Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 61
Jón Pétur Korlsson
FÆDDUR 7. OKTÓBER 1941 — DÁINN 15. SEPTEMBER 1963
Ástvinum hans öllum votta ég mína
innilegustu og dýpstu samúð og bið þess,
að ljós Guðs kærleika megi lýsa upp alla
þeirra framtíðarvegi.
- Bj. J.
„Ungur má, en gamall skal,“ segir gam-
alt íslenzkt máltæki. Þau orð urðu að
áþreifanlegum, nístandi sárum veruleika,
þegar sú fregn barst, að morgni hins 16.
september síðastl., að Jón Pétur Karlsson,
æskumaður á bjartasta blómaskeiði, hefði
fallið í sjóinn og drukknað kvöldinu áður.
Jón fæddist í Búðakauptúni á Fáskrúðs-
firði. Foreldrar hans eru hjónin Karl Kr.
Jónsson verzlunarmaður í Keflavík og
Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir. Jón var næst-
elztur fjögurra systkina. Hann fluttist til
Keflavíkur með foreldrum sínum árið
1949 og átti þar heima upp frá því.
Að afloknu skólanámi gerðist Jón
starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og vann
lengst af í þvottahúsinu þar. Hann var
snyrtimenni hið mesta, traustur og árvak-
ur starfsmaður, enda vel liðinn og vel
metinn af samstarfsmönnum sínum.
Jón kvæntist hinn 25. des. síðastliðinn
Sigurbjörgu Sigurðardóttur frá Borgar-
firði eystra. Þau eiga eina dóttur, Ingu
Lilju.
Leiðir okkar Jóns lágu fyrst saman, er
hann hóf fermingarundirbúning sinn. —
Hann var þá þegar sem barn dulur og
Jón Pétur Karlsson.
seintekinn nokkuð skapmikill og skapfast-
ur. En við nánari kynni komu einlægni
hans og hlýtt hjartalag ótvírætt í ljós. Alla
hluti vildi hann vel gera, þess varð ég svo
oft áþreifanlega var. Á þessum tímamótum
í lífi hans tengdumst við þeim vináttu-
böndum, sem óslitin héldust upp frá því.
Fyrir þau kynni þakka ég af hjarta við
leiðarlok.
Bátur sekkur við Stafncs.
Að morgni þess 26. október síðastl. sökk
8 tonna vélbátur, Freyja GK 107, rétt utan
við Stafnes. Báturinn hafði farið í róður frá
Sandgerði þá um morguninn, en litlu síðar
varð áhöfnin vör við leka í bátnum, sem
ógerlegt var að átta sig á af hverju stafaði,
enda ágerðist lekinn mjög fljótt og sökk
báturinn á skömmum tíma. Ahöfn Freyju
voru aðeins 2 menn, báðir um þrítugt, kvænt-
ir og búsettir í Sandgerði. Jón Erlingsson,
fjögra barna faðir, og Grétar Sigurðsson, faðir
fimm barna. — Er þeir tvímenningamir urðu
lekans varir, settu þeir á fulla ferð í átt til
næsta vélbáts, Stafness, sem þeir vissu af þar
mjög nærri. Ekki höfðu þeir siglt nema
stundarfjórðung, er bátur þeirra sökk, og
komust þeir það sem eftir var á gúmmíbát
Freyju. Rétt eftir að þeim var bjargað upp
í Stafnesið, skall á svarta þoka, svo að segja
má, að þarna hafi vel til tekizt. Skipstjóri á
Stafnesinu er Bragi Eiríksson.
Svo er það sagan um sveitabóndann, sem
kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn og var þá
orðinn aldraður maður. Þegar hann svo sá
allan þennan aragrúa af prúðbúnu fólki á
einlægu iði um göturnar, varð honum að
orði:
— Og á hverju lifir svo allt þetta fólk? Og
gerir ekki neitt?
Sigursœlar
sundmeyjar
I lok siðasta mánaðar var
háð sundmót framhaldsskól-
anna og fór keppnin fram í
Sundhöil Reykjavikur. Kefl-
víkingar sigruðu bæði í yngri
og eldri flokki kvenna og
myndin er einmitt af báðum
flokkunum, tekin i Sundhöll
Keflavíkur. Þess má geta, að
stúlkur frá Keflavík hafa
áður komið við sögu á sund-
fótum framhaldsskélanna og
verið ósigrandi undanfarin ár.
F A X I — 217