Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 3

Faxi - 01.03.1983, Blaðsíða 3
SÉRA JÓN THORARENSEN HEIÐURSBORGARI Bókmenntakynning Leikfélags Keflavíkur og Bæjar- og héraðs- bókasafnsins í Keflavík, sem fram fór 5. mars s.l. á ritverkum Séra Jóns Thorarensen, er haldin var í tilefni af 80 ára afmæli skáldsins, tókst með ágætum - þar héldust í hendu virðuleiki og stemmning. Hilmar Jónsson bókavörður, var aðalhvatamaður að því, að Séra Jóni yrði sýndur sómi og þakklæti Suðurnesjamanna fyrir þau bókmenntaafrek er hann hef- ur unnið og að mestu skapað úr jarðvegi fornra atvinnuhátta, lífs- viðhorfum og stórbrotins mannlífs á Suðurnesjum - einkum í Höfn- um, þar sem hann lifði sína æsku og uppvaxtarár og nam sögu geng- inna kynslóða á landskunnu höfð- ingjasetri. IHOFNUM Karlakór Keflavíkur söng lag Sigvalda S. Kaldalóns - Útnesja- menn við texta þeirra Ólínu og Herdísar Andresdætra. Þær voru tvíburasystur, báðar þjóðkunnar skáldkonur. Herdís var amma séra Jóns. Leifur Isaksson, sveitarstjóri, med Skarðsbók fyrir framan sig og ávarpar séra Jón. En þarna voru fleiri mættir til hátíðahalda en að framan greinir. Leifur ísaksson, sveitarstjóri í Vogum, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum gekk næst í ræðustól, ávarpaði heiðurs- gestinn og færði honum Skarðsbók að gjöf frá S.S.S. Þórarinn St. Sig- urðsson, sveitarstjóri í Höfnum, flutti einnig ávarp, þakkaði Séra Jóni gömul og góð kynni frá því að hann var sóknarbam hans í Nes- sókn. Pví næst tilkynnti hann að á Pórarinn St. Sigurðsson, sveitarstjóri, tilkynnir séra Jóni ákvörðun sveitarstjómar Hafnahrepps að gera séra Jón Thorarensen aðfyrsta heiðursborgara þeirrar byggðar. Frásagnir og sögur séra Jóns eru kyngimagnaðar, orðtök og orðauðgi er með þeim hætti að um aldir mun leitað í þann sjóð orða er annars hefðu horfið að fullu við breyttar þjóðfélagshefðir og bylt- ingu í atvinnuháttum. Hilmar setti samkomuna með stuttu ávarpi til heiðursgestsins og stjórnaði síðan framvindu dag- skrár. Andrés Kristjánsson fv. ritstjóri og fræðimaður flutti ágætt erindi um ritferil og ævi Séra Jóns. Því næst las Þórdís Þormóðsdóttir leikkona úr sögunni Útnesja- menn, Guðríður Magnúsdóttir leikkona las úr Rauðskinnu, og Albert K. Sanders bæjarstjóri, las að lokum úr síðustu bók skáldsins Litla skinnið. Hjónin Ingibjörg og séra Jón Thorarensen í lok samkomunnar. síðasta sveitarstjómarfundi hefði verið samþykkt að gera séra Jón að heiðursborgara Hafna- hrepps. Auk þess bámst þeim hjónum séra Jóni og frú Ingi- björgu Dórotheu I’horarensen blóm. Séra Jón flutt að lokum þakkir öllum er að því stóðu að gera þessa gleðistund svo eftirminnilega fyrir sig og fjölskyldu. Hann taldi að þetta hefði komið sér að óvörum. Hann hefði aldrei hlotið opinbera viðurkenningu og aldrei sýndur slíkur sómi, sem væri sér einkar kærkominn og því fremur sem að baki stæðu Suðumesjamenn. JT. Ljósmyndimar á síðunni tók Heimir. J FAXI - 59

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.