Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 3

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 3
Des.-blað 10 XXIV. ÁR 1964 w ® ® ® ^ ^ W S1 ^ ® w Utan við gistihúsið Jólahugleiðing eftir síra Björn Jónsson „Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu." (Lúk. 2, 7). Betleheni, — fæðingarborg Frelsarans, — var hvorki stór eða fjölmenn — og lét fremur lítið yfir sér. Það, sem helzt hélt nafni hennar á lofti út á við, var, að hún var borg Davíðs, — hins mikla konungs, sem Gyðingaþjóðin virti og dáði. Betlehem var að jafnaði friðsæl borg, og þótti mönnuni gott þar að vera. En árið, sem Agústus keisari lét boð sitt um alls- herjar-skrásetningu út ganga, var friðurinn rofinn. Allir þurftu að láta skrásetja sig á þeim stað, er þeir voru ættaðir frá. Niðjar Davíðs konungs og ættmenna hans voru orðnir margir og dreifðir um ýmsar áttir. Það lá því stöðugur straumur til Betlehem vegna skrásetningarinnar. Fjallaborgin friðsæla var allt í einu orðin iðandi full af framandi, ókunnu fólki, því að ókunnugt var það, þótt það ætti til sömu ættar að telja og heimafólkið. Og þetta aðkomufólk lagði bæinn undir sig að mestu. Gistihiisin voru troðfull, og þar fyrir utan var hver smuga gerð að mannabústað. Fólk mátti vissulega þakka fyrir að fá þak yfir höfuðið. Ung hjón og efnalítil norðan úr Galíleu létu ekki mikið yfir sér í allri þessari mergð og umróti. Ekkert gistihús stóð þeim til boða. Þau urðu að láta sér nægja gripahús, og ekki er ósennilegt, að þau hafi unað því vel — að sumu leyti. Þar voru þau að mestu út af fyrir sig, og það var ekki svo lítils virði. — Þannig orsakaðist það, að undursamlegasti viðburður veraldarsögunnar átti sér stað í gripahúsi, og fáir urðu hans varir nema nokkrir fjármenn, sem töldu sig hafa séð og heyrt undarlega hluti þessa sömu nótt, er þeir vöktu yfir fé sínu úti á völlunum skammt fyrir utan borgina. Að öðru leyti var borgin ósnortin af atburði þessum og vissi raunar varla af hon- um. Lífið gekk sinn gang. Fólkið kom og fór. Allir áttu ann- ríkt, þar til skrásetningunni lolis var lokið og friður ríkti í borginni að nýju. En þá voru ungu hjónin öll á bak og burt með jólabarnið sitt. Þeir fáu, sem höfðu kynnzt þeim, virðast hafa gleymt þeim gjörsamlega. Þanni lítur hún út, umgjörð hinnar fyrstu kristnu jóla- nætur. Vegna erils og umróts varð nálega enginn var við það, sem raunverulega gerðist. Svo háværir geta mennirnir verið. En hinn guðlegi máttur er venjulega hljóður, jafnvel þá, er hann starfar sem mest. Jólin koma til okkar nú eins og brimrót kaupskapar og verzl- unar, fegrunar og skreytingar og margs konar dagamunar. Menn leggja mikið á sig fyrir hver jól. Sjálf hátíðin þarf að vera sem allra glæsilegust hið ytra, og til þess má hvorki spara fyrirhöfn né fjármuni. Mánuði fyrir jól hefst hið tryllta há- tíðakapphlaup. Þreyttir og örmagna komast menn svo í mark á jólunum sjálfum, yfirspenntir á taugum og andlega úr jafn- vægi. Annríki, erill og hátíðabrigði af ýmsu tagi setja allt á annan endann. Vera má, að það sé misskilningur hjá mér, að menn andi yfirleitt léttara, þegar allt þetta er um garð gengið og allt komið i sitt venjulega horf á ný. Þó held ég, að það fari ekki fjarri því — stundum. Dmrót og erill voru umgjörð hinna fyrstu jóla í Betléhem, — og ekki er umrótið minna hjá okkur í dag. Áhugi ókkar fyrir jólunum beinist miklu meira að ytri hlið þeirra en að hinum raunverulega kjarna þeirra. Elann er hljóður og lætur lítið yfir sér. Hann hverfur á bak við ysinn. Við höfum allt of sjaldan tíma til að hugsa um jólin eins og þau raunverulega eru. Við hugsum meira um þau eins og við höfum skapað þau sjálf. Það er okkar stærsta ógæfa, að við erum allt of upp- tekin af eigin dýrð og mikilleika. Dýrð Guðs, — dýrð himn- anna, — hin sanna jóladýrð, sem barnið í jötunni birtir okkur, verður að þoka í okkar eigin skugga. En hitt er jafn satt eigi að síður, og stendur ávallt stöðugt, að hinn ósýnilegi andans himinn, sem hvelfist yfir jörðina við fæðingu Jesú, er milljón sinnum meira virði fyrir okkur, en sú spilaborg tildurs og hégóma, er við hróflum upp sjálf. Eitt af okkar íslenzku skáldum hefir sagt, að jörðin væri hótel og við mennirnir gestir þess. Þetta kann að vera sann- leikur og skáldlega að orði komizt. En hinu verður þó ekki neitað, að margt af því merkasta, sem í veröld okkar gerist, fer fram fyrir utan hótel okkar jarðnesku umsvifa. Hinn yfir- jarðneski heimur Guðs dýrðar er nær okkur en við sjálf höld- um eða gerum okkur grein fyrir. En hann getur einnig verið okkar heimur, ef við látum ekki þann glæsiheim hjóms og hégóma, er við sköpum sjálf, blinda okkur. Dásamlegasti at- burður veraldarsögunnar gerðist utan gistihússins í Betlehem. Dýrlegasta undur jólanna gerist utan gistihúss okkar eigin jarðar, þótt það sé hins vegar ætlað okkur jarðarbörnum, — og okkur gefið af Guðs eilífu náð. En við getum aðeins séð það með okkar innri augum og heyrt það með okkar innri heyrn. Hið sanna jólahald er ekki — og verður aldrei fólgið i umsvifum og ytri glæsibrag, heldur í því að sjá og hlusta í hljóði, eins og lítið barn við móðurkné. Ef við lærum það, þá munum við skilja, að hin sönnu jól eru langtum yfiriætis- lausari en við sjálf. En yfirlætisleysið er einkenni hins aðal- borna og hreina. Ef við getum lært að taka á móti jólunum, lifa þau og elska þau t þeirri mynd, þá höfum við um leið futidið lykilinn að hamingju jólanna, og getum af öllu hjarta tekið undir með lárviðarskáldinu og fagnandi hrópað: „Fyrir hálmstrá Herrans jötu frá hendi ég öllu: lofti, jörðu og sjá." Góður Guð gefi okkur slíka jólagleði og hin sönnu jól — fyrir utan ysinn og óróann, — glysið og glauminn. Hann gefi þér — í Jesú nafni: Gleðileg jól. w 3$ 48 <2$ aj 45 48 48 48 $ $ 45 fi* 48 3$ 48 48 3$ 48 6*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.