Faxi - 01.05.1982, Page 24
Hátíðisdagur skátanna
og sjálfsagt allra fslendinga rann upp
heiður og bjartur - örlítið föl á jörðu,
sem benti til þess að saman hafi frosið
vetur og sumar en það hefur jafnan
þótt heillamerki.
Um það bil er mjög fjölmenn skrúð-
ganga hófst frá Skátahúsinu í Kefla-
vík, gerði hriðjuhraglanda - en slíkt
láta böm með skátauppeldi ekki á sig fá.
Sjaldan hefur hópurinn verið jafn stór,
sem staðföstum skrefum skundaði til
árdegismessu í Keflavíkurkirkju. Þar
flutti séra Ólafur Oddur Jónsson,
skátaguðþjónustu fyrir troðfullu húsi.
Fermingar bama
í Hvalneskirkju:
Nafn Víðis Jónssonar Suðurgötu 20
Sandgerði, féll niður af fermingarlista í
síðasta blaði. Faxi biðst afsökunar á
þessum mistökum.
Aldrei
hefur verið slegist jafn harkalega um
sölukóngstitilinn eins og við sölu síð-
asta Faxa. Tvö börn seldu 74 blöð;
þau Kristín Erlendsdóttir og Jón Tóm-
asson, sem varð sölukóngur í apríl,
Kristín Björk Eriendsdóttir.
tvær stúlkur seldu 73 blöð og mörg
börn seldu um 50 blöð.
Því miður,
tókst ekki að koma öllu efni sem Faxa
hefur borist fyrir í þessu blaði og verð-
ur því að bíða næsta blaðs.
SKOÐANAKÖNNUN
varðandi áfengis og fikniefnamál í
Keflavík, sem framkvæmd var af
Fjölbrautaskóla Suðumesja í sam-
Jón Tómasson.
vinnu við Áfengisvamarnefnd
Keflavíkur.
Þú ert vinsamlega beðin(n) að svara
eftirfarandi spurningum til að aðstoða
við söfnun mikilvægra upplýsinga um
skoðanir Keflvíkinga varðandi áfeng-
is- og fíkniefnamál hér í Keflavík.
I. Telur þú að fræðsla í skólum um
skaðsemi áfengisneyslu ætti að:
a) minnka................... 3
b) haldast óbreytt......... 16
c) aukast?................ 180
Á hvaða skólastigi?
2. ÞESSI SPURNING ER EINUNGIS
FYRIR ÞÁ SEM ERU ÞRÍTUGIR
OG ELDRI.
Telur þú að síðan áfengisútsalan
var opnuð í Keflavík 1967 hafi
áfengisvandamál í Keflavík:
a) minnkað................... 4
b) haldist óbreytt.......... 70
c) aukist?.................. 72
3. Hverja af eftirtöldum leiðum myndir
þú telja árangursríkasta til að draga
úr áfengisvandamálum í Keflavík?
a) aukin fræðsla í skólum,
eingöngu .............. 128
b) lokun áfengisútsölunnar,
eingöngu ................ 6
c) bæði aukin fræðsla í skól-
um og lokun áfengisút-
sölunnar................ 38
d) Aðrarleiðir:...........
4. Hefur þú persónulega orðið var/
vör við neyslu fíkniefna?
Já......................... 69
Nei....................... 133
5. Telur þú að veita ætti fræðslu í
skólum um skaðsemi fíkniefna?
Já........................ 179
Nei......................... 7
Ef já, á hvaða skólstigi? .
Svarandi er:
Karlkyns ..................... 84
Kvenkyns..................... 114
15-20ára...................... 30
21-30 ára..................... 47
31 -40ára..................... 44
41-50 ára..................... 32
51—60 ára..................... 29
61 - 70 ára................... 17
Yfir 70 ára ................... 5
FIMMTUGUR:
Hilmar Jónsson
STÓRTEMPLAR
Um það bil sem þeitta tölublað
Faxa kemur út, hinn 12. maí, verð-
ur vinur minn, Hilmar Jónsson,
fimmtugur. Á þessum tímamótum
í lífi hans finnst mér eðlilegt að
senda honum afmæliskveðju.
Ekki ætla ég þó að fara út í ævi-
söguritun, enda hefur hann sjálfur
ritað um lífshlaup sitt í tveimur
ágætum bókum, og get ég litlu við
það bætt.
