Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 61

Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 61
Jón Pétur Korlsson FÆDDUR 7. OKTÓBER 1941 — DÁINN 15. SEPTEMBER 1963 Ástvinum hans öllum votta ég mína innilegustu og dýpstu samúð og bið þess, að ljós Guðs kærleika megi lýsa upp alla þeirra framtíðarvegi. - Bj. J. „Ungur má, en gamall skal,“ segir gam- alt íslenzkt máltæki. Þau orð urðu að áþreifanlegum, nístandi sárum veruleika, þegar sú fregn barst, að morgni hins 16. september síðastl., að Jón Pétur Karlsson, æskumaður á bjartasta blómaskeiði, hefði fallið í sjóinn og drukknað kvöldinu áður. Jón fæddist í Búðakauptúni á Fáskrúðs- firði. Foreldrar hans eru hjónin Karl Kr. Jónsson verzlunarmaður í Keflavík og Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir. Jón var næst- elztur fjögurra systkina. Hann fluttist til Keflavíkur með foreldrum sínum árið 1949 og átti þar heima upp frá því. Að afloknu skólanámi gerðist Jón starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og vann lengst af í þvottahúsinu þar. Hann var snyrtimenni hið mesta, traustur og árvak- ur starfsmaður, enda vel liðinn og vel metinn af samstarfsmönnum sínum. Jón kvæntist hinn 25. des. síðastliðinn Sigurbjörgu Sigurðardóttur frá Borgar- firði eystra. Þau eiga eina dóttur, Ingu Lilju. Leiðir okkar Jóns lágu fyrst saman, er hann hóf fermingarundirbúning sinn. — Hann var þá þegar sem barn dulur og Jón Pétur Karlsson. seintekinn nokkuð skapmikill og skapfast- ur. En við nánari kynni komu einlægni hans og hlýtt hjartalag ótvírætt í ljós. Alla hluti vildi hann vel gera, þess varð ég svo oft áþreifanlega var. Á þessum tímamótum í lífi hans tengdumst við þeim vináttu- böndum, sem óslitin héldust upp frá því. Fyrir þau kynni þakka ég af hjarta við leiðarlok. Bátur sekkur við Stafncs. Að morgni þess 26. október síðastl. sökk 8 tonna vélbátur, Freyja GK 107, rétt utan við Stafnes. Báturinn hafði farið í róður frá Sandgerði þá um morguninn, en litlu síðar varð áhöfnin vör við leka í bátnum, sem ógerlegt var að átta sig á af hverju stafaði, enda ágerðist lekinn mjög fljótt og sökk báturinn á skömmum tíma. Ahöfn Freyju voru aðeins 2 menn, báðir um þrítugt, kvænt- ir og búsettir í Sandgerði. Jón Erlingsson, fjögra barna faðir, og Grétar Sigurðsson, faðir fimm barna. — Er þeir tvímenningamir urðu lekans varir, settu þeir á fulla ferð í átt til næsta vélbáts, Stafness, sem þeir vissu af þar mjög nærri. Ekki höfðu þeir siglt nema stundarfjórðung, er bátur þeirra sökk, og komust þeir það sem eftir var á gúmmíbát Freyju. Rétt eftir að þeim var bjargað upp í Stafnesið, skall á svarta þoka, svo að segja má, að þarna hafi vel til tekizt. Skipstjóri á Stafnesinu er Bragi Eiríksson. Svo er það sagan um sveitabóndann, sem kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn og var þá orðinn aldraður maður. Þegar hann svo sá allan þennan aragrúa af prúðbúnu fólki á einlægu iði um göturnar, varð honum að orði: — Og á hverju lifir svo allt þetta fólk? Og gerir ekki neitt? Sigursœlar sundmeyjar I lok siðasta mánaðar var háð sundmót framhaldsskól- anna og fór keppnin fram í Sundhöil Reykjavikur. Kefl- víkingar sigruðu bæði í yngri og eldri flokki kvenna og myndin er einmitt af báðum flokkunum, tekin i Sundhöll Keflavíkur. Þess má geta, að stúlkur frá Keflavík hafa áður komið við sögu á sund- fótum framhaldsskélanna og verið ósigrandi undanfarin ár. F A X I — 217
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.