Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 43

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 43
því fannst kalt úti. Hann var stundum kaldur í janúar, 20—30 stiga frost. Krakk- arnir notuðu þetta leiksvæði mikið, enda var aðeins yfir götuna að fara. Þegar undanskilin eru aðalverzlunar- hverfi borgarinnar, þá er fátt um háhýsi í Minneapolis. Flest húsanna eru úr timbri. Hæð þeirra flestra er ekki yfir 3 hæðir. Sagt er að meiri hluti íbúanna eigi hús sín sjálfir. Gæti það verið ein skýring þess, hve mikið er af einbýlishúsum, en færra um sambyggingar, sérstaklega í út- hverfunum og í nánd við vötnin. Okkur féll vel við fólkið. Það var eng- inn sérstakur asi á því. Brá okkur mjög í brún að koma frá Minneapolis til Chi- cago, en þar voru allir að flýta sér. Ef nefna ætti eitthvað sérkennilegt við Minneapolis, þá 'hygg ég, að það mætti segja, að óvíða væri dýrara að ferðast með strætisvagni en þar. Það kostaði næstum 11 krónur (25 cent). Þó voru vagnarnir ekkert betri en gerist og gengur hérlendis eða annars staðar þar sem við komurn. Við tókum íbúð á leigu í nánd við Minnesota háskólann, en hann er einn af stærstu og þekktustu háskólum Banda- nkjanna. Eg sótti þar fyrirlestra í kennslu- fræðum, en krökkunum kom ég fyrir í æfingaskólum háskólans, Sæmundur fór > framhaldsskólann (University High School) en Elín í barnaskólann. Auk þess fekk ég að sitja á fundum uppeldis- og kennslufrömuða, sem haldnir voru á veg- um háskólans, þar sem voru uppeldis og kennslumál. Þá sat ég fund skólastjóra framhaldsskóla (higs Schools) í Minne- sota. Hann stóð í tvo daga. Fyrirkomulag °g undirbúningur fundarins var mjög goður. Fundarmenn þurftu ekki að fara af fundarstað til hádegisverðar eða í síð- degsikaffi, því að 'hvort tveggja var fram- reitt í sal við hliðina á fundarsalnum. Fluttir voru fyrirlestrar. A eftir tóku Uokkrir valdir menn sér sæti við háborð framan við fundarmenn og gerðu grein lyrir sínum viðhorfum á umræðuefni ræðumannsins. Margt bar á góma á þess- Urn fundi, og voru sum vandamálin ekki osvipuð þeim, sem ég átti að venjast hér heima. Mér fannst athyglisvert, að skóla- stjórarnir töldu, að hegðun og fram- homa nemenda utan skólans kæmi skól- anurn ekki síður við en innan hans, og að þcir hcfðu rétt til að taka slíkt fyrir í skól- anum. Þeir töldu að allt, sem haft gæti ahrif á nám og þroska nemandans væri skolanum viðkomandi, og skólinn hefði rétt og vald til að banna nemanda hvað eina, sem áhrif hefði á reglu og aga innan skólans. Væri boðum skólans ekki hlýtt, mætti vísa nemanda úr skóla um stundar- sakir eða að fullu og öllu. Eg átti þess líka kost, að hlusta á kennslu í landafræði, náttúrufræði og er- lendum málum í University High School, sömu aldursflokka og hér eru í gagnfræða- skólanum. Þessi skóli var vel búinn tækj- um, t. d. hafði hann sitt eigið sjónvarp og fullkomið segulbandakerfi í tveim stofum í sambandi við málakennslu. Stofunni er skipt í bása og í hverjum bás eru heyrnartæki og taltæki. Kennarinn situr við eitt allsherjar skiptiborð. Þaðan getur hann haft samband við hvern ein- stakan nemanda eða alla í einu. Þaðan ber hann fram spurningar en nemend- urnir svara allir samtímis hver á sitt tæki. Hægt er að taka svör þeirra upp á segul- bönd og geta þeir þá fengið að hlusta á sig á eftir. Eg heimsótti nokkra skóla í Tvíbura- borgunum, þar á meðal einn katólskan. Var þar ýmislegt að sjá. Þá kom ég einnig í lítinn skóla vestur í Montanaríki, og einnig kom ég í nokkra nýbyggða skóla í Missouri. Sumar skólabyggingarnar voru mjög athyglisverðar og frábrugðnar því, sem við eigum að venjast hér. T. d. voru kennslustófur í einni byggingunni inni í miðju húsi en gangur með útveggj- um. A öðrum stað voru engar hurðir fyrir kennslustofum og virtist það ekki koma að sök. Mér fannst víða koma fram meiri skiln- ingur en hér gerist á að þörf væri að auka og bæta menntun unglinganna. Virtist mér skólarnir langt um betur búnir af kennslutækjum en hér gerist, og stjórn- endum skólanna og kennurum ætlað margfalt meira húsrými. Ég hygg, að víða í Bandaríkjunum séu menn sér þess meðvitandi, að bókvitið er látið í askana nú á tímum. Þeim fækkar stöðugt, sem vinna hörðum höndum og jafnframt stækkar bilið á milli launa þess menntaða og ómenntaða manns. Unglingur, sem ekki lýkur að minnsta kosti framhalds- skólanámi (high School) getur búizt við að eiga erfitt með að fá atvinnu, og sú vinna, sem hann fengi yrði fremur illa launuð. Þetta er fólki ljóst, og þess vegna sækja stöðugt fleiri og fleiri um að kom- ast í háskóla. Leiðrétting — Afsökun Sökum hraða og anna í prentsmiðjunni, vegna aðvífandi verkfalls, urðu þau leiðin- legu mistök, að föðurnafn Hermanns Eiríks- sonar skólastjóra misritaðist undir mynd á bls. 165. Lesendur og ekki sízt Hermann eru bsðnir afsökunar á þessu „hjálparstarfi“ prentvillupúkans í önnum og áhyggjum dags- ins. F A X I — 199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.