Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 6

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 6
hans 'kaupmannshjónin Arnór Gunnar- sen og Elen Gunnarsen, svo ritað þá að dönskum sið. Síðar var Arnór kaupmaður í Reykjavík, d. 4. okt. 1851. Hann var bróðir Kristínar, konu séra Snorra prests að Desjarmýri Sæmundssonar. Elín, kona Arnórs, óist upp í Hafnarfirði hjá mad- ame Rannveigu Sívertsen, en Þórður Sigurðsson, faðir Elínar, var verzlunarstjóri fyrir verzlun Bjarna riddara, en þau Þórður ur og Rannveig voru systkinabörn. (Sýsl. III, 146). Gunnar í Njarðvík var fóstur- sonur Sgr. Péturs Jónssonar og 'konu hans Arnleifar Pétursdóttur í Höskuldarkoti. Dóttir Ingigerðar, Oddbjörg Kristín Bjarnadóttir, mun hafa verið heitbundin Gunnari, er þau settu bú saman í Ytri- Njarðvík 1862, en af einhverjum óþekktum orsökum, giftust þau ekki. Var hún ávallt rituð ráðskona á manntalsbækur, meðan þau bjuggu saman, en Gunnarsen lézt 2. maí 1890. Ég heyrði Keflvíkinga oft minnast á Gunnarsen. Einkum voru lífseigar minn- ingar um glettni hans og gamansemi. Þá var verzlunarstjóri fyrir Knutzsonverzlun í Keflavík Olafur Norðfjörð, sem líka var glettinn. Var þeim Gunnarsen vel til vina, Oft fóru á milli þeirra sendimenn með ýmiskonar stórfréttir, sem þeir bjuggu til í það og það s’kiptið. Einu sinni sendi Gunnarsen til Norðfjörðs í versta veðri með boð um, að stórt og mikið skip væri strandað suður í Höfnum. Norðfjörð brá við, lét leggja á hesta sína og reið af stað. Kom hann við í Ytri-Njarðvík og fékk Gunnarsen til þess að verða samferða suður í Hafnir. Riðu þeir sem mest þeir máttu í ófærð og illviðri, unz þeir komu í Kirkjuvog, en þar var allt með kyrrum kjörum og minntist enginn á skipsstrand, Norðfjörð ekki heidur. Hann snéri ferð- inni upp í verzlunarerindi, en það hafði Gunnarsen þótt hábölvað. I annað skipti, að vorlagi sendi Gunnar- sen boð með sérstökum sendimanni um, ð smalamaður sinn, sem nýkominn var -■'mnan úr heiði hefði séð siglingu í Mið- nessjó. Mundi það vera Keflavíkurskip. En sigling var þá engin komin. Þá brugðu allir kaupmenn í Keflavík við og sendu sameiginlega upp á Háaleiti, en þaðan sést suður af út á Miðnessjó. Þar sást þá ekkert skip. Þessa sendiferð var Gunnarsen ánægður með. Dóttir þeirra var Ingigerður Gunnars- dóttir, fríð !kona og einkarprúð. Hún giftist 1891 Stefáni Erlendssyni, er þá varð bóndi í Ytri-Njarðvík. Hann var formaður og aflasæll, lag- legur maður og lipurmenni. Dóttir þeirra Kristín Oddbjörg, var falleg stúlka, giftist Helga Olafssyni trésmíðameistara í Hafn- arfirði. Attu þau einn son, Kristinn Stef- án, er hún dó að 10. nóv. 1914. Sonur Ingi- gerðar og Stefáns, er Guðmundur, sem er búsettur í Ytri-Njarðvík. Yngst barnanna var Ingibjörg dáin 1961. Samtímis Ingigerði og Stefáni, bjuggu í Ytri-Njarðvík, langa ævi, merkishjónin Oddbjörg Þorsteinsdóttir og Jónas Jónas- son. Verður þeirra 'hjóna ekki frekar getið hér, en Böðvar Magnússon á Laugarvatni hefur í bók sinni Undir tindum, skrifað skemmtilega um Jónas og heimili hans, er þá var í Stapakoti, bls. 168—181. Einnig er þeirra Njarðvíkinga minnzt vel og verðskuldað í bó’k Theodórs Friðrikssonar I verum, bls. 549—565. Þetta voru síðustu bændurnir í Ytri-Njarðvík. Nú er Njarð- víkurtorfan orðin að kaupstað með götum og fínum húsum, en fallegt var að líta heim að Ytri-Njarðvík og býlunum þar í kring, með vel hirtum túnum og kletta- bryddingu, sem nam við sjó og fjöru. Karlakór Keflavíkur. Kórinn hélt nýlega aðalfund sinn og var þar gerð grein fyrir starfsemi hans á s.l. ári, sem var bæði mikil og góð. Kórinn hélt nokkra samsöngva i Keflavík við hinar ágætustu undirtektir. A aðalfundinum var kórnum kosin ný stjórn, sem er þannig skipuð: Haukur Þórðar- son formaður, Arni Olafsson ritari, Magnús Guðmundsson gjaldkeri og meðstjórnendur Garðar Pétursson og Bergsteinn Sigurðsson. Sú nýlunda hefir verið upp tekin, að á þessu ári munu syngja með kórnum um 30 konur úr Keflavík og verður kórinn því að nokkru leyti blandaður kór, en hann mun þó hér eftir sem hingað til, einnig syngja sjálfstætt. Æfingar eru þegar hafnar og er söngstjór- inn sami og áður, Herbert Hriberschek Agústsson og raddþjálfari hefir verið ráðinn Vincenzo M. Demetz. Nánar verður frá starf- semi kórsins sagt eftir áramótin. Flugfélagið auðveldar skólafólki ferðir heim um jólin. Flugfélag Islands hefir um margra ára skeið haft þann hátt á, að veita skólafólki af- slátt af fargjöldum innan lands um hátíðarn- ar og auðvelda þannig þeim, sem stunda nám við skóla fjarri heimilum sínum, samvistir við ættingja og vini á sjálfri hátíð heimilanna, jólunum. <><><><<><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><><>^^ Tek að mér hópferðaakstur í lengri og skemmri ferðir. Hef 26 manna bíl. — Einnig, ef um stærri hópa er að ræða, útvega ég bíla af beztu gerð. Pantið tímanlega. — Upplýsingar í síma 1876. JÚLÍUS KRISTINSSON Kirkjuteigi 7. <<<&S»$<*S><><<><<><><><><>><><><<<><<><><><><><><><><><><><><><><>^^ CVO«'<í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.