Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 61

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 61
PÉTUR BJARNÁSON FRÁ HÁKOTI Pétur Bjarnason frá Hákoti í Njarðvík- urn suður, var einn af merkustu bændum á Suðurlandi á síðari hluta 19. aldar. Hann bjó þó aðeins 20 ár, frá 1864 til 1884, á smábýli. En hann gerði þar þau mann- virki og bjó því rausnarbúi, að býli hans var líkast vel setnu höfðingjasetri. Hann reisti þar íbúðarhús úr timbri, með þeim fyrstu í því héraði utan kauptúna, svo og öll önnur bæjarhús og peningshús, hlöður, sjómannahús, geymsluhús heima og við sjó, fiskihús o. fl., öll vönduð, ýmist úr timbri eða með grjótveggjum og torfþaki (járnþök þekktust þá ekki). Ennfremur byggði hann: skiparétt úr grjóti fyrir 8 skip og báta, bryggju úr grjóti og timbri (30x3 álnir), skipaklöpp (bólverk) úr grjóti og timbri til varnar gegn sjávargangi, 90 álna langa, sjávargarð úr grjóti með- fram allri jörðinni sjávarmegin, steinstétt kringum öll heimahúsin, matjurtagarða, safnforir o. fl. Túnið sléttaði hann því nær allt, og lendingu jarðarinnar bætti hann með mjög miklum kostnaði. Sjómennsku stundaði Pétur með fram- úrskarandi dugnaði, var formaður frá því er hann var 15 ára, aflaði með þeim beztu °g kenndi mörgum sjómennsku, er síðar urðu góðir formenn. Hann var manna fremstur með allar björgunartilraunir, og bjargaði sjálfur oftar en einu sinni. Hann lét smíða 5 vönduð skip, varð fyrstur til að smíða áttæring fyrir sunnan Hafnar- fjörð og stundaði fyrstur manna siglingar 1 sunnanverðum Faxaflóa. Þá er hann lét af búskap, hafði hann róið samtals 2450 sjoróðra og farið 137 lengri sjóferðir. Aldrei hlekktist honum á í öllum hans sjóferðum. Þegar snemma á búskaparárum Péturs, veitti Húss- og bústjórnarfélag Suðuramts- lns honum 20 rd. verðlaun „fyrir sérlegan ^ugnað til sjós og lands.“ A síðari árum sínum sótti hann um heiðurslaun af vöxtunum af styrktarsjóði Kristjáns konungs 9.; en þrátt fyrir það, þó að það væri kannast við, að hann væri slíks maklegur, varð þó ekki úr því, að hann fengi þau, — mun hafa þótt of seint. Hreppstjóri var Pétur í 10 ár, og síðan hreppsnefndarmaður meðan heilsa hans leyfði. Sýndi hann þar dugnað sem annars staðar, samfara stökum lipurleik. Pétur var fæddur í Hákoti 13. nóv. 1835 °g olst þar upp með föður sínum. Hann Var snemma hinn mesti atgjörvismaður, Pétur Bjarnason. sem meðal annars má sjá á því, hve ungur hann varð formaður. En eigi tók hann við búsforráðum fyrr en hann var kominn undir tvítugt. Hann var kvæntur Krist- ínu Jóhannsdóttur, prófasts í Hruna. Áttu þau 10 börn, og náðu 4 þeirra fullorðins- aldri. Búskap sinn byrjaði Pétur með fremur litum efnum. En þrátt fyrir öll þau miklu og kostnaðarsömu mannvirki, er hann lét gera, framúrskarandi rausn og hjálpsemi við alla, sem til hans leituðu, og mikla ómegð, græddist honum vel fé, og var hann jafnan góðum efnum búinn meðan hann bjó, enda var hann þá mjög reglu- samur í hvívetna. A búskaparárum sínum galt hann samtals kr. 390,47 á manntals- þing, en kr. 1029,67 til sveitar. En sjaldan hefir hamingjuhjólið reynzt svo valt sem hér, og á skömmum tíma lagðist þetta blómlega heimili að kalla mátti í auðn. Arið 1884 missti Pétur konu sína og um sama leyti sýktist hann af geðveiki. Heimilið varð þegar upptækt; börnin, sem þá voru flest ung, voru tekin burt; og með efnin fór svo, að þau gengu til þurrðar á skömmum tíma. Þessi veik- indi hans stóðu í 7 ár, og er þeim linnti var allt farið, en hann þá svo kominn að aldri og kröftum, að hann treystist ekki til að byrja á nýjan leik, enda var heilsan alltaf nokkuð vangæf upp frá því. Hann vann þó fyrir sér og var oft í siglingum. í nokkur ár var hann umsjónarmaður með farþegum á strandferðaskipum, og eitt sinn komst hann til Khafnar. A einni af þessurn ferðum sínum sýktist hann af lungnabólgu. Hann var þá staddur á Akur- eyri, lagðist þar á spítala og dó þar eftir stutta legu, 27. júní 1899. Pétur var hár maður vexti, gervilegur á velli og fríður sýnum, hreinn á svip og hreinn í lund. Hann var vel greindur maður og nokkuð „lesinn", en eigi hafði hann verið settur til mennta í æsku. Hann var glaðlyndur mjög, meðan hann naut sín, og manna skemmtilegastur í umgengni. Studdi það, ísamt gestrisni hans, greiða- semi og góðvild, að þeim óvenjulega miklu vinsældum er hann naut víðsvegar, sér- staklega á velgengnisárum hans, en einnig síðar hjá þeim, er bezt þekktu hann. I vott- orði því, er fylgdi umsókn hans um kon- ungsverðlaunin — og flest um fram- kvæmdir hans er hér tekið úr — kváðu 2 merkir nágrannar hans svo að orði, „að hann hefði alla tíð í öllu tilliti reynzt ein- hver mesti og sannasti heiðursmaður, sem þeir hefðu þekkt.“ Börn Péturs, sem fullorðinsaldri náðu voru þessi: Jóhann Páll sýslumannsskrifari á Stórólfshvoli, Bjarni kennari á Þingeyri við Dýrafjörð, Helga kona Arna organista Eiríkssonar í Rirna við Selárdal og Guð- ríður ógift í Oddgeirshólum í Flóa. V. B. (Óðinn, ágúst 1908). Skrítlur Dómarinn: „Þér hafið þá ekki ætlað að berja manninn yðar?“ Konan: „Jú, en ég ætlaði ekki að brjóta stólinn.“ Óli: „Hefir þú heyrt það, að í Ameríku fæddist nýlega drengur, sem var svartur yfir hálfan líkamann?" Pétur: „Nei, það er hræðilegt. En hvernig var þá hinn helmingurinn á litinn?“ Óli: „Hann var líka svartur." Borgarbúi: „Hefir verið mikill snjór hjá þér í vetur?“ Sveitabóndi: „Ó, já. En það var samt miklu meiri snjór hjá honum nágranna mínum.“ Borgarbúinn: „Hvernig stóð á því?“ Bóndinn: „Jörðin hans er miklu stærri en „ ' U min. Hr. A.: „Það eru ljótu vandræðin þetta með vatnsleysið hérna í bænum. Eg býst við að það endi með því, að maður fái alls ekkert vatn.“ Frú B.: „Já, það segið þér vissulega satt. Við verðum að nota sama vatnið mörgum sinnum.“ Ungfrú C.: „Þið notið það þó vonandi fyrst til drykkjar.“ F A XI — 213 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.