Faxi - 01.05.1982, Blaðsíða 4
Hafiðhugann dregur. Sú mun
ein höfuðástæðan fyrir því að svo
margir sem raun er á. leggja að
staðaldri leið sína inn að Keflavík-
urhöfn, ef þeir eru á skemmti-
keyrslu eða göngu. Þeir sem ak-
andi eru staðnæmast gjaman á
bakkanum ofan við höfnina og
fylgjast þaðan með því, sem fyrir
augu ber. - Á sumardaginn fyrsta í
vor, bar mig sem oftar að þessum
vinsæla og ágæta útsýnisstað.
Þetta var skömmu fyrir kvöldmat
og það leyndi sér ekki að þennan
dag voru fleiri þarna að forvitnast
og fylgjast með en flesta aðra
daga vertíðarinnar, enda er þessi
dagur öðrum vertíðardögum ólík-
ur fyrir marga hluta sakir. Á flest-
um bátunum er fáni við hún, og fáir
munu þeir sem gleðjast innilegar
en sjómennirnir yfir því að sumar-
ið er komið og váleg vetrarveður
eru að baki.
Þessa stundina skín sólin glatt,
en áttin er vestlæg og allhvöss,
þannig að sjóveður í dag hefur
ekki verið eins og best verður á
kosið. Bátarnir sem fyrstir hafa
komið að landi eru nýbúnireða um
það bil að Ijúka við að landa. Fiski-
ríið er tregt í dag eins og verið
hefur almennt í Keflavík þá róðra
sem farnir hafa verið eftir veiði-
bannið, sem var dymbilvikuna og
fram yfir páska.
- Eg er ekki lengi að gera mér
grein fyrir því hvaða bátar eru í
höfninni, því ég er að svipast um
eftir ákveðnum bát. Hann er
ókominn, en óskastund virðist í
sjónmáli. Báturinn sem nú sést
koma siglandi utan við hafnar-
garðinn er sá, sem ég er að huga
að. Þessi bátur á að baki 28 ára
samfellda sögu í bátaflota þess-
arar hafnar. Allan þann tíma eiga
báturinn og skipstjóri hans sam-
eiginlega sögu. Slíkt mun fátítt og
er ugglaust einsdæmi í Keflavík-
urflotanum.
Báturinn er Gunnar Hámundar-
son og ég hef hugsað mér að
heilsa upp á skipstjórann Þon/ald
Halldórsson, sem þekktur er undir
nafninu Valdi í Vörum. Það er
gaman að fylgjast með þegar
bátnum er lagt að bryggju og þeg-
ar uppskipunin hefst. Allt gengur
án fums eða fálms og greinilegt að
þama er samstillt skipshöfn að
verki. Þorsteinn á Borg bróðir
Valda og aðal meðeigandi í út-
gerðinni er kominn á vörubílnum
og rennir honum undir uppskipun-
armálið fullt af fiski, en því miður
eru fiskmálin í færra lagi í dag.
Valdi bregður sér sem snöggvast
inn í bíl til bróðursíns og þeir ræð-
ast við litla stund. Síðan fer bíllinn
og það er þá, sem ég gef mig á tal
við Valda og eftir að við höfðum
heilsast spyr ég hann:
Hvað lengi ertu búinn að vera
formaður og hvemig hefur
starfsferli þínum verið háttað?
Ég er búinn að vera formaður í
34 ár, en eiginleg sjómennska mín
hófst skömmu eftir fermingu. Þá
var ég með Gísla bóður mínum á
síldveiðum í reknet. Það var á
fyrsta dekkbátnum, sem bar nafn-
ið Gunnar Hámundarson. Hann
var 17 tonn. En áður átti faðir minn
og stjórnaði átta manna fari og var
það fyrsta skipið með þessu nafni.
