Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.05.1982, Qupperneq 21

Faxi - 01.05.1982, Qupperneq 21
Tómas Steingrímsson: FAGURT HEIMIU OG MÁTTUR ÞESS Eríndi flutt í stúkunni Akurblómið á Akranesi áríð 1938 Hér birtum við áframhald erinda Tómasar Steingríms- sonar, er við gátum um í síðasta blaði Fáxa. Hér ræðir Tómas um heimilisfegurð og bendir á ýmsar leiðir, til þess að gera heimilin fegurri og meir aðlaðandi, ekki aðeins innanhúss heldur og einnig utan, með smekkleg- um og vel ræktuðum grasblettum og blómabeðum. Heimilisfegurð og heimilis- prýði er ékki alls staðar eins og hún ætti að vera, og víða ábóta- vant. Við þurfum ekki að fara langt til að sjá það. Þó eru það venjulega gestirnir, sem sjá það fyrst og best, því máltækið segir að glöggt sé gests augað. En ég skal játa það að mig skortir bæði vit og þekkingu til að ræða þetta nógu rækilega. Svo væri efnið nóg í heila bók, svo ég verð að stikla hér a fáu einu, um heimilis- fegurð. Það er margt, sem getur miðað að því að gera heimili manna fagurt, og það er fátt til í þessum heimi, sem er aðdáan- legra og hefur meiri þýðingu en fagurt heimili. Ég ætla ekki að ræða hér um þrifnaðinn hans Péturs Sigurðssonar, það er víst margur búinn að fá nóg af því. Heimilisfegurð getur verið marg- vísleg. Það getur líka verið hin ytri fegurð, reisulegt og velhirt hús, sem veitir bæði skjól, þæg- indi og ánægju. Það getur verið náttúrufegurð, sem vefur hið lítil- mótlegasta býli töfrum fegurðar sinnar, eða allt þetta til samans, og er þá jafnvæginu fullkomlega náð, að því er heimilisfegurð snertir. En það er ekki ævinlega, að menn geti notið þessa jafnvæg- is. Það er ekki ævinlega, að menn geti búið í fögrum stórum og þægilegum húsum. Það er ekki ævinlega, að sameining, sálarró og friður ríki á heimilun- um, og það er ekki ævinlega, aö náttúrufegurðin breiði töfrablæju sína yfir bústaði mannanna eftir því hvernig það hugtak er vana- lega skilið. En mikið má þó gera til þess að auka heimilisfegurð- ina, ef skilningur og góður vilji fylgjast að. Þeir landar vorir, er hafa , ein- hverra orsaka vegna, orðið að yfirgefa ættjörð sína, finna máske ekki mikið af hinum breytilegu töfrum og stórkost- legu náttúrfegurð á hinum víð- lendu sléttum í Kanada, þeir sjá lítið af hinum silfurtæru lækjum eða hinum háu og tignarlegu fjöllum er við eigum í svo ríkuleg- um mæli. En þó flytur hvert ein- asta vor þessum sömu mönn- um hina aðdáanlegustu fegurð, en það er heimþráin og kærleik- urinn til ættjarðar sinnar, sem hefur þar yfirhöndina, og þá get- ur vel átt sér stað að sumir hafi séð eftir því hvað lítið þeir hafi lagt rækt við það heima í sínu eigin föðurlandi, að prýða heimili sín, úti sem inni. Við íslendingar höfum alltof lítið gert til þess að prýða og fegra heimili okkar. Blómin og angandi jurtir eru allt í kringum oss, vor og sumar, bæði í sveitum sem kauptúnum. Hversu oft á það sér ekki stað, að maður kemur af skrúðgræn- um túnum og blómi vöxnum fjallahlíðum, angandi af skógar- ilm, til heimilis síns, þar sem allt er í flagi eða löðrandi í illgresi. Hversu oft er það ekki að maður sér vor og vorgróður umvefja allt og alla nema heimili manna. Hví gera menn ekki meira af því að flytja sumarið heim að húsum sínum en raun er á. í stuttu máli er ekki hægt að lýsa þeim góðu áhrifum sem vel prýtt umhverfi hússins hefur á heimilishag og heilbrigði manna. Vel ræktaður grasblettur með haganlega fyrirkomnum blóma- beðum fyrir framan hús í bæjum þar sem rúm er fyrir slíkt, eða þá á bak við þau, þar sem svo stendur á, þarf ekki að kosta mikla peninga. Ef menn gerðu sér það að reglu að rækta slíkt, þá væri það ekki aðeins heimilisprýði heldur myndi það einnig auka heilbrigði og fegurð og snúa heilum hverf- um, sem oft eru döpur og gróð- urlaus, í blómareiti. Að lokum vil ég óska og vona að öll heiðarleg félög, hverju nafni sem nefnist, vilji róa að því öllum árum og leggja alla sína góðu krafta fram til þess að gefa gott fordæmi í því að prýða og fegra framkomu sína í öllum greinum og sjá til þess að aðrir, ungir og gamlir, gjöri það, bæði utan húsa sem inan. Þá munu vaxa hér rósir og friður og eining ríkja hér í þessum bæ. Tómas Steingrimsson. Prjónakonur Ath. Erum fluttirað Iðavöllum 14b og kaupum nú einungis lopapeysur, heilar og hnepptar. Móttaka miövikudagana 19. mai, 2., 16., og 30 júnikl. 13 -15. að Iðavöllum 14b, Keflavík. ISLENZKUR MARKADUR HF. (KípUSLA/tjú’MÁi'l/ HITAVEITA SUÐURNESJA Hitaveita Suðurnesja Þjónustusíminn er 3536 STEIMDÓR SIGURÐSSON S5! Sérleyfis og hópferdabílar NJARÐVlK-PÓSTHÓLF 10B-SÍMI 2840-3550 FAXI - 93

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.