Faxi - 01.12.1963, Side 36
r v
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. — Ritstjóri og afgreiðslumaður:
1li—' 1f Hallgrímur Th. Björnsson. Blaðstjórn: Hallgrímur Th. Björnsson. Margeir
iL Æ JL Jónsson, Kristinn Reyr. Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Auglýsingastj.: Gunnar
Sveinsson. Verð blaðsins í lausasölu krónur 25,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f.
V__________________________________________________________________________________________________/
Aðalfundur Faxa
Aðalfundur Faxa var haldinn þann 1. nóv.
nú í haust að heimili Huxley Olafssonar for-
stjóra.
I skýrslu formanns, Jóhanns Péturssonar,
var þetta helzt:
A s.l. ári voru flutt framsöguerindi eða
fundarefni sem hér segir:
1. Hallgrímur Th. Björnsson: Olnbogabörn.
2. Valtýr Guðjónsson: Oss vantar menn.
3. Kxistinn Reyr setti á svið blaðamanna-
fund, þar sem 2 félagsmenn voru látnir
Huxley Ólafsson.
leika þá Krúsex og Kennedy, en aðrir
'félagsmenn léku blaðamenn, er lögðu
stórpólitískar spurningar fyrir „toppana".
— Var dregið um hlutverkin. Blaðamanna-
fundur þessi var tekinn upp á segulband.
4. Guðni Magnússon: Geimferðir.
5. Margeir Jónsson: Vetrarsíldveiðarnar.
6. Spurningaþáttur í umsjá stjórnarinnar.
7. Ragnar Guðleifsson: Fyrir æskuna.
8. Gunnar Sveinsson: Afbrot.
9. Egill Þorfinnsson: Vísan: Margur fengi
mcttan kosið o. s. frv.
10. Jón Tómasson: Reykjanesbrautin nýja.
11. Afmælisfundur.
I stað Jóhanns Péturssonar, sem verið hefir
formaður félagsins s.l. ár var nú Huxley
Ólafsson kjörinn formaður, en það er föst
regla í Faxa, að formaður sitji aðeins eitt ár
í senn. Aðrir í stjórninni eru: Kristinn Reyr
varaformaður, og gjaldkeri Margeir Jónsson.
Á starfsárinu voru 6 félagsmenn með 100%
mætingu á fundum félagsins. Farin var ein
leikhúsferð og séð leikritið Pétur Gautur í
Þjóðleikhúsinu.
Skýrsla blaðstjórnar.
Formaður, Hallgrimur Th. Björnsson, flutti
skýrslu blaðstjórnar. Skýrði hann frá því, að
blaðið hafi stækkað að blaðsíðufjölda með
ári hverju, en væri þó með svipuðu sniði.
Hann gat um vaxandi dýrtíð, sem mjög tor-
veldaði útgáfustarfið, en þó væri reynt að
halda í horfinu, enda virtust vinsældir Faxa
aukast en ekki minnka, þótt verð blaðsins
hækkaði nokkuð, svo og auglýsingar.
Formaður þakkaði blaðstjórn og gjaldkera
gott samstarf, einnig öðrum félagsmönnum.
Á fundinum var blaðstjórn öll endurkjörin,
Jóhann Pétursson.
en hún er þannig skipuð: Formaður Hall-
grimur Th. Björnsson, varaform. Margeir
Jónsson og ritari Kristinn Reyr. Hin nýkjörna
stjórn tekur að vanda við störfum um næstu
áramót og mun þá á fyrsta fundi skipta með
sér verkum.
Ritstjóri er Hallgrímur Th. Björnsson, en
Guðni Magnússon er gjaldkeri blaðstjórnar.
Leiðrétting.
í grein minni í októberblaði Faxa 1933 hafði
mér orðið á sú skyssa, að segja rangt frá
sakir misminnis.