Bæði áður og síðar þegar ég var
ekki á sjó vann ég svo í fiskverk-
uninni hjá föður mínum Halldóri
Þorsteinssyni. Það var aðgerð og
saltfiskverkun á veturna og þurr-
fiskverkun á sumrin. Við feðgarnir
vorum alla tíð ákaflega samrýndir
og samstarf okkar hélst, alla tíð
náið og einlægt meðan hann lifði,
en hann dó árið 1980 - 93 ára
gamall. Árið 1939 fór ég í Sjó-
mannaskólann og lauk minna
fiskimannaprófinu vorið 1940. Eft-
ir það gerðist ég stýrimaður hjá
Gísla bróður mínum á sumrin og
landformaður á vetuma. Þá rerum
við úr Sandgerði og Gísli aflaði
mikið eins og kunnugt er. Á þess-
um árum þurftu landmennimir að
slægja aflann auk þess að beita
línuna, þannig að þetta var mikil
vinna. 1941 fengum við nýjan
Gunnar. Það var 27 tonna bátur
smíðaður á Akranesi. Þrem árum
síðar seldi pabbi okkur Gísla svo
helminginn í bátnum. Skömmu
síðar hætti Gísli formennsku á
Gunnari og gerðist formaður á
stærri bát hjá annari útgerð. Það
var svo litlu síðar eða nánartiltekið
sumarið 1948 sem ég lagði út í að
taka við formennsku á bátnum og
byrjaði ég með hann á reknetum,
og var síðan með hann samfellt
þar til sumarið 1950. En þá var
hann sigldur niður af enskum tog-
ara, sem sigldi okkur uppi og
keyrði inn í bátinn að aftan. Þetta
gerðist um 12 mílur vestur af
Garðskaga þegar við vorum á
landstími úr reknetaróðri. Litlu
munaði að ég léti lífið í árekstrin-
um, því stefni togarans kom inn úr
bátnum í káetunni, örskammt frá
kojunni sem ég svaf í. Sem betur
fór björguðumst við allir, sjö að
tölu, heilir á húfi, um borð í togar-
ann og m/b Ingólf, sem kom þarna
að skömmu eftir áreksturinn.
Næstu fjögur árin eftir þetta áttum
við engan bát. En ég og pabbi tók-
um báta á leigu yfir reknetatímann
og man ég að eitt þetta sumar
gekk veiðin mjög vel og öfluðum
við þá 5000 tunnur, sem var met-
veiði. Þessar vetrarvertíðir var ég
með báta sem aðrir áttu og gerðu
út. Svo var það árið 1954, sem við
létum smíða þennan bát. Hann er
smíðaður í Skipasmíðastöð
Njarðvíkur og er 49 tonn. Þá kom
Þorsteinn bróðir inn í útgerðarfé-
lagið en Gísli hætti og þannig stóð
sameign okkar þar til pabbi dó, en
síðan eigum við Þorsteinn fyrir-
tækið að öðru leyti en því, að Vil-
hjálmur bróðir okkar á 1/36 hiuta
en það er sem svarar föðurarfin-
um, því 12 erum við systkinin. Á
þessum bát höfum við stundað
þorskveiðar með línu og þorska-
netum á veturna. Fram til um 1960
vorum við á síldveiðum í reknet á
sumrin og haustin, en þá tók alveg
fyrir þá veiði og síðan höfum við
einkum stundað handfæraveiðar
þegar ekki hefur verið róið með
línu eða net.
Árshátið barnastúkunnar Nýjársstjörnunnar nr. 34 í Keflavík var
haldin í Gagnfræðaskólanum föstudaginn 16. apríl. Flutt var heima-
tilbúin dagskrá, m.a. tilkomumikil tískusýning.
Um 250-260 börn og unglingar sóttu skemmtunina, sem með-
fylgjandi myndir eru frá.
Barnastúkan Nýjársstjarnan varstofnuð 1. janúar 1904 og erelsta
starfandi félag i Keflavík. Yfir vetrartímann eru fundir á þriggja vikna
fresti, auk grímuballs i nóvember og árshátíðar í apríl. í febrúar var
efnt til iþróttamóts þar sem þrjár barnastúkur tóku þátt: Vinabandið
úr Kópavogi, Örkin úr Reykjavík og Nýjársstjarnan. í sumar verður
farið á vormót barnastúkna í Galtalæk um Jónsmessuna. í fyrra fóru
85 börn þangað.
Gæslumaður Nýjársstjörnunnar er Hilmar Jónsson bókavörður.
FAXI - 76