Faxi - 01.05.1982, Side 8
SVEPMYNDIR ÚR „HARTÍBAK”
Svavar Úskarsson, (Stígur) og Ingibjörg Gestsdóttír
(Áróra).
Talið frá vinstri: Hólmberg Magnússon (Láki), Inga
Stefánsdóttir (Árdís).
Blindi kapteinninn Jónatan, Ólafur Sigurðsson og
Láki, Hólmberg Magnússon.
III. LEIKÁR UTLA
LEIKFÉLAGSINS
Þrjú verkefni
þriðja árið
Þetta leikár varö annasamt fyrir
þá félaga í Litla leikfélaginu. Sett
voru upp 3 verk, en þau voru:
Kynning á Jóhanni Jónssyni, Del-
eríum Búbónis eftir Jónas Áma-
son og Sjö stelpur eftir Erik Thor-
stensson. Sjö stelpur var fyrsta er-
lenda verkiö sem Litla leikfélagiö
sýndi.
Höfundarkynningin
Haustið 1978 varö einn af með-
limum Litla leikfélagsins, Jóhann
Jónsson sextugur. Jóhann (er
skáld mikið), hefur samið talsvert
af Ijóðum og einnig hefur hann
samið leikþætti og smásögur.
Hann hafði starfað mikið fyrir leik-
félagið og var því ákveðið að
heiðra hann með því að halda
kynningu á verkum hans.
Á kynningunni var sýndur leik-
þátturinn „Knattspyrnumaður-
inn”. Lesið úr Ijóðum og sungið.
Leikendur í „Knattspyrnumannin-
um” voru fjórir, Magnús Eyjólfs-
son sem lék Magga miðherja,
Dagný Hildisdóttii; sem lék Siggu
konu Magga, Bragi Andrésson,
sem lék Gussa og Herbert Guð-
mundsson,sem lék Þórð þjálfara.
Leikstjóri var Jóhannes Steins-
son, en leikmynd hannaði Jóhann
sjálfur.
Fjórar konur sáu um upplestur
úr Ijóðum Jóhanns, þær Guðný
Helga Jóhannsdóttir, Guðrún
Steinþórsdóttir, Kristbjörg Halls-
dóttir og Sigríður Halldórsdóttir.
Bergmann Þorleifsson flutti erindi
um skáldið og seinast á dag-
skránni var söngur. Sungin voru
lög eftir Ómar Jóhannsson við Ijóð
Jóhanns og tók hann sjálfur lagið.
Um hljóðfæraleik sáu Torfi Steins-
son, Ómar Jóhannsson og Hólm-
berg Magnússon. Höfundarkynn-
ingin var frumsýnd 24. október
1978, en hún var haldin alls þris-
var sinnum.
Deleríum Búbónis
Deleríum var annað verkið sem
Litla leikfélagið sýndi eftir Jónas
Árnason. Flosi Ólafsson leikari,
var ráðinn leikstjóri og hófust æf-
ingar20. október 1978. í Deleríum
Búbónis er mikið um söng og var
Grettir Björnsson harmonikkuleik-
ari fenginn til að sjá um undirleik.
í Deleríum Búbónis voru 9 leik-
arar. Aðalhlutverkin voru í hönd-
um Hólmbergs Magnússonar,
sem lék Ægi Ó. Ægis, forstjóra,
Pálínu konu hans lék María Guð-
finnsdóttir, dóttir þeirra, Guðrúnu
lék Helga Ólafsdóttir. Önnur hlut-
verk léku: Jafnvægismálaráðherr-
ann bróður Pálínu, Ólafur Sig-
urðsson, Leifur Róbertsson fóst-
ursonur jafnvægismálaráðherr-
ans var leikinn af Unnsteini Krist-
inssyni. Sigga vinnukona, Margrét
Sæbjörnsdóttir, Unndór Andmar,
Ómar Jóhannsson. Einar í Eini-
berjarunni, Torfi Steinsson og
Gunnar Hámundarson leigubíl-
stjóra, Svavar Óskarsson.
