Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 45

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 45
Aðfangadagurinn hans Karls Þessi ágæta barnasaga, sem er skrifuð fyrir Faxa, er eftir ungan kennara í Keflavík, Garðar Ó. Schram, sem er yngri lesendum Faxa hér í Keflavík að góðu kunnur fyrir ágætt kennslustarf sitt hér. Garðar er fæddur í Reykjavík 9. febr. 1932, sonur hjónanna Stefaníu Lárus- dóttur og Ólafs A. Schram húsgagna- smíðameistara. Garðar lauk kennaraprófi frá Kenn- araskóla íslands vorið 1956. Kenndi 2 fyrstu árin við Austurbæjarskólann í Reykjavík. Þá kenndi hann 1 ár á Suður- eyri við Súgandafjörð. Réðst þá sem skólastjóri hingað suður í Hafnir og kenndi þar eitt ár, en hefir nú fjögur undanfarin ár verið kennari við barna- skóla Keflavíkur. Blaðið kann Garðari beztu þakkir fyrir hina fallegu sögu, sem hér birtist á prenti í fyrsta sinn. Ritstj. Karl var niðurlútur, þar sem hann stóð fyrir framan dyrnar, hjartað hamaðist í brjósti hans. Var það af reiði eða skömm? Þeim systkinunum hafði lent saman út af litakassa, sem mamma þeirra hafði keypt nanda þeim í gær. Vala systir hans sat nú inni í stofu og grét. Hann vildi helzt ekki hugsa um það, heldur kreppti aðeins hnefana í illsku. Hún átti ekkert með að hafa litina ein. Hann átti þá einnig. Og þannig hafði þetta allt saman byrjað. Hann hafði alls ekki ætlað að slá hana, en svona var það nú samt. Mamma hafði komið, — ekki reið, — heldur ásakandi, tekið í öxlina á honum og farið með hann út, án þess að segja eitt einasta orð. Það þótti honum verst af öllu. Hann hefði helzt viljað, að hún hefði skammað hann duglega. Hvers vegna þurfti þetta nú endilega að koma fyrir í dag, á sjálfan aðfangadag jóla? Karl rölti fram og aftur fyrir framan lagreista húsið, þar sem hann átti heima. Frostið beit hann í eyrun og honum var ek'kert of heitt á fótunum. Út undan sér sa hann fólk hraða sér eftir götunni, hlaðið pmklum og töskum. Jólagjafir, á því var enginn vafi. Dásamlegir hlutir vafðir í skrautlegan pappír. Mikið ættu þeir gott, sem fengu allar þessar gjafir. En hvað tneð hann sjálfan? Karl leit í áttina til eldhúsgluggans. Hann sá móður sinni bregða fyrir þar mni. Oll reiði var horfin úr huga hans. Hann mundi, hvað hún hafði sagt við þau Völu einn daginn, að gjafir yrðu nú ekki miklar þessi jólin, þau vissu það bezt sjálf. Karl fékk eins og sting fyrir hjartað og augun urðu rök. Pabbi þeirra var búinn að liggja á sjúkrahúsi í rúman mánuð og 'kæmi ekki heim fyrr en eftir áramót. Mamma þeirra hafði orðið að fá sér vinnu úti í bæ, til þess að eiga fyrir brýnustu þörfum þeirra. Já, Karl gerði sér það ljóst, að sjálf jólin yrðu dauf í þetta sinn. „Kalli, þú átt að koma inn, og búa þig, við erum að fara.“ Vala stóð í dyrunum og leit í áttina til hans. Karl hrökk við, hann hafði alveg gleymt sér við hugrenningar sínar. Hann leit skömmustulegur á Völu systur sína, um leið og hann smeygði sér inn um gættina. „Kalli,“ sagði hún lágt, „ég er ekkert reið við þig. Þetta var allt saman mér að kenna. Eigum við ekki að vera vinir aft- ur?“ Vala rétti fram 'höndina. Karl leit á systur sína. Hún var alltaf svo góð, miklu betri en hann. „Jú, Vala mín, hérna er höndin upp á það.