Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 9

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 9
Framfarir yið sjávarútyeginn Spjallað við Margeir Jónsson, útgerðarmann. Við jarðarbúar, sem lifum á öld hraðans og tækninnar, þar sem allt er á fleygiferð og afkastamöguleikar aukast með degi hverjum, höfum fengið til úrlausnar ný vandamál, að búa svo um hnútana, að hinar nýju, stórstígu framfarir komi að sem fyllstum notum, án þess að raska því jafnvægi hlutanna, sem fyrir var. Og lausnarorðið í dag er: hagrceðing. Þetta nýyrði tungunnar hljómar nú á hvers manns vörum og á öllum sviðum þjóð- lífsins er það notað yfir hvers konar verk- legar framfarir, vinnutilhögun og áætlanir. Hér í Keflavík eins og annars staðar, er vinnuhagræðing að komast á góðan rek- spöl og gengur fiskiðnaðurinn þar á undan með góðu eftirdæmi. I tilefni af framansögðu hitti ég nú á dögunum Margeir Jónsson, útgerðarmann, einn af blaðstjórnarmönnum Faxa, en hann er umsvifamikill athafnamaður eins og kunnugt er, bæði við fiskveiðar og fisk- verkun, og einn þeirra, sem að undan- förnu hafa verið að bjóða hagræðingunni heim í híbýli sín. — Viltu segja lesendum Faxa frá ný- ungum á sviði sjávarútvegsins, Margeir? — Já, mér er ljúft að verða við þeirri ósk blaðsins, að svo miklu leyti, sem ég get, og mun ég þá í fyrsta lagi ræða nokk- uð um þá breytingu, sem orðið hefir á veiðitækni fiskveiðiflotans okkar, bátun- um. Er ekki langt að minnast þess, er síld- veiðar voru hér sunnanlands eingöngu stundaðar með reknetum og aðal uppi- staðan í þorskveiðum voru línuveiðar. A þessu hefir nú orðið mikil breyting og þá fvrst og fremst vegna hinna ört stækkandi skipa, en eins og kunnugt er, hafa bátar nú að undanförnu naumast verið byggðir undir 200—250 tonnum. Þessi skip veiða nú með mjög stórum sildarnótum og svo hafa þau einnig byrjað að nota þorskanót, sem fljótlega vakti miklar vonir og reyndist afar vel á siðustu vetrarvertíð, en þá barst gífurlegur þorsk- afli á land fyrir tilverknað þessarar nýju veiðitækni. — Hvernig tekst svo til um hagnýting þessa mikla afla? — Á síðustu vertíð tókst það misjafnlega og veldur þar fyrst og fremst að móttakan i landi hefur enn ekki verið bætt að sama Margeir Jónsson. skapi og afköst skipanna hafa vaxið. Á meðan línuveiðar voru aðaluppistaðan í þorskveiðunum var afli bátanna að meðal- tali frá 5 og upp í 12 tonn í róðri, þegar bezt gekk, og þá voru sveiflunar líka við- ráðanlegar, sVo að það gekk nokkuð vel að afgreiða þennan afla, 'hvort heldur var til saltfiskverkunnar eða til frystihúsanna. Sama var að segja um síldveiðarnar, Bát- arnir fengu þetta frá 50 og upp í 200 tunn- ur í lögn og var hægt að staðsetja verkun- ina þannig að nokkurn veginn var hægt að anna þessum afla. Nú, aftur á móti, þegar þessar veiðar hafa tekið svo stóraukna tækni í þjónustu sína, kemur nýr og mikill vandi, hvernig bezt sé að hagnýta aukinn afla með eðli- legum hætti. — Og hvaða úrræði eru þá fyrir hendi? — Ja, þá er það véltæknin og vinnu- hagræðingin sem koma til sögunnar og sem við verðum að taka meira en verið hefir í þjónustu fiskverkunarinnar, ef vel á til að takast. Frystihúsin hafa á undanförnum árum verið að smáauka sína hagræðingu og tekið í þjónustu sína ýmsar vélar til þeirra hluta enda er hraðfrystihúsareksturinn nú kominn nok'kuð vel á veg með þessa starf- semi. Hins vegar var síldarsöltunin og saltfiskverkunin, a. m. k. hér f Keflavík, mjög skammt á veg komin, þar til nú í haust, að, ýmis fyrirtæki hér í bænum hafa komið sér upp vélahagræðingu eða véla- tækni til saltsíldarverkunar. Tvö fyrirtæki byrjuðu reyndar á þessu í fyrra og gafst það svo vel, að nú hafa flest allir, sem salta hér síld, reynt að fara þá leið, að ná til sín vélum, „sorteringavélum“ er skilja smásíldina frá, eða þá síld, sem ekki er hægt að hagnýta til söltunar. Þá hafa enn- fremur verið sett upp færibandakerfi í húsunum og rennur nú síldin eftir þessum böndum í kassana, í staðinn fyrir að áður var þetta flutt upp í tunnum og síldinni þá hellt úr tunnunum í kassana hjá stúlk- unum. Var þetta bæði erfitt og seinlegt verk, og hefir því sú breyting, sem þessi nýja færibandatækni veldur, létt störfin og hjálpað mikið upp á starfsemina í heild, auk þess sem hún sparar menn við síldar- söltunina. — Kostar þetta ekki stórfé? — Vitanlega kostar það stórfé að koma upp slíkri véltækni, og það er mikið vanda- mál, að ekki skuli nú þegar vera búið að koma upp einhverri stofnun, sem hafi það hlutverk, að veita mönnum lán til nokkurra ára í þessar framkvæmdir. Enn- þá hefir ek'ki nein slík stofnun verið sett á laggirnar, er sinni þessari brýnu lands- fjárþörf. Hins vegar hefir Fiskimálasjóður hlaupið undir bagga og reynt að hjálpa mönnum um nokkrar fjárupphæðir, þegar byggð 'hafa verið fiskverkunarhús og eins þegar þau hafa verið endurbætt og löguð, til frekari starfsemi í sambandi við þessa fiskverkun. En við gerum okkur vonir um að þessari lánastofnun verði bráðlega upp komið og að þar geti menn fengið lán til hagræðingar og vélakaupa fyrir sjávarútveginn og fiskiðnaðinn í landinu. En það er hlutur sem verður að gerast, því við blátt áfram komumst ekki hjá því að vélvæða þessi þýðingarmiklu störf engu síður en önnur tæknileg störf í þjóð- félaginu. — Jú, rétt er nú það, en segðu mér, Margeir. Þú nefndir áðan, að endurbyggja þyrfti sum gömlu húsin. Hefir þú trú á að það borgi sig að endurbyggja þau fyrir þessa stórauknu starfsemi? — Vissulega duga þau fæst óbrevtt og svo léleg geta þau verið eða lítil, að það svari illa kostnaði að byggja við þau, en samt sem áður er það nú staðreynd, að eins og nú er, reyna flestir að endurbæta hús sín, byggja við þau og breyta þeim til að koma fvrir þessum nýja vélaútbúnaði. Hins vegar 'hafa ýmsir nú nýlega byggt FAXI — 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.