Faxi

Volume

Faxi - 01.05.1982, Page 12

Faxi - 01.05.1982, Page 12
Æviminningar Kristins Jónssonar—framhald Kristinn Jónsson. Fjölskylda Kristins. Efsta röð frá vinstri: Jón Marinó, Jóhanna og Júlíus Friðrik. Miðröð: Sigurður Birgir og Eggert Valur. Neðsta röð: Kristinn Jónsson, Ingibergur Þór, Sólveig María og Kamilla Jónsdóttir. Vinnuaðstaðan bætt í landi Haustið 1925 byggðum við ágætt hús, til að beita línuna í, ásamt frystiklefa og veiðarfæra- geymslu uppi á lofti. Þetta var ákaflega mikil breyting og til þæg- inda fyrir okkur karlana, sem unn- um landverkin, samanborið við fyrri aðstöðu, þar sem söltun og beitning fór fram í mjög takmörk- uðu húsnæði. Þetta hús þyggðum við á sjávar- bakkanum fyrir sunnan Svarta- pakkhúsið. Fiskhús, sem Duus- verslun átti og hafði þar ýmist salt eða þurrfisk. Hús þetta er nú horf- ið, en það stóð í horninu, sunnan við Norðfjörðsgötu og vestan Hafnargötu. Húsþettavarásínum tíma byggt upp úr verslunarhús- unum, sem eyðilögðust í Básend- aflóðunum 1798. Um þetta leyti var ekkert frysti- hús til í Keflavík. Til voru aðeins tvö íshús, sem seldu bátunum frostna síld í beitu og frosið kjöt til heimilanna. Varð því að salta all- an fisk, sem barst á land, og hann svo ýmist þveginn úr sjó og sól- þurrkaður á sumrin eða pakkaður blautur beint úr staflanum, í striga- umbúðir og seldur þannig til út- flutnings. Við, sem unnum við þessa framleiðslu gátum ekki hrósað okkur af því að vera alltaf með fullar hendur fjár. Venjulega sá maður ekki peninga, sem heitið gat, nema tvisvar á ári. Að vetrar- vertíð lokinni, nokkur hundruð krónur, sem fór að mestu og öllu leyti til kaupmannsins, sem maður hafði reikningsviðskipti við allt ár- ið. Og svo nokkrum dögum fyrir jól eða stundum ekki fyrr en eftir nýár, sem fór eftir því hve vel gekk að selja aflann. Þá kom ársuppgjörið loksins. Alltof margir lentu í þeim vand- ræðum að endar náðu ekki saman og urðu að sætta sig við að sitja uppi með skuld frá síðasta ári. Þetta voru hreinustu vandræða- ar og herslu. Einnig hirti ég mikið af þorskhausum til herslu. Þá var allur sundmagi tekinn um leið og fiskurinn var flattur og honum skipt á eigendur og hlutamenn að jöfnu. Fyrir hann fengum við bein- harða peninga eftir að búið var að hreinsa hann og þurrka. Oftast var sundmaginn á ágætu verði og jöfnu, ár eftir ár. Hertan fisk og þorskhausa, og oft saltfisk, seld- um við sveitabændum, sem komu með stórar hrossalestir og vagna á vorin og fluttu vaminginn heim til búa sinna. Fyrir þessi verslunar- viðskipti fengum við smjör og hangikjöt, kæfu og stundum kind- ur á haustin. Þetta voru hrein vöru- viðskipti báðum aðilum til hags- bóta og ánægju. Ég fékk oft 6-10 fjórðunga af smjöri, og nægilegar birgðir af hangikjöti til hátlðabrigða og stundum kind að haustinu. Þessi viðskipti héldust ( mörg ár, oftast milli sömu aðila. Breyting verður á útgerð- arfélagi okkar, nýr bátur bætist við Þetta haust varð breyting á út- gerðarfélagi okkar. Vélbáturinn Sæfari, eign Ólafs, bróður Alberts, Bjarna föður þeirra og Elíasar Þor- steinssonar, sameinaðist okkar félagi, og urðu nú sex eigendur að báðum bátunum, þannig að ég og Albert keytpum hlut I bátnum. Þórður vélstjóri á Bjama seldi sinn hlut og gekk úr félaginu, en Sig- urður bróðir Þórðar, sem var vél- stjóri á Sæfara, keypti hluti í báð- um bátunum, svo við vorum 6 hlut- hafar eftir sem áður, en áttum nú tvo báta. Við þesa breytingu varð eg að taka vertíðarmann á Sæfarann og hafði nú tvo hluti úr sjó. Þett gekk allt sæmilega, enda fannst hreppsnefndinni það, þar sem hún hækkaði aukaútsvar mitt tí; falt, vegna þessa brambolts. Við nýju eigendumir þurftum ekki að leggja fram peninga til hlutakaupanna, en við sömdum um að greiðslur væru teknar af aflahlut okkar af bátnum, þar ’til skuldin væri að fullu greidd. Þetta voru óvenjulegir skilmálar, en heppnuðust prýðilega, og allt var á hreinu að fáum árum liðnum. Þetta sumar fórum við á Bjarna til Siglufjarðar, á síldveiðar með reknetum. Sáralítil veiði var þar þetta sumar og var síldin svo dreifð að lítið sem ekkert veiddist, viðskipti fyrir þá, sem þurftu að sæta þeim. Kaupmaðurinn lánaði lífsnauðsynjar með fullu lánsálagi, en tók í viðbót 10% fyrir að hafa í föstum reikningsviðskiptum allt árið. Sjálfur þurfti ég ekki að kvarta, því lífsafkoma mín stórbantaði fyrst eftir að ég komst í þá að- stöðu, sem nú skal greina. Ég fékk að hafa línustubb fyrir að vera landformaður, og fiskaði ég oft prýðilega á hann. Ýsu og smá- þorski var skipt á skipverja til mat- Kamilla Jónsdóttir. FAXI-84

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.