Faxi - 01.05.1982, Page 7
hraustlega undir að ekki mátti
meira vera til þess að þakið fyki
ekki af Samkomuhúsi þeirra
Garðmanna.
Að dagskránni lokinni var að-
standendum hennaróspart klapp-
að lof í lófa. Höfundi og leikstjóra
voru færð blóm að sýningu lokinni.
Auk þess var leikfélaginu færður
blómvöndur. Með honum fylgdi
kveðja, þar sem Litla leikfélaginu
var óskað góðs gengis og langra
lífdaga. Ekki vildu sendendur láta
nafns síns getið, en kveðjan var
undirrituð „Velunnararfélagsins”.
Það var álit manna að sýningin
lofaði góðu um framtíð Litla leikfé-
lagsins.
Hér fer á eftir kafli úr leikdómi
um sýninguna:
„Húsfyllir var og geröu menn góðan róm aö
skemmtuninni.
Litla leikfélagið fékk vind i seglin fyrsta
éfangann, sem vonandi nægir þeim til
brautargengis næstu árin i glímunni við
stærri verkefni. Suðurnesjamenn og þá
einkum Qarðbúar, mega vera þeim þakklát-
ir fyrir framtakið og styðja við bakið á þeim
þegar mikið ríður á á erfiðri og grýttri braut
listtjáningar".
(Faxi, 1. tbl. 1977, bls. 13).
Alls var „Koppalognið” sýnt 14
sinnum, þar af 7 sinnum í Garðin-
um. 800 manns sáu sýninguna
þar, en það eru nærri allir íbúar
byggðarlagsins. Auk þess var sýnt
tvisvar sinnum í Keflavík og farið í
leikferð alla leið vestur að Saur-
t>æ. Á leiðinni þangað var stoppað
og sýnt í Lyngbrekku á Stykkis-
hólmi, en síðan haldið með pomp
og pragt að Saurbæ. Þar var hald-
io sýning og dansleikur á eftir
henni. Einnig var farið að Félags-
garði í Kjós og upp í Borgarfjörð.
Leikfélagið fékk alls staðar góðar
viðtökur og voru allir ánægðir með
árangurinn af þessari frumraun
Litla leikfélagsins.
Aðalfundur
Á leiklistarnámskeið í
Tromsö
Aðalfundur Litla leikfélagsins
eru haldnir í lok hvers leikárs. Þá
eru gerðir upp reikningar félags-
'os, lagabreytingar framkvæmdar
ef þess er þörf og kosið í nýja
stjórn. En þetta er aðeins það sem
eru fastir liðir. Önnur brýn mál ber
einnig nokkuð á góma, t.d. hús-
næðismál.
Fyrsti aðalfundur Litla leikfé-
logsins var haldinn hinn 26. maí
1977. Þar kom meðal annars
fram, að útkoma reikninga félags-
ins hefði verið góð. Einnig var sagt
frá því að leikfélaginu stæði til
boöa að senda fólk til námskeiða í
förðun, Ijós- og hljóðbeitingu og
leikmyndagerð. Auk þess væri
bægt að senda einn mann á 10
daga leiklistarnámskeið í Tromsö í
Kjartan Asgeirsson i hlutverki síra Konráðs og Krístbjörg Hallsdóttir í hlutverki
Kristínar i,, Drottins dýrðar koppalogn ’ ’.
Höfundurinn sem kynntur var, Jónas Amason, tekur lagið á frumsýningunni,
ásamt Bóthildar-tríóinu, en það skipuðu þeir Brynjar Guðmundsson, Hólmberg
Magnússon og Guðmundur Óli.
Noregi. (Það var ekki rætt nánar á
fundinum, en seinna var ákveðið
að Helga Ólafsdóttir og Sígríður
Halldórsdóttir færu á förðunar-
námskeiðið, Bergmann Þorleifs-
son fór á námskeið í leiktjalda-
smíð og Svavar Óskarsson fór á
námskeið í Ijós- og hljóðbeitingu.
Til Tromsö var sendur Hreinn
Guðbjartsson). Síðan var kosið í
stjórn. Torfi gaf ekki kost á sér aft-
ur í formannsembættið, en í hans
stað var kjörinn formaður Berg-
mann Þorleifsson. Auk hans voru
kosin í stjórn Ólafur Sigurðsson
varaformaður, Einar Tryggvason
gjaldkeri, Helga Ólafsdóttir citari,
Kristbjörg Hallsdóttir meðstjórn-
andi og Sigríður Halldórsdóttir og
Hreinn Guðbjartsson varamenn.
Gísli Eyjólfsson var kjörinn endur-
skoðandi.
Því næst var fundi slitið.
II. LEIKÁR UTLA
LEIKFÉLAGSINS
„Hart í bak” við góðar
undirtektir
Annað leikár félagsins fór ró-
lega af stað. Ákveðið var að taka til
sýningar leikritið „Hart í bak” eftir
Jökul Jakobsson. Leikstjóri var
ráðinn, en það var Sævar Helga-
son, sá hinn sami og leikstýrði
„Koppalogninu”. Æfingar hófust í
desember 1977. Leikendur voru
12. í aðalhlutverkum voru þau
Ólafur Sigurðsson sem lék Jónat-
an, Hólmberg Magnússon sem lék
Láka og Ingibjörg Gestsdóttir sem
lék Áróru. Aörir leikendur voru:
Fimmbjörn, EinarTryggvason. Ár-
dís, Inga Stefánsdóttir. Stígur,
Svavar Óskarsson, Pétur, Unn-
steinn Kristinsson. Gógó, Ingi-
björg Eyjólfsdóttir, Sirrí, Þómý Jó-
hannsdóttir. Rukkarinn, Hreinn
Guðbjartsson. Tveir menn, Berg-
mann Þorleifsson og Torfi Steins-
son. Leikmyndin sem var notuð var
upphaflega leikmyndin úr Iðnó.
Hún hafði verið notuð víða um
land og kom í Garðinn frá Leikfé-
lagi Vestmannaeyja.
„Hart í bak” var frumsýnt í
Samkomuhúsinu í Garði hinn 29.
janúar 1978, við góðar undirtektir
áhorfenda. Leikritið fékk góða
dóma í blöðum, eins og sjá má:
„Litla leikfélaginu vil ég að lokum þakka
ánægjulega kvöldstund og ég vil eindregið
hvetja til þess að sækja þessa sýningu sem
best".
(Á.Á. Þjóðviljinn, 10. feb. 1978)
„Sýningin varhonum og Litlá ieikféiaginu til
sóma; skemmtilega og vel uppfærð. Leik-
sviðið var gott - maður fann næstum þvi
þara og tjörulyktina, með Jónatani, hinum
blinda...”
(Jón Tómasson, Faxi, 1. tbl. 1978)
Þess skal getið hér, að með
„honum” eins og stendur í leik-
dómi Jóns Tómassonar er átt við
leikstjórann Sævar Helgason.
Hart í bak var ekki einungis sýnt
í Garðinum. Sýnt var í Félagsbíói
10. febrúar 1978. Einnig var farið í
Félagsgarð í Kjós og í leikferð til
Selfoss og Hellu.
Aðalfundur
Á öðrum aðalfundi sem haldinn
var hinn 25. maí 1978 voru eftir-
taldir menn kosnir í stjórn: Torfi
Steinsson formaður, varaformað-
ur Unnsteinn Kristinsson, Krist-
björg Hallsdóttir gjaldkeri, Ómar
Jóhannsson ritari, meðstjórnandi
Hólmberg Magnússon og vara-
menn Svavar Óskarsson og Inga
Stefánsdóttir.
FAXI-79