Faxi - 01.12.1963, Page 33
Já, auðvitað, anzaði Skeggi gamli og
iðaði allur af kæti. Kannski var hann
glaðastur allra á jarðríki þessa stundina.
Þremenningarnir sátu góða stund við
snjóborðið, borðuðu og drukku, hlógu og
mösuðu. Það var sannarlega glatt á hjalla
í íshöllinni.
Inni var orðið hlýtt og notalegt. I flökt-
andi skini kertaljósanna tindraði allt og
glóði eins og loft og veggir væru alsett
hvítum, skínandi perlum.
Við verðum að vera komnir heim áður
en sjálf 'hátíðin byrjar, sagði Skeggi gamli
og leit á úrið sitt.
Hjá okkur eru jólin byrjuð, svöruðu
Kiddi og Siggi einum rómi og brostu út
að eyrum.
Ojá, blessaðir drengirnir! Það er svo
sem nógu hátíðlegt hérna hjá okkur, svar-
aði Skeggi gamli og strauk hvíta, síða
skeggið sitt. Við megum samt aldrei
gleyma tilefni jólanna.
Góðgætið á snjóborðinu minnkaði furðu
fljótt. Þó urðu þeir félagar, Kiddi og
Siggi að síðustu að ganga frá leifðu.
Stingið því sem eftir er í vasana, sagði
Skeggi gamli brosandi og reis á fætur.
Það getur verið gott að narta ! það seinna.
Þeir félagar þökkuðu fyrir sig. Slíkum
höfðingja höfðu þeir aldrei kynnst.
Nú var ekki annað að gera en tygja
sig til heimferðar. Kertaljósin voru slökkt
og íshöllinni vandlega lokað. Ekki mátti
snjóa inn. Ef veður héldist óbreytt áttu
þeir félagar eflaust eftir að njóta fleiri
ánægjustunda í snjóhúsinu sínu uppi í
heiðinni.
Þremenningarnir héldu af stað, Kiddi
fyrstur og bar flöskuluktina sína, þá Siggi
og loks Skeggi gamli síðastur. Snjórinn
marraði undir fæti, notalega og taktfast
við hvert fótmál.
Tunglskinið varpaði gullinni blæju yfir
láð og lög, og stjörnurnar tindruðu á húm-
hlárri hvelfingunni. Niðri í kaupstaðn-
um logaði ljós í hverjum glugga, — jóla-
ljósin.
Þeir félagarnir, Kiddi og Siggi, voru
léttir í spori. Aldrei mundu þeir gleyma
þessum degi, hversu gamlir, sem þeir yrðu.
En skærust ljómaði ef til vill hirtan !
gömlum augum öldungsins. Hann hafði
endurheimt hrot sinna bernskujóla og
gefið öðrum hlutdeild í gleði sinni.
Ómur kirkjuklukknanna barst út í
kvöldkyrrðina, og boðaði öllum mönnum
frið og fögnuð.
BM-
Fyrirliggjandi:
miðstöðvarkatlar
fyrir sjálfvirka olíubrennara.
☆
miðstöðvarkatlar
fyrir pottbrennara.
☆
Sérstaklega viljum við vekja athygli
á hinum sjálfvirku olíustillum án raf-
magns, sem tengdir eru við pottbrenn-
arakatla. Þeir stjórna vatnshita ketils
á sama hátt og með sömu nákvæmni
og stillitæki, sem tengd eru við sjálf-
virka olíubrennara.
☆
Baðvatnsgeymar.
☆
Þrýstiþensluker.
☆
Opin þensluker.
☆
Aluminium-Fiskþvottagrindur.
Aluminium-Löndunarháfar.
Aluminium-Fiskþvottakör.
Framkvæmum allskonar nýsmíði úr aluminium og járni.
Leitið upplýsinga og tilboða hjá okkur.
Vélsmiðjo Björns Magnússonar
Hafnargötu 90 — Keflavík — Símar: 1175 og 1737
F A X I — 189