Leikritið var frumsýnt 16. nóv-
ember 1978. Húsfyllir var og voru
undirtektir mjög góðar. Alls var
leikritið sýnt 11 sinnum. Það fékk
mjög góða dóma í blöðum. Segir
meðal annars í leikdómi i Suður-
nesjatíðindum.:
„Ftosa Ólafssyni hefur tekist að fá lurðu
mikið út úr sýningunni, enda gerþekkir hann
verkið, orðinn hagvanur þar eins og segir i
leikskránni. Margir leikenda eru lítt sviðs-
vanir en hvergi ber sýningin nein merki um
viðvaningshátt og er Flosa og Litla ieikfé-
laginu titsóma".
(Á., Suðumesjatíðindin 24. nóv. 1978)
Og í Faxa:
„Leikstjóranum, Flosa Ólafssyni, hefur tek-
ist vel að gera braut leiksins greiðfæra
óvönum leikurum.
Einnig er sviðsmynd Sævars Helgasonar
góð. Honum tekst alltafað stækka litla svið-
ið i Samkomuhúsinu i Garðinum".
(Jón Tómasson, Faxi, jólablað, 1978).
Sjö stelpur
Þó að Litla leikfélagið hefði þeg-
ar sýnt tvö leikverk á sama leikári
var ákveðið að taka eitt til viðbótar.
Fyrir valinu varð leikritið „Sjö
stelpur” eftir sænskan höfund,
sem nefnir sig Erik Thorstenson.
Leikritiðersannsögulegt. Höfund-
ur skrifaði það eftir að hafa dvalið í
3 mánuði sem starfsmaður á upp-
tökuheimili fyrir stúlkur í Svíþjóð. í
leikritinu tekur hann fyrir ýmis
vandamál sem unglingar nútím-
ans eiga við að stríða, t.d. í sam-
bandi við notkun eiturlyfja.
Leikstjóri verksins var Sig-
mundur Örn Amgrímsson. Hlut-
verk í leiknum eru 12, og í aðal-
hlutverkum voru Ásta Magnús-
dóttir sem lék eiturlyfjasjúklinginn
Barböru. Inga Stefánsdóttir, sem
lék Maju og Þórarinn Eyfjörð sem
lék Svein gæslumann. í öðrum
hlutverkum voru: Ingibjörg Eyj-
ólfsdóttir, Gunna. Kristín Eyjólfs-
dóttir, Ása. Þórný Jóhannsdóttir,
Elsa. Jóhanna Helgadóttir, María
Lovísa. Guðný H. Jóhannsdóttir,
Guðrún. Sigfús Dýrfjörð, yfirmað-
urinn. Guðrún Steinþórsdóttir,
Nilla. Sigurjón Kristjánsson
Svegáas gæslumaður og Hólm-
berg Magnússon, AlgotStensson.
„Sjö stelpur” var frumsýnt í
Samkomuhúsinu í Garði 8. apríl
1979 og sýnt alls tíu sinnum. Þai*
af var sýnt í Félagsbíó í Keflavík 1.
maí og á Seltjarnarnesi 4. maí.
Dómarnir sem leikritið fékk voru
mjög góðir eins og sjá má af eftir-
farandi tilvitnun:
„Undirritaður minnist þess ekki að hafa
nokkurn tíma séð sýningu áhugaleikhúss
sem kemst með tærnar þar sem þessi sýn-
ing var með hælana. Leikstjórinn Sigmund-
ur Öm Arngrimsson hefur greinilega unnið
frábært starf, staðsetningar leikaranna,
skipulagning á þessu litla sviði og hraði
sýningarinnar var unnið afmikilli nákvæmni
og vandvirkni".
(A.Á., Þjóðviljinn, april 1979)
Aðalfundur
Á aðalfundi Litla leikfélagsins
sem haldinn var 25. maí 1979
voru kosnir í stjórn: Sigfús Dýrfjörð
formaður, Ómar Jóhannsson
varaformaður, Svavar Óskarsson
gjaldkeri, Sigurjón Kristjánsson
ritari, Auður Sigurðardóttir með-
stjórnandi og Guðrún Steinþórs-
dóttir og Magnús Eyjólfsson vara-
menn.
Þar með var III. leikári Litla Leik-
félagsins lokið.
Framhald í næsta blaði.