Faxi - 01.12.1963, Blaðsíða 65
I
í
I
I
I
i
1
i
I
i
FRÁ MATVÖRUBÚÐUM
KAUPFÉLAGSINS
☆ ☆
Til jólanna
1
1
☆ ☆
JÓLADRYKKIR OG JÓLASÆLGÆTIÐ
Brjóstsykur . Karamellur
Súkkulaði . Konfekt úrvali
Appelsín . Sítrón . 7 up
Coca Cola . Pepsi Cola
Bjór . Pilsner . Mallöl
ALLT í JÓLABAKSTURINN
Pilsbury Best kökuefni, allar tegundir
Pilsbury Best kökukrem
Hveiti . Sykur . Möndlur
Súkkat . Skrautsykur . Krydd allskonar
Bökunardropar
ÁVEXTIR, nýir og niðursoðnir
Vínber . Epli . Appelsínur
Sveskjur . Rúsínur . Döðlur . Fíkjur
Perur . Ananas . Ferskjur . Aprikósur
Blandaðir ávextir . Cocktailber
Dr. Ásmundur Guðmundsson fyrrv. biskup.
Fyrrverandi biskup Islands, dr. Ásmundur
Guðmundsson, hefir sýnt blaðinu þann sóma,
að senda því jólahugleiðingu þá, er birtist á
forsíðu blaðsins, en hann kannast við Faxa,
hefur fengið hann sendan nú um sinn.
í bréfi, er greininni fylgir, kemst biskupinn
m. a. svo að orði um blaðið:
,.Mér þykir einhver heiðríkja vera yfir
Faxa og tel hann vinna gott verk og óska
■honum gæfu og gengis . . .“
Fyrir hönd blaðsins þakka ég þessi hlýju
og fögru orð hins merka og ástsæla kennara
og biskups. Eg var nemandi hans í Kennara-
skóla íslands og mun ávallt minnast hans
sem hins ágætas’ta manns og mikilhæfasta
kennara, sem ég hefi kynnst.
H. Th. B.
í gamla daga, ef svo mætti segja, mætti
maður nokkur eitt sinn ungum pilti og ungri
stúlku á ástargöngu út í Gróf að kvöldi til,
þar sem Dráttarbrautin er nú. Maðurinn var
svolítið glettinn, stoppaði því hjá þeim og
sagði:
— Hvaða ferðalag er á ykkur? Hvað eruð
þið að gera hér?
Þau urðu bæði all vandræðaleg, þar til
pilturinn sagði:
— Hvað við erum að gera? . . . Nú, við
erum bara að taka í nefið bara og svoleiðis
bara.
(★}
Gleðileg jóll
KAU PFÉLAG SUÐURNESJA
—f.
í vinnuflokki nokkrum, nú síðastliðið vor,
urðu allmiklar umræður um alla þessa helgi-
daga og frídaga, þetta væri nú nokkuð mikið
af því góða.
17. júní er nú sá síðasti ,sagði þá einn úr
hópnum.
„Já. . . . Á hvaða degi er hann núna?“
spurði annar.
„Á mánudegi," svaraði hinn.
„Á mánudegi," endurtók sá er spurði og
var hugsi, þar til hann segir:
„Mikið finnst mér það kjánalegt, . . . að
hafa 17. júní á mánudegi.
F AXI — 221