Faxi - 01.05.1982, Qupperneq 5
Þorvaldur Halldórsson skipstjóri og fjölskylda hans. Fremri röð: Ingibjörg Jóhannsdóttir, Vilberg Jóhann, Þorvaldur, Þorvald-
ur Halldórsson. Aftari röð: Halldór Kristbjöm, Valgerður, IngimarJón.
Mér er kunnugt um að bátur
þinn var hætt kominn hér í höfn-
inni í óveðrinu, sem geisaði að-
taramótt annars jóladags.
Segðu mér frá því og gangi ver-
tíðarinnar.
Já, það var núna um síðustu jól
á jóladagskvöld. Veðurspáin var
slæm og farið var að kalda á aust-
an, suð-austan. Svo ég skrapp
inn í bát í eftirlitsferð eins og ég er
vanur að gera. Það var ekkert
óveður komið þá, bara bræla. Ég
bætti samt upp fleiri böndum og
setti fleiri dekk á síðuna. Þau
höföu verið fjögur, en ég fjölgaði
þeim í tíu. Þótti það vissara ef
veðrið skyldi versna eitthvað
meira. Ég taldi bátinn vera á góð-
um stað í höfninni. Hann var inni í
Króknum, sem kallað er, þriðji bát-
ur í röð og lá utan á Vatnsnesinu,
en Hvalsnesið var næst garðinum.
• röðinni fyrir framan lá Stafnes við
garðinn og utan á því voru Heimir
og Árni Geir. Seinni part nætur
hvessir óskaplega mikið og hrað-
aði ég mér þá inn í Keflavík. Þá var
klukkan um sex og þegar ég kem
hingað niður að höfn þá var ekki
viðlit að komast um borð. Sjóirnir
gengu alveg óbrotnir yfir garðinn
°9 spýtnabrak úr Hafskipabryggj-
unni hentist þarna yfir líka, en hún
sópaðist burt í þessu óveðri, sem
kunnugt er. Þegar þarna var kom-
ið voru bátarnir í fremri röðinni
óyrjaðir að slitna frá og lentu þeir á
Gunnari og Vatnsnesinu, en sem
betur fer var Oddur Sæmundsson
um borð í bát sínum Vatnsnesinu
ásamt einhverjum af sínum mönn-
urn. Oddur hafði komist um borð
upp úr miðnætti og |3egar hann sá
hvað verða vildi þá bara keyrði
hann á bátana fyrir framan til að
reyna að halda þeim sem lengst
frá, því annars hefðu báðar raðim-
ar farið upp í fjöru ef þeir sem voru
teknir að losna hefðu slitið aftari
bátana frá. Bæði Heimir og Árni
Geir lentu utan á Gunnari, en eins
og þú veist er Gunnar sá eini
þessara báta, sem er trébátur og
lang minnstur þeirra og brutu þeir
hann nokkuð mikið. Um tíma leit
jafnvel út fyrir að þeir mundu
sökkva honum.
Eins og ég var búinn að segja
var ekki viðlit fyrir mig að komast
um borð í Gunnar, svo ég fór inn á
radíóstöðina. Halldór Ibsen var á
stöðinni og ég fékk að tala við Odd
á Vatnsnesinu og bað hann um, ef
mögulegt væri, að senda mann
um borð í Gunnar, til að grennsl-
ast eftir hvort leki væri kominn að
honum. Oddur gerði þetta og sem
betur fór var ekki um stórvægileg-
an leka að ræða. Á meðan Oddur
var að keyra fram í til að halda
bátunum frá komu menn vír upp í
garðinn úr Heimi. Var það mjög
vel gert af þeim vösku drengjum,
sem þar áttu hlut að máli í slíkum
sjógangi og veðurham, sem þarna
var. Eftir að þessu var lokið gátu
þeir híft röðina aftur að garðinum
og eftir það var Gunnar úr allri
hættu. Svo komst ég nú um borð
þegar byrjað var að falla út en
stórsteymi var og háflæði því á
milli kl. sex og sjö. Þá voru mestu
ósköpin afstaðin. Það varekki um-
talsverður sjór kominn í bátinn en
hann var mikið brotinn. - Um þetta
er svo ekkert fleira að segja. Við
komum bátnum fljótlega í slipp í
Njarðvík og það gekk alveg Ijóm-
andi vel að gera við skemmdirnar,
en m.a. voru 10 stutturstjómborðs-
megin brotnar. Við gátum hafið
vertíðina um mánaðamótin jan.-
febr., þannig að við misstum ekki
nema hálfan mánuð af vertíðinni
því ekki var leyft að hefja róðra fyrr
en 15. janúar. - Vertíðin hefurver-
ið stormasöm og það hefur verið
erfitt að stunda sjó í vetur. Okkur
gekk ágætlega að fiska í mars.
Marsaf linn okkar í ár var 100 tonn-
um meiri en í sama mánuði í fyrra.
En aftur á móti virðist aprilmánuð-
Framhald á bls. 97
M/b Gunnar Hámundarson GK 357 í fangbrögðum við Ægi. Ljósm.: Snorri Snorrason.
FAXI-77