Kiddi og Siggi litu forviða hvor á ann- an, og það var ekki laust við að hræðslu- glampa brigði fyrir í augnaráðinu. Nú heyrðist rjálað við hurðina. I sömu andrá brotnaði lítið stykki úr henni og svartur, sívalur hólkur, sem mest líktist byssuhlaupi kom í ljós. Kiddi og Siggi spruttu á fætur. í óða- gotinu felldu þeir flöskuna, svo að slokkn- aði á kertinu. Titrandi af skelfingu héldu þeir félagar niðri í sér andanum. I þessu hræðilega, kolsvarta myrkri fannst þeim hvert augnablik vera eins og heil eilífð. Ekkert skeði, — enginn skothvellur kvað við. Við brjótum gat á vegginn og skríðum út, hvíslaði Kiddi lágt. Já, þá getum við komist aftan að árásar- manninum, hvíslaði Siggi á móti. Hæ, hó! Er enginn heima? var kallað dimmri röddu fyrir utan. Þeir félagar í snjóhúsinu áræddu ekki að svara eða gefa sig fram. Það var ekki gott að gizka á hverra erinda hinn ókunni náungi var korninn hingað upp á heiðina. Allt í einu var snjóstykkinu fyrir dyr- unum lyft frá, og grátt skegg kom í ljós í gættinni. Má jóiasveinninn líta inn? var kallað hrjúfri röddu. Kiddi og Siggi gátu ekki annað en rekið upp skellihlátur, þótt þeim væri sízt hlátur í huga. I skímunni, sem lagði inn um dyrnar þekktu þeir strax andlitið í gættinni. Gesturinn var enginn annar en Skeggi gamli kaupmaður. Þú gerðir okkur skrambi bilt við, þegar þú rakst stafinn þinn inn í snjóhúsið, sagði Kiddi. Ojá, ég hef gaman af smávegis glett- um, svaraði Skeggi gamli. Og nú datt mér í :hug að leika jólasvein. Eigum við að verða þess heiðurs að- njótandi að fá fyrstu heimsóknina, sagði Siggi brosandi. Já, jólasveinar kunna bezt við sig í snjó- húsunr á fjöllum uppi, anzaði Skeggi gamli og kringlótta andlitið hans ljómaði. Satt að segja fannst mér það vera heldur af skornum skammti, sem þið keyptuð hjá mér í dag, svo ég tók með mér svo- lítinn glaðning handa ykkur. F A X I — 185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.