Faxi

Volume

Faxi - 01.05.1982, Page 11

Faxi - 01.05.1982, Page 11
Karl Steinar Guðnason: Vá fyrír dyrum Sveitarstjómarkosningar eru framundan. Við slikar aðstæður hugsa menn meira um framtíð byggðarlagsins en oft áður. Þá ræða menn af meiri þrótti um hinar ýmsu lausnir er til geina koma. Á undanförnum árum hefur mörgum brýnum verkefnum verið þokað áfram, einkum er varðar félagsleg málefni. Þá hefur um- hverfi byggðarlaganna á Suðumesjum breyst mjög til batnaðar með aukningu varanlegrar gatnagerðar. Hins vegar er Ijóst að lítið hefur verið hugað að atvinnumálum, sem eru í raun sú undirstaða, sem íbúamir byggja á. Það er nöturlegt að samdráttur atvinnulífs hefur aldrei verið eins geigvæn- legur og nú allra síðustu árin. Fyrirtækjum fækkar, atvinnutækifær- um fækkar. Atvinnuleysi um hávertíðina í síðasa tbl. blaðsins lýsti hinn valinkunni útgerðarmaður, Mar- geir Jónsson, áhyggjum sínum vegna þessarar þróunar og benti á að t.d. í Keflavík og Njarðvík eru nú aðeins þrjú frystihús starfrækt. Átta hafa lagt upp laupana. Vissulega er ekkert kappsmál að fjöldi fyrirtækja sé sem mestur. Aðalatriðið er að fólkið hafi atvinnu og að fyrirtækin séu traust, standi ekki á brauðfótum. í skýrslu Vinnumiðlunar Keflavíkurbæjar kemur fram að í febrú- armánuði - um hávertíðina - voru alls 132 skráðir atvinnulausir. Slíkt hefur ekki áður skeð síðan skráning atvinnuleysis hófst. Aðal- lega er það kvenfólk, sem verður fyrir ágangi atvinnuleysisvof- unnar. Þessi þróun er óþolandi og hlýtur það aö vera krafa íbúanna að úr verði bætt. Þótt nú síðustu vikumar hafi nokkuð rætst úr er Ijóst að vandamál- ið er á næstu grösum, því þegar ekki er nóg atvinna um hávertíðina er auðvelt að sjá að aftur syrtir í álinn þegar vertíð lýkur Ungt fólk streymir á vinnumarkaðinn í upplýsingum frá Framkvæmdastofnun rikisins kemur fram að meðalstærð þeirra aldursárganga á Suðumesjum, sem nú eru að byrja að koma inn á vinnumarkað, er ca 270-290 manns, en meðalstærð þeirra aldursárganga, sem hverfa af vinnumarkaði vegna aldurs er ca 50-70 manns. Aldrei skila allir sér inn á vinnumarkað, en varlega áætlað þurfa að bjóðast a.m.k. 150 ný störf á ári svo allir þeir nýliðar, sem koma inn á vinnumarkað eigi kost á atvinnu heima fyrir. Samkvæmt þessum upplýsingum er ekki nóg að huga aðeins að atvinnutækifærum fyrir þá, sem nú eru á vinnumarkaðnum, heldur verður að metta þá þörf, sem framundan er vegna þess unga fólks, sem á næstu árum streymir inn á vinnumarkaðinn. Atvinnulífá Suðumesjum utanríkismál? Þessar staðreyndir kalla á aðgerðir. í stjómarsáttmála ríkis- stjómarinnar eru atvinnumál á Suðurnesjum flokkuö undir utanrík- ismál. Ljóst er að þeir, sem að því. stóðu, eru fákunnandi um atvinnulíf og mannlíf almennt á Suðumesjum. Því er ástæðulaust að ætla frumkvæðis úr þeirri átt, enda hefur ástand atvinnumála hér um slóðir ekki verið verra en í tíð þessarar vesælu ríkisstjórnar. Það er því hagsmunamál Suðurnesjamanna að þessi ríkisstjórn hverfi á braut. Frumkvæði sveitarstjómarmanna. Suðurnesjamenn verða undir forystu sveitarstjómarmanna að hafa frumkvæði í þessum málum. Árið 1979 var lögð fram tillaga í Bæjarstjórn Keflavíkur um stofnun Iðnþróunarfélags Suðumesja. í starfslýsingu segir svo um markmið félagsins: „að efla iðnaö á svarfssvæði sínu, einkum með aukinni fjölbreytni iðnaðar og efl- ingu iðnaðar. Félagið er vettvangur sveitarfélaga til að styðja fram- tak einstaklinga og fyrirtækja á einstökum stöðum." Hugmyndin var að tekjur sjóðsins skyldu m.a. vera 1 % af útsvarstekjum þeirra sveitarfélaga er mynduðu félagið. Þann sjóð átti síðan að nota til að stuðla að nýjum atvinnutækifærum. Þessi tillaga var send til umsagnar sveitarfélaganna á Suður- nesjum. Síðan ekki söguna meir. Áhugi var í lágmarki. (Geta má þess að síðan hafa Sunnlendingar og Norðlendingar stofnað slík félög). Bæjarstjóm Keflavíkur gerði þó betur þótt seint væri. Við sam- þykkt síðustu fjárhagsáætlunar lögðu bæjarfulltrúarnir Ólafur Björnsson, Guðfinnur Sigurvinsson og Jón Ólafur Jónsson fram tillögu um að 1 % af úisvarstekjum yrði varið til stofnunar Iðnþróun- arsjóðs. Tillagan var samþykkt og ber flutningsmönnum þakkir fyrir frumkvæðið. Að vísu er hér aðeins um skref að markinu að ræða, en hálfnað er verk þá hafið er. Sveitarstjómarkosningar Verkefni nýrra sveitarstjórnarmanna eru ótal mörg. Nú eru horfur á að í öllum sveitarstjómum á Suðurnesjum verði nokkrar manna- breytingar. Þeir er við taka þurfa að ná samstöðu um skipulegt átak í atvinnumálum. Á kjörtimabilinu verður skipt um ríkisstjóm. Ætla má að þá verði meiri skilnings að vænta hvað snertir atvinnulíf á Suðurnesjum. FAXI-83

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.