Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 49

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 49
Sjö sinnum níu og sjö sinnum ótta Saga fyrir börn. Ása kóngsdóttir kom á harða hlaupum út í hallargarðinn. Hárið hennar flaksaðist í allar áttir. Henni hafði legið svo mikið á að komast út, að hún gleymdi að setja á sig hattinn. Oll blómin í hallargarðinum hrópuðu: „Líttu á okkur! Finnurðu ilminn, sem angar af okkur?“ En kóngsdóttirin lét sem hún sæi þau ekki. Hún þaut eins og ör ofan tröðina, opnaði hliðið og skellti grindinni hrana- lega á eftir sér. Hún gekk veginn, sem lá meðfram skemmtigarðinum. Það var þjóðvegurinn. Það var mikill asi á henni. Að baki henn- ar var konungshöllin með öllum sínum turnum og kvistum. Rúðurnar glitruðu, og það glampaði á þökin. Það var nú sjón í sólskininu! En Ása kóngsdóttir veitti þessari dýrð enga athygli. Hún leit aldrei við. Hún var reið, reglulega reið. Og þetta var allt margföldunartöflunni að kenna. Hún var svo erfið. Einkuin voru það þó tvær tölur, sem henni fannst erfitt að aðgreina og muna. Og það voru þessar alkunnu tölur: 6 X9 og 7 X 8. Þessar tölur þekkja allir, sem þurfa á annað borð að læra margföldunartöfluna. Og það eru fleiri en Ása kóngsdóttir, sem eiga erfitt með að aðgreina þær. Ása var satt að segja farin að halda, að ómögu- legt væri að læra þessar tölur, fyrst henni tókst það ekki. Og svo var þetta nú líka kennaranum að kenna. Það var svo sem auðvitað. Hvers vegna gat hann ekki sagt: „Kóngsdótt- trin þarf ekki að leggja það á sig að læra þetta.“ Nei, hann var nú ekki alveg á því. Aftur á móti setti hann henni fyrir að læra margföldunartöfluna — og læra hana nú vel. Það var rétt eins og hún væri það eina nauðsynlega. Ása kóngsdóttir 'hafði kvartað yfir þessu við kónginn, sem var pabbi hennar. Henni fannst hún vera jafn nær, hvort hún kynni þessar tölur eða ekki. En kóng- urinn var nú ekki á sama máli. Honum fannst það hreint ekki sæma kóngsdóttur, að vera svo fákunnandi. ]á, hvað var þá eiginlega varið í það að vera kóngsdóttir, þegar ómögulegt var að komast undan neinu sem var leiðin- legt? Ekki tók betra við, þegar hún kom til drottningarinnar, sem var mamma henn- ar. Hún sagði Ásu dóttur sinni, að allir þegnar konungsríkisins yrðu að læra marg- földunartöfluna. Undan því gæti enginn komizt. Var þá ekki hægt að komast áfram í heiminum án þess að kunna margföld- unartöfluna? Jú, fyrir alla muni. Ása kóngsdóttir vildi ekki sætta sig við annað. Henni fannst það hlyti að vera margir til í heiminum, sem ekki kynnu margföld- unartöfluna og kæmust þó mæta vel af. En pabbi og mamma urðu auðvitað að vera á sama máli og kennarinn. Það var greinilegt. Allra helzt fyrst þau áttu nú að heita konungshjón. En nú ætlaði hún að fara leiðar sinnar. Það væri jafngott þó að þau findu, hvernig það væri, að missa litlu konungsdótturina af heimilinu. Hún ætlaði að fara út um víða veröld og hitta menn að máli, sem aldrei höfðu lært margföldunartöfluna. Er Ása kóngsdóttir hafði gengið góða stund, bar hana þar að, sem drengur nokk- ur var að höggva við í eldinn. Hann var fátæklega til fara. En gleðin skein út úr honum og hraustur var hann að sjá. Og hann söng og trallaði við verk sitt. Hann einhendi öxina og klauf og klauf kubb- ana af svo miklum krafti, að flísarnar fuku í allar áttir. Kóngsdótturinni fannst þetta duglegur snáði. Og henni þótti gaman að sjá, hve knálega hann beitti öxinni. En ekki kunni hann margföld- unartöfluna. Það var fráleitt. „Veiztu, hvað 6 X 9 er mikið?