Hús Ólafs Jafetssonar var ekki byggt upp
úr Báruhúsinu, heldur var Báruhúsið ennþá
til uppúr 1920. Um það leyti kaupir Pétur
Jónsson frá Blómsturvöllum í Grindavik,
Báruhúsið, „sem er þá einn salur, skorsteins-
laus, notaður undir þurrkaðan saltfisk. Samn-
ingsaðilar f. h. Bárufélagsins voru: Árni Geir,
Bjarni Ólafsson og Jónas í Njarðvík.“
Kristinn Reyr Pétursson skáld sendi mér
þessa leiðréttingu og kann ég honum ágætar
þakkir fyrir.
Marta Valgerður Jónsdóttir.
Nætur- og hclgidagalæknar
í Keflavíkurhéraði.
I desember:
12. Guðjón Klemenzson.
13. Jón K. Jóhannsson.
14. Kjartan Ólafsson.
15. Kjartan Ólafsson.
16. Arnbjörn Ólafsson.
17. Björn Sigurðsson.
18. Guðjón Klemenzson.
19. Jón K. Jóhannsson.
20. Kjartan Ólafsson.
21. Arnbjörn Ólafsson.
22. Arnbjörn Ólafsson.
23. Björn Sigurðsson.
24. Guðjón Klemenzson.
25. Jón K. Jóhannsson.
26. Kjartan Ólafsson.
27. Arnbjörn Ólafsson.
28. Björn Sigurðsson.
29. Björn Sigurðsson.
30. Guðjón Klemenzson.
31. Jón K. Jóhannsson.
Athugasemd.
Vegna fréttaklausu frá Jóni K. Jóhanns-
syni sjúkrahúslækni á öðrum stað hér í
blaðinu, um að hann muni ekki sinna nætur-
né helgidagavörzlu eftir 15. þ. m„ en er samt
talinn með út mánuðinn á listanum yfir
nætur- og helgidagalækna, sneri blaðið sér
til héraðslæknisins, Kjartans Ólafssonar, er
læknalistann semur og bað um skýringu á
því ósamræmi, sem þarna virtist koma fram,
leyfði héraðslæknir blaðinu að hafa það eftir
sér, að þar sem hann svo seint hefði fengið
vitneskju um þessa ákvörðun læknisins, hafi
ekki unnizt tími til að breyta læknalistan-
um, né ákveða hverjir tæki upp vaktir Jóns.
Útgcrð og aflabrögð I október.
Frá Keflavík stunduðu 10 bátar dragnóta-
veiðar í mánuðinum. Gæftir voru mjög stop-
ular og afli fremur rýr, eða um 350 lestir á
alla bátana.
Síðast í mánuðinum hófu 12 bátar síld-
veiðar með herpinót. Það sem af er nóvem-
ber hefir sára lítið veiðst, enda áframhald-
andi ógæftir.
Frá Sandgerði stunduðu 3 bátar dragnóta-
veiðar. Hefir afli þar einnig verið mjög rýr
eða alls um 20 lestir I október. Gæftir voru
mjög óhagstæðar. Til síldveiða þaðan og frá
Garði bjuggust 12 bátar um þetta leyti og
fleiri hafa bæzt við síðan. Gæftir og afla-
brögð hafa verið svipuð og í Keflavík.
Frá Grindavík stunduðu 3 bátar togveiðar
í mánuðinum. Gæftir voru slæmar. Aflinn út
októbermánuð varð alls 55 lestir. Þaðan hófu
7 bátar síldveiðar í mánuðinum með herpi-
nót. Gæftir og aflabrögð léleg..
Frá Vogum stundaði einn bátur dragnóta-
veiði í október og varð afli hans 20 lestir.
Þaðan byrjaði einnig einn bátur þorskanetja-
veiðar. Fékk hann 15 lestir í tveim fyrstu
lögnunum, en síðan 200—300 kg. í lögn.
Afmæli Rótarýklúbbs Keflavíkur.
Rótarýklúbbur Keflavíkur hélt upp á 18
ára afmæli 2. nóv. s.l. Klúbburinn var stofn-
192 — F A X I