Faxi - 01.05.1982, Síða 13
nema í reknet. Viö veiddum 750
tunnur og þótti ágæt veiði. Það
bætti kjörin líka mikið, hve hátt
verð var borgað fyrir hverja tunnu
saltaða. Þegar við komum í Faxa-
flóann á heimleið að norðan,
fannst okkur svo síldarlegt þar, að
við lögðum netin og létum reka
Morguninn eftir höluðum við inn
150 tunnur af stórri og feitri síld.
Þegar heim kom, seldum við afÞ
ann í frystihús ísfélagsins, þar
sem síldin var frysti til beitu.
Þegar ég kom heim í Litla bæ-
inn, en svo hét húsið, sem ég bjó í,
var manna mín orðin sárveik, en
var þó á fótum. Hún var búin að
finna fyrir þessu á aðra viku áður
en ég kom, en leitaði ekki til lækn-
is, Þegar svo læknirinn rannsak-
aði hana, var hún með sprunginn
botnlangann og með lífhimnu-
bólgu. Að fáeinum dögum liðnum
var hún dáin, 57 ára gömul.
Við systkinin bjuggum áfram
saman í bænum, Júlla, Tóta,
Gummi, Nína og ég. En ég heltist
úrlestinni 1928, þegaréggiftimig.
Árið 1928 verður breyting
á högum mínum til heilla
í byrjun ársins 1928 kynntist ég
ágætri stúlku, Kamillu Jónsdóttur,
sem þá átti heima hjá foreldrum
sínum á Tjarnargötu 2 í Keflavík.
Hinn 11. nóvembersamaárgeng-
um við Kamilla í hónaband og hóf-
um búskap í helmingi hússins að
Tjarnargötu 2. En þessa íbúð
hafði ég keypt af foreldrum Kam-
illu og bróður hennar, Guðmundi
Marinó Jónssyni. Þau systkinin,
Guðmundur og Kamilla ásamt
móðursinni, Maríu Benediktsdótt-
ur höfðu byggt þetta hús árið
1926. Áður en ég kom í spilið, var í
húsinu matsala og sjóbúð. Þarna
voru í fæði og húsnæði 10-12 sjó-
og landmenn af ýmsum bátum, og
herbergin voru full af kojum.
Við hjónaefnin stóðum í heil-
miklum framkvæmdum fyrir brúð-
kaupið við að lagfæra íbúðina. Ég
hafði þó nokkuð rúm peningaráð
eftir þess tíma mælikvarða. Ég
byrjaði með því að kaupa orgel og
gefa unnustunni, sem þótti nokkur
viðburður þá. Við máluðum og
veggfóðruðum alla íbúðina. Kam-
illa var bráðsnjöll að skipueggja
allt og fegra. Ég dúklagði gólfin og
þegar því var lokið, fór ég til
Reykjavíkur og keypti heilt bíl-
hlass af húsgögnum, allt sem
þurfti í svefnherbergi og stofu.
Þegar öllum húsgögnunum hafði
verið komiðfyrir, voru þettaorðnar
stórglæsilegar vistarverur. Ágæt
búskaparbyrjun, sem við bjuggum
M/b Bjami Ólafsson GK 509 við bryggju á Siglufirði.
lengi að, er erfiðar tímar þrengdu
að. '
Seinni part sumars árið eftir,
lagði ég skolpleiðslu frá húsinu og
vatnsleiðslu úr brunninum, sem
var sunnan við Tjamargötuna og
kallaður var Nástrandarbrunnur.
Vatnsleiðslan var lögð inn í kjall-
ara húsins og var þar tengd við
hana handdæla. Þaðan var leiðsla
upp á háaloft í 100 lítra vatnsdúnk.
Einnig setti ég krana í kjallarann,
svo nú var hægt að dæla beint á
þvottinn. Við vorum ekki nema 5-6
mínútur að dæla vatnsdúnkinn
fullan og hann entist í 1-2 sólar-
hringa. Þetta voru geysileg við-
brigði frá því, sem áður var, sér-
staklega fyrir kvenfólkið. - Nokkru
síðar komu á markaðinn raf-
magnsdælur með þrýstikút. Þetta
var tilvalið verkfæri til að dæla
vatninu í húsið, en var nokkuð dýrt
fyrir eitt hús að leggja í með þeim
fjárhagsástæðum, sem við Guð-
mundur Marinó mágur minn höfð-
um þá. Við ákváðum þá að tala við
nokkra nágranna okkar um sam-
vinnu með vatnsleiðslu. Endirinn
varð sá, að átta heimili tóku þátt í
þessum framkvæmdum, að leggja
leiðsluna og kaupa rafmagns-
dælu. Dælan var sett niður í kjall-
aranum hjá okkur voru allir þátt-
takendur yfir sig hrifnir af þessum
framkvæmdum.