Bókasöfn eru að því leyti eins
og veitingahús, að þau draga
menn að sér aftur og aftur, þó ólík-
ar séu þær veigar sem í boði eru. (
dag þykir það ekki munaður aö
geta lesið bækur heldursjálfsagð-
ur hlutur. Svo er efnalegum fram-
förum fyrir að þakka. Um leið hefur
almenningsálitið breyst, og þarf
nú enginn að vera talinn öðrum
hysknari þó hann líti í bók. Hvort
tveggja hefur síðan mótað þá lög-
gjöf sem gildandi er í dag um al-
menningsbókasöfn. Sjálfsnám er
ekki síður mikilvægt en skólanám.
Best fer á að eftir skólanám haldi
fólk áfram sjálfsnámi enda eru
bókasöfnin einn mikilvægasti
áfanginn á leið til ævimenntunar.
En það merkilega orð finnst ein-
mitt í lögum um almenningsbóka-
söfn. Fyrir fáum áratugum var það
algjörlega óþekkt á opinberum
gögnum og nánast ekki til nema
hjá örfáum hugsjónamönnum.
Sumir halda að starf bókavarð-
ar sé aðeins það að sitja við púlt
og afgreiða gestum bækur yfir
borðið. En starfið er annað og
meira.
Þegar Hilmar tók við bókasafn-
inu hér 1958 voru þar um eitt þús-
und útlánshæfra bóka. Þá var það
á hundrað og fimm fermetra gólf-
fleti í íþróttahúsi bamaskólans.
Árið 1974 þegar flutt var í þriggja
hæða hús að Mánagötu 7, var
bókaeign safnisins hátt á annan
tug þúsunda bóka. Aukning því
umtalsverð.
Flestir bókatitlar í safni gamla
Lestrarfélagsins voru skáldrit. Því
þurfti að byrja frá grunni á söfnun
annara rita. Tímaritasafn vantaði
alveg, og t.d. var ekkert til af Suð-
umesjablöðum. Erlendar bækur
afarfáar og sérfræðirit ekki til. Það
kom því í hlut Hilmars að byggja
safnið upp, kaupa inn og bæta í
skörðin. Við það starf hefur hann
verið sívakinn. Einnig á verðinum
gagnvart fjárveitingavaldinu, sem
stundum vill klípa af krónur og
Hilmar Jónsson stórtemplar
setja einhver óskaverkefni, sem
talin eru hafa forgang.
Auk þess er önnur mikilvæg hlið
á stafi bókavarðar - og raunar
allra safnanna Í2 en það er mann-
lega hliðin. Starf bókavarðar er
þjónusta við notendur og upplýs-
ingamiðlun. Að laða fólk að safni -
og ekki síst börn. Óhætt er að
segja, að Hilmari hefur tekist það
vel, það sýna árlegar tölur um
aukin útlán. Embættishroki finnst
ekki í fari Hilmars, eins og því nið-
ur vill brenna við í stofnunum sem
kostaðar eru af almennafé.
Öll störf fyrir safnið hefur Hilmar
rækt af stökustu prýði. Aðstoðar-
fólk hefur hann haft og bókasafns-
nefnd kemur við sögu, sérstak-
lega þegar ýmis veigameiri mál eru
á ferð, eins og t.d. húsbyggingar-
mál, sem eru til umræðu í dag.
Þetta eru þau störf sem fyrst og
fremst snúa að okkur bæjarbúum.
En Hilmar á sér fleiri áhugamál.
Hann er nú stórtemplar Góð-
templara og hefur gengt því emb-
ætti um skeið. Afskipti hans af starfi
Reglunnar eru mikil enda hefur
hann starfað þar árum saman. Rit-
störfum hefur Hilmar sinnt og ná-
lægt félags- og bæjarmálum hefur
hann komið.
Að geta nánast hvenær sem er
komið í bókasafnið þegar á þarf
að halda er mikilvægt fyrir fræði-
mann. Sérstaklega ef hann er nú
ofurlítið yngri en gengur og gerist.
En einmitt þannig hófust kynni
okkar Hilmars fyrir um sautján ár-
um. Ég vil í lokin færa Hilmari ám-
aðaróskir um leið og ég þakka
honum og fjölskyldunni ótal marg-
ar samverustundir á liðnum árum.
Skúli Magnússon.
FAXI - 96