“ spurði hún allt í einu. Drengurinn 'hætti að syngja í miðri vísu. „54“, sagði hann án umhugsunar. „Þó að maður 'kynni nú svona lítið.“ „Svona lítið". Það var eins og kóngs- dótturinni hefði verið gefinn löðrungur. Hún vatt sér á hæl og labbaði snúðugt af stað, án þess að kveðja drenginn. Ekki hafði hún lengi gengið, er hún kom að laglegum kofa. Við kofann stóð kona og var að gefa hænsnum. „Góðan daginn, kona góð!“ sagði kóngs- dóttirin. „Veizt þú, hvað 7 X 8 er mikið?“ „O, ætli það ekki,“ sagði gamla konan. „Eg ætti líklega að vita það, að ef ég tek frá 8 egg á dag, þá verða það 56 yfir vik- una. Þetta á ég nú að geta reiknað og meira til. Enda kemur það sér nú betur, svo mikið, sem ég sel af eggjum.“ Kóngsdóttirin blóðroðnaði og hypjaði sig á braut. Það var eins og öllum væri svo uppsigað við hana þennan dag. Hvers vegna þurftu allir að ergja hana. og reita til reiði? Er hún hafði gengið kippkorn, hnaut hún um eitthvað, sem lá í grasinu rétt við veginn. Var þetta maður, eða hvað? Jú, svo átti það að heita. Þetta var langur og mjór drengsláni, sem svaf þarna eins og rotaður selur. Það var furðulegt, að enginn skyldi vera búinn að aka yfir hann. Kóngsdóttirin komst í mestu vandræði. Hún vissi ekkert, hvað hún átti að taka til bragðs. En í þessu gekk ung stúlka þarna fram hjá. „Líttu bara á,“ sagði kóngsdótdrin við hana. „Hér liggur drengur sofandi. Og það er ekkert líklegra en einhver kunni að aka yfir 'hann í ógáti. Hann hlýtur að vera veikur.“ „Onei, það held ég nú ekki,“ sagði unga stúlkan og hló. „Þetta er hann lati Palli. Hann á heima hérna nálægt. Það gengur ekkert að honum. Hann er bara svo hræði- lega latur. Ég held, svei mér, að hann nenni varla að anda, nema af því að hann má til. Hann hefir aldrei viljað gera ærlegt handarvik. Hann hefir ekki einu sinni nennt að læra margföldunartöfluna í skól- anum. Já, hann er svona latur . . .“ Ása kóngsdóttir kærði sig ekki um að heyra meira. Hún tók til fótanna og hljóp heim á leið. „Bara að enginn hafi nú saknað mín,“ hugsaði hún, er hún læddist heim að höll- inni. Og það hafði reyndar enginn saknað hennar. , Það er ekki gott að segja, hvort það hefir verið þessu ferðalagi að þakka, eða hvort kóngsdóttirin hefir lesið með meiri athygli en venja hennar var. En svo mikið er víst, að nú gekk það eins og í sögu að læra sex sinnum níu og sjö sinnum átta. Og hún mundi það alla sína ævi. Þið getið ekki trúað því, hvað það var gaman í skólanum daginn eftir. Kennar- inn var auðvitað hrifinn af því, hvað kóngsdóttirin var dugleg. Hans hádgn, faðir hennar, hældi henni upp á hvert reipi. Og drottningin, móðir hennar, lauk lofsorði á dugnað hennar. Og vegna þess, að hún var svona dugleg, fékk hún meira frí en vanalega. Þá lék hún sér við blómin í jurtagarðinum. En stundum hugsaði kóngsdóttirin, þegar henni var sett fyrir að læra eitthvað, F A X I — 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.