Faxi - 01.12.1963, Page 39
Ný matvöruverzlun.
Hinn gamalkunni verzlunarmaður Jakob
Indriðason, sem um 20 ára skeið hefir starfað
í verzlun Ingimundar Jónssonar, hefir nú
opnað eigin verzlun í eigin húsnæði að
Tjarnargötu 31 og hyggst hann verzla þar
með matvörur. Er það áreiðanlega mikið
hagræði fyrir hin nýju íbúðarhverfi á Tún-
unum og í Holtunum.
Ljóðfórnir.
Sigurður frá Valbraut sendir Faxa eftirfar-
andi vísur. — Eitt sinn í ágústmánuði nú í
sumar í glaðasólskini, gekk Sigurður út á
svalir Elliheimilisins og varð honum þá þessi
vísa á munni:
Það er blíða og blessuð sól,
brosir tíðin víða.
Gleður lýði geðs um ból.
Greitt hér skríður lífsins hjól.
Sigurði fellur illa hávaðinn, sem stafar af
flugvélunum, sem koma og fara yfir bæinn:
Fljúga um loftið flugvélar,
fjarska leiður hvinur.
Friðnum eyða alls staðar,
aflið véla dynur.
Um vindsveipinn „Flóru“ orti Sigurður:
Nú er loftið nokkuð svart,
nær oss veðratanginn.
Þó Flóra blási fremur hart,
fer ég út á ganginn.
Ort nú á fyrsta vetrardag:
Lýsir yfir land og sæ,
lengi þar hann gisti.
Vitjar nú um völl og sæ
vetrardagur fyrsti.
Sama dag og Bjarni Benediktsson tók við
forsætisráðherraembættinu af Olafi Thors,
barst um landið fregnin um nýtt eylendi, sem
væri að rísa úr hafi 3 sjómílur suðvestur af
Geirfuglaskeri. Gamansamur sjálfstæðismað-
ur hér í bæ mun hafa látið þau orð falla, að
ekki ætlaði Bjarni að láta standa á sér til
framkvæmdanna. Væri hann nú þegar byrj-
aður að stækka landið.
Þetta frétti Sigurður Magnússon og orti
um það eftirfarandi stöku:
Geysi öflug glóð er sú,
gneistar fljúga úr kafi.
Er að stækka Island nú,
eyja rís úr hafi.
Jón K. Magnússon sjúkraliúslæknir
hefur beðið blaðið að láta þess getið, að
sökum annríkis við sérfræðistörf, hætti hann
að gegna nætur- og helgidagavörzlu frá 15.
þessa mánaðar.
Vélbótur ferst með allri áhöfn
Þau hörmulegu tíðindi hafa gerzt, að vél-
báturinn Hólmar frá Sandgerði GK 546 hefir
farizt með 5 vöskum sjómönnum. Síðast
spurðist til bátsins á föstudagsmorgun þann
29. nóvember, er hann var staddur 10 sjó-
Helgi Kristófersson.
mílur austur af Alviðruhömrum á Mýrdals-
sandi. Síðan þetta var hefir mikil leit verið
gerð að bátnum bæði á sjó og landi og flug-
vélar hafa tekið þátt í leitinni. Hefir þessi
leit engan árangur borið utan þau, að leitar-
sveitir úr Alftaveri, af Meðallandi og frá Vík
í Mýrdal hafa fundið smávægilegt brak, stíu-
fjalir og lestarhlera, sem ekki er vitað hvað-
an sé komið. Talið er nú fullvíst að báturinn
hafi farizt með allri áhöfn.
Ahöfn Hólmars var þessi:
Helgi Kristófersson, skipstjóri, Sandgerði,
27 óra gamall, kvæntur og 3ja barna faðir.
Sigfús Agnarsson, stýrimaður frá Heiði í
Gönguskörðum í Skagafirði, 21 árs, ókv.
Guðmundur Stefánsson, vélstjóri. frá Gil-
haga í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði,
ókvæntur.
Ingvar Gunnarsson, Laufási 4, Garðahreppi,
21 árs, ókvæntur.
Gunnlaugur Sigurðsson, frá Vestmanna-
eyjum, 46 ára, ekkjumaður, með 5 börn á
framfæri.
Blaðið vottar hinum syrgjandi ástvinum
innilega hluttekningu í þeirra þunga harmi.
Sigfús Agnarsson.
Ingvar Gunnarsson.
Guðmundur Stefánsson.
Gunnlaugur Sigurðsson.
F A X I — 195