Faxi - 01.05.1982, Side 25
Að swnnan kom voríð
sunnan kom vorið með sólskinið bjarta og ylinn,
og söngfuglahóparnir dreifðust um rindana og gilin.
Hreiður þeir gerðu sér flestir í grösugm móum.
Afgleði við bömin þá dönsuðum sungum og hlógum.
Þvi vorið lér bernskunnar björtu og glöðustu stundir.
En blámi þess vekuri hjartanu þrá um þærmundir,
og löngun þín býður að leggja út á veraldarstiginn.
I lýsing með stafþinn þá vertu til ferðar tyginn.
Þú leggur afstað með nestið og nýgerða skóna,
þótt notalegt sé að hvíla við öskustóna.
- Ef skapanornir þig skelfa á förnum vegi,
er skylda þín maður að þrauka uns hallar degi.
En þá máttu hvílastog hverfa i liðinn tima,
og hvetja til dáða þá er við nornirnarglíma.
Og reynsla þín kemur æskunni eflaust til góða,
því ástin til vorsins hefur svo margt að bjóða.
Hjarta mitt ennþá hrærist i bernskunnar vori,
og hamingjan brosirþar við méri hverju spori.
- Þá lífið á jörðinni leggurþér malinn á herðar,
létturhann veróur ef býstu með gleði til ferðar.
JóhannJónsson
Vertíðarrabb...
-----------------------Framhaldafbls. 77
ur ætla aö veröa lélegur og ekkert
lát er á ótíðinni. Núna erum við
búnir aö fá um 300 tonn. í vetur
sem endranær hef ég haft meö
mér góöa drengi á sjónum. Einn
þeirra, sem með mér er nú, hefur
verið hjá mér í 21 ár og tveir hafa
veriðí 14-15 ár.
Þegar þú lítur til baka yfir þinn
sjómannsferil þá er þér sjálf-
sagt margt minnisstætt.
Mér er sérstaklega hugleikið allt
það góða fólk sem ég hef átt sam-
skipti við jafnt hér heima fyrir, sem
annars staðar. Sjómannsferill
minn er nú orðinn yfir 40 ár og hef
ég alla tíð verið mjög heilsu-
hraustur. Ég minnist þess ekki að
hafa misst úr nema 4 róðra, en
það var vegna smá meiðsla, sem
ég varð fyrir. Ekkert umtalsvert
óhapp hefur hent mig á skipstjórn-
arferlinum utan það þegar bátur
minn var sigldur niður, en þá lán-
aðist sem betur fer að bjarga öll-
um mönnunum. Að sjálfsögðu hef
ég oft hreppt slæm sjóveður, en
báturinn er úrvals sjóskip svo allt
hefur endað vel. Við höfum yfirleitt
aflað vel. Oft vorum við með
hæstu bátum á reknetum og tvær
vertíðir í röð fengum við t.d. yfir
átta hundruð tonn og er það mjög
gott fiskirí á ekki stærri bát.
Ég hef fylgst með þegar gengið
er frá bátnum. Honum er lagt að
austanverðu við vestustu bryggj-
una. Þar eru fyrir bátar tveggja
gamalreyndra formanna m/b Þor-
steinn KE 10 sem stjórnað er af
Guðjóni Jóhannssyni og bátur
Ingólfs R. Halldórssonar, Svanur-
inn KE 90. Þessir þrír bátar eru
allir af minni gerð vertíðarbáta,
sem héðan róa í vetur. Utar við
bryggjuna liggja þeir Ólafur Ingi og
Pétur Ingi, sinn hvoru megin. Þeir
bátar geta að hinu leytinu talist
fulltrúar, stærri bátanna í flotanum
og formenn þeirra góðir fulltrúar
þeirra ungu formann, sem erfa
skulu flotann.
Áður en ég kveð Valda, hefur
hann sagt mér með nokkru stolti
að stýrimaðurinn um borð heiti
Halldór og annar vélstjórinn Vil-
berg og séu þeir synir hans.
Frétt hef ég að í skipaskoðunar-
Byggingaverkfræðingur
Byggingatæknifræðingur
óskast til starfa sem fyrst. Æskilegt að við-
komandi hafi nokkra starfsreynslu. Upplýs-
ingar veitir Guðmundur Björnsson í síma
1035.
VERKFRÆÐISTOFA SUÐURNESJA
Hafnargötu 32 - Keflavík
bók Gunnars Hámundarsonar
standi skráð viðurkenning skipa-
skoðunarmanns þess efnis að öll
umhirða og viðhald bátsins sé eig-
endum hans til mikils sóma og
sannrar fyrirmyndar og kemur slík
viðurkenning engum þeim áóvart,
sem til þekkir.
Sögur herma að kappinn Gunn-
ar á Hlíðarenda hafi haft fagurt og
bjart yfirbragð, en um tryggð
sumra við hann má deila, en full-
yrða má að nafni hans m/b Gunn-
ar Hámundarson GK 357 hafi
hvort tveggja til að bera, bjart og
fagurt yfirbragð og tryggð sinna.
Valdi er léttur á fæti þegar hann
hoppar upp á bryggju. Það er ekki
að sjá neitt lát á þessum sægarpi,
þó hann hafi nú tvó* ár um sextugt.
Fyrr en varir er hann kominn upp í
bíl sinn og lagður af stað heim til
sín út í Garð.
Án efa verður það honum kær-
komið að njóta þessa fyrsta sum-
arkvölds í faðmi fjölskyldu sinnar
heima í Vörum.
Kristján A. Jónsson.
Úrval fúavarnarefna
Nú eftir frosthörkur vetrarins - já, og sumarsins
líka - fer að verða tímabært að fúaverja
tréverkið á ný.
FAXI - 97