Faxi

Årgang

Faxi - 01.03.1983, Side 5

Faxi - 01.03.1983, Side 5
GOTT BRAUÐGERÐARHÚS RAGNARS- BAKARÍ Ragnar Eðvaldsson bakarameistari. Ragnarsbakarí hefur um árabil verið landsþekkt fyrir- tæki. Astæðan fyrir því er fyrst og fremst sú, að Ragnar Eðvaldsson, bakarameistari, hefur innleitt og boðið upp á ýmsar nýjungar í framleiðslu sinni. Hann lét sér ekki nægja að ljúka námi í iðn sinni hér á landi heldur fór hann til framhaldsnáms í Sviss og víðar. Heimsótti mörg kunn bakarí og kökugerðarhús í ýmsum löndum og flutti lærdóm sinn heim á borð íslenskra heimila - ekki bara hér í Keflavík heldur víðs vegar um landið, þar sem framleiðsla hans er seld. Nýjungar hans hafa spurst vel fyrir — hafa fengið góða umsögn í blöðum og manna á meðal. Framtak hans og árvekni um nýjungar í iðninni hefur jafnframt leitt til fjölbreyttari og betri framleiðslu annarra bakara. Þar sem mér er kunnugt um að á þessu vori eru 20 ár liðin frá því að Ragnar lauk sveinsprófi, leit ég inn í bakaríið til hans á bolludaginn til að sjá hvemig hann og starfsfólk hans brást við önnum stærsta viðskiptadags ársins. Þar sem ég taldi víst að lesendur Faxa hefðu löngun til að kynnast nokkru nánar Ragnari og hans landskunna bakaríi — lagði ég nokkrar spurningar fyrir hann í leið- inni. Er þad ekki rétt munað að þú ert fœddur Vestmannaeyingur Ragn- ar? Jú. Það er rétt. Faðir minn Eðvald Valdórsson var Austfirð- ingur, en hann drukknaði er skip hans Sæborg fórst við Langanes á stríðsárunum. Þá var ég tveggja ára. Móðir mín Helga Jónsdóttir er fædd í Vestmannaeyjum en á móðurætt sína hér í Keflavík. Það varð því að ráði að hún flutti til Keflavíkur er ég var 6 ára. Hér giftist hún Lúðvíki Jónssyni og gekk hann mér í föðurstað. Hér hef ég síðan átt heima. Árið 1959 hóf ég bakaranám hjá Sigurði Jónssyni, sem er bróðir móður minnar en meistarinn var Jón Björnsson í Bakaríinu Austurver í Reykjavík. Iðnnámið stóð í fjögur ár. Árið 1961 giftist ég Ásdísi Þor- steinsdóttur og byrjaði að búa. Að námi loknu fór ég í framhaldsnám fú Sviss og var þar í 6 mánuði hjá ^jög góðum meistara. Þaðan fór eg til Kaupmannahafnar og vann hjá einum besta bakaranum á >>Strauinu“. Þar var ég ekki lengi því ég hafði áður lært flest af því sem þar var unnið. Þegar ég kom svo heim vorið 1964 fór ég að und- mbúa stofnun eigin fyrirtækis og 12. desember 1964 hóf ég starf- semina á Hringbraut 92. Um haustið 1971 keypti ég svo hús vestur á Hátúni 36, sem var gamalt trésmíðaverkstæði og um- byggði það í brauðgerðarhús og hóf framleiðslu þar í maí 1972. Það var heldur önugt að vera með baksturinn á tveimur stöðum og þar að auki var starfsemin að sprengja utan af sér húsnæðið svo ekki var hjá komist að taka afger- andi ákvarðanir - en þær leiddu til þess sem nú er orðið - öll starf- semin undir einu þaki. Hér er mikið að snúast í dag. Ég sé að margt starfsfólk er á þönum niðri í vinnusalnum. Erekkibollu- dagurinn einn stœrsti viðskipta- dagur ársins hjá þér? Jú. Bolludagurinn er eins og Þorláksmessa í öðrum matvöru- búðum og gjafavöruverslunum - jólatraffík hjá bökurum Er ekki undirbúningur að ferm- ingadögum einnig stórir dagar? Þeir eru það í vaxandi mæli, en ekki samt í líkingu við bolludaga. Þá eru það einkum rjómatertur og svo erum við farin að taka að okk- ur veislur - bæði fermingaveislur og eins veislur af öðrum tilefnum. Undirbúningi að veislu ljúkum við á venjulegum vinnudegi. En svo við snúum okkur aftur að bollunum þá væri forvitnilegt að vita meira um þœr t.d. hve margar tegundir þú framleiðir af bollum og hve mikil bolluafsetning er á einum slíkum degi? Það eru einkum 5-6 tegundir af bollum sem seldar eru á bolludegi, og eru rjómabollur langvinsælast- ar og mest seldar. Magnið sem við framleiðum núna er milli 45 og 50 þúsund sty kki - var um 40 þúsund í fyrra. Geysilegt magn er j>etta. Hvar selur þú allar þessar bollur? Það er nú fyrst og fremst um allar byggðir Suðurnesja og það sem ég vil kalla Stór-Keflavíkur- svæðið - það er allt Reykjanes- kjördæmið - Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Seltjam- ames, Mosfellssveit og við seljum einnig mikið til Reykjarvíkur. Mikið af bollunum eru með r jóma eða öðrum viðkvæmum efnum og því varla hægt að senda bollur á f jarlægari slóðir. Hvað tekur langart tíma aðfram- leiða svotia mikið afbollum? Við hefjum undirbúning að bollugerðinni 5 dögum fyrir bollu- dag og síðan er látlaust unnið af kappi. Onnur framleiðsla hjá þér-hver erhún? Það má segja að það sé almenn framleiðsla bakaría - brauð og kaffibrauð - smákökur, rjóma- kökur og svipaða vöru erum við nú eins og er ekki almennt með nema fyrir jól og tyllidaga, sem kemur til af því að við erum ekki lengur með eigin útsölu. Já nú ert þú nýbúinn að selja sölubúð þína á Hringbrautinni. Gerðir þú það af praktískum ástœðum? Já, ég náði ekki upp nógu mikilli sölu í þessari búð. Eg var þar að jafnaði með um 60 tegundir á boð- stólum sem hvergi voru seldar ann- ars staðar. Kom með tilbreytingar um helgar, en það dugði ekki til. Það var feykimikil vinna sem lá í þessari þjónustu, ég var þar með 6 manns. Svæðið er sennilega ekki nógu fjölmennt til að veita þau viðskipti er til þarf til að standa undir þeim kostnaði, sem bakkels- isverslun með þessu umfangi getur staðið undir. Þessa daglegu framleiðslu þína selur þú víðar en hér í Keflavík? Já. Egbyrjaði árið 1975 að fram- leiða Heilsubrauðin. Þá opnaðist Reykjavíkurmarkaðurinn og síð- an hefur leiðin legið á fjarlægari mið. Við seljum nú brauð vestur á Vestfirði - Patreksfjörð, ísafjörð og víðar. Einn umboðsmann hef ég á Akureyri, hann selur einkum rúllutertubrauð og kringlur. FAXI - 61

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.