“ Þau tókust í hendur og leiddust síðan inn. „Þú mátt eiga litina ein, Vala,“ hvíslaði hann að henni. „Nei, þú,“ sagði hún og brosti, en nú skulum við fara inn, mamma bíður.“ Sigríður móðir þeirra leit rannsakandi til þeirra, er þau 'komu inn. Það var eins og birti yfir henni, þegar hún sá brosleit andlit þeirra. „Kalli minn, fötin þín eru þarna á rúm- inu.“ Karl leit á móður sína, hann sá að hún brosti, og honum létti ósegjanlega. „Flýttu þér nú, við erum næstum til- búnar,“ sagði hún um leið og hún brá sér fram. Hann lét hendur standa fram úr ermum. Buxur, skyrta, bindi, sokkar, skór. Og að stundu liðinni var allt tilbúið. Það var farið að bregða birtu, er þau komu til sjúkrahússins. Götuljósin vörpuðu fjör- legum bjarma út í náttmyrkrið og mynd- uðu óteljandi lýsandi kristalla á fannbreið- unni, er lá yfir öllu, og stjörnurnar tindr- uðu á himinhvelfingunni. Karli var svo létt um hjartaræturnar, þar sem hann leiddi litlu systur sína eftir götunni, að hann laumaði hendinni í lófa móður sinn- ar. I dag gerði það ekkert til, en venju- lega hliðraði hann sér við því, honum fannst sem hann væri orðinn of stór til þess. Ellefu ár voru nú nokkuð hár aldur miðað við Völu, sem var ekki nema sjö ára. Hann fann, að móðir hans tók þétt í hendi hans og hlýjan streymdi frá henni. Mamma var alltaf svo góð við hann. Það vissi hann, að þau áttu beztu mömmu, sem til var í heimi. Á sjúkrahúsinu var notalega heitt eftir frostbitruna úti. Þau skildu yfirhafnirnar eftir niðri, og héldu síðan áfram upp á næstu hæð, þar sem pabbi lá. Grenigrein- um hafði verið komið fyrir uppi á veggj- unum með vissu millibili. Grænn litur þeirra jók á hátíðleikann og friðinn, sem þar hvíldi yfir öllu. „Þarna er stofan, sem pabbi er í,“ sagði Vala í hálfum hljóðum. Karl fann, að henni var eins innan brjósts og honum. Dyrnar voru opnar og þau gengu öll inn. Vala fyrst og hin á eftir. Pabbi brosti glaðlega, þegar hann sá þau, augnabliki síðar stóðu þau við rúmið hans. Þau heilsuðu honum öll með kossi. Vala blátt áfram vafði sig upp að honum, en Karl kunni einhvern veginn ekki við það, hann var hlédrægari. „Ert þú ekki alltaf sami góði strákur- inn, Karl?“ sagði pabbi hans, tók undir hökuna á honum og horfði í augu hans. Karl leit í augu föður síns, en festi síðan augun á koddann, sem höfuð föður hans hvíldi á. Það var Vala, sem bjargaði hon- um úr klípunni. „Pabbi, hann Kalli er bezti bróðir í heimi,“ sagði hún áköf, „og hann er alltaf að hjálpa mömmu.“ Pabbi hans klappaði honum á kollinn, og Karl fann, að það komu tár í augun á honum. Eftir þetta var eins og losnaði um allt, og þau töluðu um alla heima og geima unz tíminn var úti. Þá sagði mamma ofur rólega: „Heyrðu Vala mín, varst þú ekki með eitthvað handa honum pabba þínum?“ Vala roðnaði. Hún hafði alveg gleymt sér. Kjáninn hún, að muna ekki eftir gjöf- inni, sem þau ætluðu að gefa honurn. Hún flýtti sér að ná í pakkann, sem hún hafði komið með í töskunni og rétti föður sín- um, svolítið skömmustuleg. „Hérna pabbi,“ sagði hún ívið roggin. „Við keyptum þetta fyrir aura, sem við FAXI — 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.