Þegar nábúarnir fréttu af þess-
um framkvæmdum, bámst okkur
margar beiðnir um að mega
tengja leiðslur frá dælunni. Leyfð-
um við þá nokkrum að tengja til
viðbótar, en þegar komin vom 21
hús á leiðsluna, neituðum við al-
gjörlega að bæta fleirum húsum á.
Síðasta húsið, sem tengt var við
var hús Þóris Jónssonar, við
Hringbraut 96. Hér var um að
ræða íbúaðrhúsið og auk þess
fjós og fjárhús, þar sem hann hafði
6 kýr og nokkrar kindur.
Eftir Jónsmessu árið 1927 hætti
ég á sjónum og vann í landi það
sem eftir var sumars hjá ísfélagi
Keflavíkur, við að grafa fyrir og
steypa upp fyrir vatnstjöm, sem
nota átti til að taka ís af að vetrin-
um, því mjög erfitt var oft að ná í ís
til íshússins. Helstu fangaráð vom
að sækja ísinn til Seltjarnar í
Grindavíkurhrauni. Verkstjóri við
verk þetta var Guðmundur Guð-
mundsson, skólastjóri. Þessar
framkvæmdir heppnuðust prýði-
lega og náðist mikill ís næsta vet-
ur, en samt ekki nægilegur, svo
ákveðið var að byggja þró fyrir
aðra tjörn næsta sumar.
Við þetta verk var ég ráðinn
verkstjóri og gekk verkið prýði-
lega. Éinnig var þetta sumar fjar-
lægður gamli ísgeymirinn, sem
var fyrsta íshúsið á þessum stað.
Var hann hlaðinn grjóti og torfi.
Síðan var byggður nýr geymir úr
steinsteypu, sem tók það mikið,
að nægar birgðir voru allt árið, og
tjarnirnar tvær fullnasgðu ísþörf-
inni. Einnig var grafið eftir vatni til
afnota í vatnsgeymana. Þetta var
nokkuð djúpur bmnnur, og var
véladæla sett ( hann nokkru fyrir
ofan vatnsborð. Gekk þannig
ágætlega að dæla í geymana.
Etfiður sjúkdómur
sækir mig heim
Ég vann við ísgeyminn langt
fram eftir hausti. Síðast var ég við
að leggja loftið á geymana og ein-
angra það með spónum. í einum
eða tveimur pokunum vom spæn-
irnir svo harðir, að þeir særðu
báða úlnliði mína, þar sem vettl-
ingarnir náðu ekki að hlífa. Vom
þessi sár eftir spænina upphafið
að afar svæsnum og langvinnum
exemsjúkdómi, sem færðu mig úr
skyrtunni efnalega hvað eftir ann-
að, svo árum skipti, og er ég ekki
laus við þann kvilla enn í dag. Þá
eru þær ótaldar stundirnar, vik-
urnar og mánuðimir, sem ég
missti vegna þessa erfiða sjúk-
dóms. Þær em margar áburðar-
flöskurnar og túbumar, sem ég
varð að leggja út peninga fyrir, án
þess að fá nokkum styrk annars
staðar frá, fyrr en sjúkrasamlagið
kom til sögunnar og fór að greiða
hluta af kostnaði.
Útgerðin gekk vel og nýr
bátur var keyptur
Útgerðin gekk svo vel fyrsta
kastið að ákveðið var að láta
smíða nýjan og stærri bát í
Reykjavík, 20 lesta skip. Norska
furubátinn seldum við til Vest-
mannaeyja. Nýi Bjarni var mikið
meira og betra skip, sérstaklega
voru vistarverur skipshafnar rýmri
og vistlegri, og einnig var lítil káeta
fyrir skipstjóra og vélamann.
Ég var allar vetrarvertíðir land-
formaður á Bjarna, einnig fór ég
nokkrum sinnum til Siglufjarðar og
var þá ýmist verið með reknet eða
línu yfir sumarið. Þénustan var
misjöfn, oft sæmileg, en aldrei
mikil. Alltaf náðu þó endar saman
þegar gert var upp i árslok. Mig
minnir, að það hafi verið 1927,
sem til þess vantaði 4.000 krónur.
Þá varð hver hluthafi að lána fé-
laginu kr. 670 af sínum hlut. Eftir 3
ár fékk ég það endurgreitt.
Framhald í næsta blaði.
Frá Sérleyfis-
bifreiðum
Kefiavíkur
Frá og með 1. mai n.k. verður sú breyting á ferðaáætlun
okkar, aðeftirgreind aukaferð á laugardagskvöldum fellur
niður:
FRÁ SANDGERÐIKL 22.00.
FRÁ KEFLAVlK KL 22.30.
FRÁ REYKJAVlKKL. 24.00.
Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur.
FAXI - 85