Faxi - 01.05.1982, Qupperneq 9
Athugasemd
1 Ég vil gera þá athugasemd
viö grein í síðasta tölubl. Faxa
sem undirrituð er af Skúla Magn-
ússyni, en þar segir að hætt hafi
verið við byggingu byggðarsanfs
á Vatnsnesi vegna vöntunar á
lóð. Bærinn nýtti sér þann for-
kaupsrétt er gjafabréf Bjamfríð-
ar Sigurðardóttur veitti honum til
uppbyggingar byggðasafns á
Vatnsnesi og keypti rúma 5000
ferm. lands. Byggðasafnsnefnd
lét gera tillöguuppdrátt að vænt-
anlegu safnhúsi, ofan vert við
Vatnsneshúsið, er Bjamfríður
hafði gefið bænum, sem vísi að
framtíðarsafni. Bæjarstjórn
hafnaði þeirri tillögu 1980 á þeim
forsendum að óþarflega væri
lagt í bygginguna. Á sl. hausti
fékk svo stjórn byggðasafnsins
fund með bæjarráði og fór þá
fram á við það að leyfi fengist til
að byrja á 250 fm kassabygg-
•ngu, sem yrði byrjun á væntan-
legu safni og yrði áætlað að Ijúka
þessum fyrsta áfanga á tveim-
þrem árum. Byggðasafnsnefnd
er Ijóst, að eigi að halda áfram að
safna munum til varðveislu, þarf
húsrými til að hafa munina til
sýnis, ella hefur fólk ekki áhuga á
að láta af hendi muni til safnsins.
Bæjarráðsmenn sem mættir
voru virtust jákvæðir varðandi
þessa beiðni, en töldu sig þurfa
að ræða þetta við Njarðvíkinga,
sem væru meðaðilar að safninu
og skyldi slíkt gert strax í næstu
viku. Af því varð þó ekki, og þegar
fjárhagsáætlun er afgreidd
nokkru síðar er beiðninni hafn-
að. Að mínu mati er nægjanlegt
landrými á Vatnsnesi fyrir
„Safnahús” vilji menn þeir, sem
þessu ráða, heldur hafa þann
háttinn á.
Ólafur A. Þorsteinsson
..SAFNAHÚS” merkir hér sameigin-
le9< hús fyrir byggðasafn, bókasafn
°g Hstasafn. ÓI.A.Þ.
MINNING:
Bjami G.
Sigurðsson
Sandgerði
Bjarni Guðmundur Sigurðsson, en svo hét
hann fullu nafnirandaðist 6. febr. sl. og var
jarðsunginn frá Hvalneskirkju 20. sm.
Hann hafði verið sjúklingur undanfarin ár og
óvinnufær síðustu mánuðina.
Bjami var fæddur 22. sept. 1920, að Brekku-
koti í Þingi í Húnavatnssýslu.
Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Bjama-
son og Anna Sigurðardóttir, er bjuggu í
Brekkukoti, en eru nú bæði látin.
Systkini Bjarna vom sex, fimm bræður og
ein systir og eru fimm þeirra á lífi.
[ uppvextinum, fram yfir fermingu, vann
Bjarni algeng sveitastörf heima hjá foreldmm
sínum. En fór skömmu síðar til náms í Bænda-
skólann á Hólum og útskrifaðist þaðan eftir
tveggja vetra nám.
Að námi loknu vann Bjarni nokkur sumúr við
skurðgröft og jarðarbætur, en vann á vertíðum
eftir 1948 í Sandgerði við ýmis störf hjá Garði
hf., og var þar síðast viktarmaður. Þá vann
hann lengi hjá Miðneshreppi og þar var síðasti
vinnustaður hans.
Bjarni var vel gefinn til sálar og líkama. Hann
var bókhneigður mjög, sérstaklega var hann
Ijóðelskur og átti gott bókasafn.
Ég sem þessar línur rita, kynntist Bjarna í
störfum hans að verkalýðsmálum. Þar var
hann ávallt heill og óskiptur og skoraðist aldrei
undan störfum á þeim vettvangi. Hann vald-
ist snemma þar til starfa, var 26 ár í stjóm
verkalýðsfélagsins og lengst af ritari. Þeir sem
þekktu störf Bjama á því sviði, undra sig ekki á
því, að honum hafi verið falinn sá starfi, því
hvort tveggja var, að Bjami var fljótur að skrifa
og var þó skrift hans áferðarfalleg, og svo var
hitt, sem ekki var hvað minnst um vert, en það
var, hve nákvæmlega hann náði að festa á
blað það, sem mestu skipti í hverju máli.
Árið 1952 kvæntist Bjarni eftirlifandi konu
sinni, Bergey Jóhannesdóttur frá Hlíðarhúsum
í Sandgerði. Þar hófu þau fyrst búskap, en
síðar byggðu þau sér einbýlishús að Túngötu
23 í Sandgerði og bjuggu þar síðan.
Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: Ragn-
heiður Hulda, gift og búsett í Reykjavík, Jó-
hannes býr í Sandgerði, Anna á heima á Bíldu-
dal og Sigurður, kvæntur og búsettur í Sand-
gerði. Hann á son, sem ber nafn Bjarna afa
síns.
Bjarni var félagslyndur maður. Auk þess,
sem hann sat í stjóm verkalýðsfélagsins, sem
áður er getið, átti hann sæti í stjórn Kaupfé-
lagsins Ingólfur og var siðast í varastjóm
Sandgerðisdeildar Kaupfélags Suðurnesja.
Með línum þessum flyt ég Bjama G. Sig-
urðssyni mínar innilegustu þakkirfyriránægju-
legt samstarf og góð kynni .um leið votta ég
eftirlifandi konu hans, ættingjum öllum og öðr-
um aðstandendum innilega samúð.
Ragnar Guðleifsson.
SANDGERÐI -
MIÐNES
Síðasti gjalddagi útsvars- og aðstöðu-
gjalda er 1. júnín.k.
Greiðið á gjalddögum og forðist óþarfa
kostnað.
Sveitarstjóri Miðneshrepps.
FERMINGARMYNDA-
TÖKURNAR ERU
ENN í FULLUM GANGI
LJÓSMYNDASTOFA
SUÐURNESJA
Hafnargötu 79 - Keflavik - Simi 2930
FAXI - 81