Faxi

Volume

Faxi - 01.03.1983, Page 9

Faxi - 01.03.1983, Page 9
Ragnar Guðleifsson: VISITALAN Hinn 4. apríl næstkomandi eru 44 ár liðin síðan hin margum- talaða vísitala var löggilt sem mælikvarði á kaupgjald, miðað við verðlag í landinu á hverjum tíma. Þetta gerðist 4. apríl 1938. Það var komið styrjaldar- ástand í Evrópu. Hitler var kom- inn til valda í Þýskalandi. Stjórn Hermanns Jónassonar, var upphaflega samstjórn Al- þýðuflokks og Framsóknar og var þannig skipuð: Hermann Jónasson, forsætis-, dóms- og kirkjumálaráðherra, Haraldur Guðmundsson, atvinnu- og sam- göngumálaráðherra og Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra. En 4. apríl 1938 sagði Haraldur Guð- mundsson af sér ráðherraemb- ætti í mótmælaskyni gegn gerðar- dómslögum í togaradeilu, sem staðið hafði síðan um áramót. Tók þá Skúli Guðmundsson við ráðherraembættinu. Um þetta leyti eða daginn áður, 4. apríl, var gengi íslensku krónunnar felllt og vísitala fram- færslukostnaðar eða kauplags- vísitalan varð til. Mánudaginn 3. apríl 1939 var útbýtt á Alþingi frumvarpi til laga um gengisskráningu og ráð- stafanir í því sambandi. Þá var krónan lækkuð þannig, að krón- an var framvegis skráð á kr. 27.00 sterlingspundið í stað kr. 22.15 áður. grundvöllur vísitölukaupsins, var hann ákveðinn 100. Var grund- völlurinn miðaður við almennar neysluvenjur verkafólks í Reykjavík. Vísitalan skyldi reiknast mánaðarlega eftirá. Ef vísitalan sýndi hækkun á fram- færslukostnaði 5 stig eða meira, þá skyldi greiðast 3/4 hækkunar- innar. Laun skyldu lækka með sama hætti, ef framfærsluvísital- an lækkaði. í þessu andrúmslofti varð vísi- tala framfærslukostnaðarins til, og var henni ætlað að stuðla að réttlátari kjörum vinnandi stétta. En dýrtíðin lét ekki að sér hæða, hún óx nú hröðum skrefum, svo sem sjá má af mánaðaryfirliti Hagstofunnar um smásöluverð í Reykjavík. Þar segir: 7.. des. 1939: Aðalvísitala matvæla hefur hækkað í októbermánuði um 23 stig, eða um 12%. Var hún 1% stig 1. okkt. en 219 stig 1. nóv. 1939. Hvernig frumvarpið var afgreitt á Alþingi Frumvarpið til laga um gengis- skráningu og ráðstafanir í því sambandi var lagt fram á Alþingi mánudaginn 3. apríl 1939. Flutn- ingsmenn voru Skúli Guðmunds- son, Eysteinn Jónsson, Finnur Jónsson og Pétur Ottesen. Frumvarpið var afgreitt næstu nótt með afbrigðum frá þing- sköpum í báðum deildum. Lögin voru síðan símuð út til konungs til staðfestingar og komu til framkvæmda daginn eftir, 4. apríl 1939. Lögin voru samþykkt með 24:8 atkvæðum í neðri deild og 11:5 í efri deild. Umræður um gengislækkun- ina urðu harðar. í neðri deild greiddu 8 þingmenn atkvæði gegn því, þingmenn sósíalista 3 og 5 sjálfstæðismenn. í efri deild greiddu atkvæði gegn frumvarpinu 3 sjálfstæðis- menn, einn alþýðuflokksmaður og 1 sósíalisti. Hvernig tók fólkið þessum lögum? Fréttir blaðana sögðu: í gær- kveldi, meðan rætt var um geng- islækkunarfrumvarpið, safnaðist allmikill mannfjöldi saman fram- an við Alþingishúsið og gerðist þar nokkurt hark og hávaði. Mannsöfnuður þessi leystist þó að mestu upp, þegar leið að mið- nætti. Síðan þetta gerðist, að vístala framfærslukostnaðar var sam- þykkt sem mælikvarði á kaup, eru nú liðin nær 44 ár. Það ætti að vera nægilegur reynslutími og því spyrjum við: 1. Hefur vísitalan haldið dýrtíð- inni niðri? 2. Er vísitaalan réttlátur mæli- kvarði á kauphækkanir? 1. Nei, síður en svo. Háar vísi- tölubælur magna oft verð- bólguna, það höfum við feng- ið að reyna gegnum árin. 2. Nei, vísitalan hækkar kaupið eftirá, oft eftir langan tíma. Reynslan hefur sýnt okkur, að á þeim tímum, sem vísital- an hefur verið tekin úr sam- bandi eða skert, þá hefur kaupgjald og vöruverð verið í meira jafnvægi. Mestu munar hér, að landbúnaðarvöru- verðið fylgir ávallt kaupi verkamanna. Hvers vegna þarf það að vera? Ekki geta útgerðarmenn og sjómenn hækkað fiskverðið þótt kaup verkamanna hækki í landi. - Að greiða niður vísitöluna Eitt er það ráð ríkisstjóma, til þess að draga úr vexti vísitölunn- ar, að greiða vísitöluna niður, sem kallað er. En það er þannig framkvæmt, að ríkið greiðir nið- ur vissa vöruflokka í nokkra daga, áður eða á meðan verið er að reikna út vísitöluna. Oftast em það landbúnaðarvörurnar, sem greiddar eru niður, því þær vega þyngst í vísitölugrundvellin- um. Jafnvel eru þess dæmi, að kartöflur hafi verið greiddar nið- ur, þegar engar kartöflur voru til sölu í landnu. Það var á þeim tíma árs, að innlenda framleiðsl- an var uppseld, nýjar kartöflur innlendar ekki komnar á mark- aðinn og engar kartöflur fluttar inn. En vísitalan lækkaði vegna þess, að kartöflurnar, sem ekki voru til, vom greiddar niður. En stundum hefur það verið erfitt að stjóma eftir vísitölu Þannig var það á árunum 1967 og 1968, að miklar sveiflur urðu á gengi íslensku krónunnar. Hinn 24. nóv. 1967 var gengi íslensku krónunnar lækkað um 24,6% í kjölfar gengisfellingar breska pundsins. Var þá ljóst að breyt- ingin á þessum helsta viðmiðun- argjaldmiðli krónunnar myndi hafa veruleg áhrif á efnahagslífið hér á landi, einkum vegna þeirra miklu erfiðleika, sem þá steðj- uðu að aðalatvinnuvegi lands- manna, sjávarútveginum, vegna aflabrests og verðfalls á frystum fiski á erlendum mörkuðum. Miklar blikur voru á lofti á vinnumarkaðinum og allar horf- ur á verkföllum hjá félögum inn- an A.S.Í. um næstu mánaðamót, en farmannaverkfalli þá nýlokið. Þá gerðist það á Alþingi að forsætisráðherra, Bjami Bene- diktsson, skýrði frá því,, að ríkis- stjómin hygðist leggja fram Framhald á bls. 79 Meðal ráðstafana í sambandi við gengislækkunina, sem fylgdi þessu frumvarpi, var ákvæði um vísitölu framfærslukostnaðar og mun þetta vera hið fyrsta, sem slík vísitala er lögfest sem mæli- kvarði á kaup verkamanna. Þegar fundinn hafði verið FAXI - 65

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.