Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1983, Síða 11

Faxi - 01.03.1983, Síða 11
um. Hrepparnir vildu þessvegna losa sig úr tengslum við þorpin, og ýtti þetta m.a. undir að þéttbýlis- kjarnar við sjávarsíðuna urðu sér- stök sveitarfélög. Síðar hafa gagn- stæðar orsakir leitt til sömu niður- stöðu. Þéttbýliskjarnar hafa viljað losna úr tengslum við dreifbýlis- byggð innan saman hrepps. Þar sem um var að ræða þéttbýl- iskjarna og dreifða byggð í sama hreppi, urðu oft óhjákvæmilega árekstrar um það, hvar þunga- miðja stjórnunar hreppsins átti að liggja, og hvert framkvæmdum hreppsfélagsins skyldi beint, og skiptust hreppar stundum af þess- um sökum. Það er augljóst, að fjölgun hreppa vð skiptingu hefur haft það í för með sér, að fámennum hrepp- um hefur fjölgað hlutfallslega, og þeir því orðið veikari stjórnarfars- legar einingar, þó hreppsbúar hafi talið sig ná öðrum markmiðum betur þannig. Hafa ýmsir þeir, sem virkastir hafa verið í stjórnunar- málum sveitarfélaga lengi haft áhyggjur af þessari þróun. Málið hefur því lengi verið í umræðu, nefndir starfað og lagabálkar sam- þykktir um sameiningu og stækk- un sveitarfélaga. Tel hagkvæmt og eðlilegt að sveitarfélög sameinist þar sem það á við Ég hefi lengi verið í hópi þeirra sveitastjórnarmanna í mínu heimahéraði, á Suðurnesjum, sem leggja mikla áherslu á sameiningu sveitarfélaganna á því svæði, tveggja eða fleiri. Ég virði og viöurkeni þær ástæð- ur og þau rök sem forfeður okkar færðu fram til skiptingar hreppa, en á hinn bóginn tel ég vafasaman grundvöll til þess að halda slíkri skiptingu við nútíma aðstæður. Það hafa einmitt verið breytingar á skipan hreppamarka eftir því sem skynsamlegt hefur þótt við ríkj- andi aðstæður í þjóðfélaginu, og nú hygg ég að mörgum sýnist breyting í sameiningarátt skyn- samleg. Ég hygg að fáum blandist hugur um það, að nú sé öll staða mála í þessum efnum gjöbreytt frá því sem var, bæði hvað varðar vald- og fjármagnsdreifingu í þjóðfélaginu, nýtingu fjármagns- og atvinnu- tækja til hagsbóta fyrir íbúa, öll skipulagsmál byggðar, samræming í stjórnsýslu og sparnaður, sam- skipti í uppbyggingu og skipulagi atvinnumála, bæði hinna hefð- bundnu atvinnuvega og uppbygg- ingu nýrra starfsgreina, sívaxandi margþætt þjónusta við íbúa, öll eru þessi mál og önnur sent sveitar- félög hafa við að glíma, þann veg vaxin að sameinuð sveitarfélög eru betur í stakk búin að sinna þeim eftir kröfum tímans. Ég tel því samruna sveitarfélaga skynsam- legan hvarvetna þar sem þéttbýlis- kjarnar eru nánast samvaxnir, þó í aðskildum hreppum séu, eða þá að stutt er milli þéttbýliskjarna tveggja eða fleiri sveitarfélaga, og greiðar samgöngur eru á milli, hvort heldur er að vetri eða sumri. Þesar aðstæður sýnist mér dæmigerðar fyrir það hérað, sem ég starfa í, Suðumes. Ég mun að lokum fara nokkrum orðum um þróun þessara mála á því svæði. Framhald á bls. 80 MINNING: Lárus Hörður Ólafsson vélstjórifrá Keflavík FÆDDUR 19. APRÍL 1936 - DÁINN 5. MARS 1983 Hinn 5. mars sl. andaðist á St. Thomas sjúkrahúsinu í London Lárus Hörður Olafsson, vélstjóri frá Keflavík. Hörður var sjötti í röðinni af tólf börnum þeirra hjóna, Olafs Sólimanns Láms- sonar, útgerðarmanns í Kefla- vík, og Guðrúnar Hannesdóttur, en af þeim komust tíu til fullorð- insára. Eftir nám í barna- og gagn- fræðaskóla lá leiðin á sjóinn svo sem leið eldri bræðra og föður höfðu einnig gert. Fljótlega fór hann í vélstjóranám og starfaði sem vélstjóri, lengstum á bátum föður síns. Ambjörn bróðir hans var þá jafnan skipstjóri og vom þeir bræður saman í skiprúmi langt á annan áratug. Hörður hætti til sjós árið 1972 og starfaði við vélgæslu í frystihúsi, sem var í eigu fyrrtækis, sem hann og syst- kini hans settu á stofn, þegar faðir þeirra hætti atvinnurekstri. Síðustu fimm árin rak hann kvöldsölubúðir í Keflavík og Reykjavík. Hörður var tvígiftur. Fyrri kona hans var Anna Scheving. Þeim varð ekki bama auðið, en tóku í fóstur systurson Önnu, Ellert Markússon. Þau slitu sam- vistum. Síðari kona hans var Aðalheiður Arnadóttir. Þau eignuðust saman tvön böm. Þau em Ragna 14 ára og Ólafur Sóli- mann 13 ára. Frá fyrra hjóna- bandi átti Aðalheiður einn son, Einar, sem ólst upp hjá þeim. Þau Aðalheiður skildu fyrir þremur árum. Síðustu árin bjó hann með unnustu sinni, Normu McKleave, og syni hennar, Stef- áni. Hörður starfaði allmikið að fé- lagsmálum. Hann hafði mikinn áhuga á sálarrannsóknum. í byrjun mun það hafa verið vegna áhuga foreldra hans á þeim mál- um. Hann vann mikið starf í þágu Sálarrannsóknarfélags Suðurnesja og var formaður þess um árabil. Hann var sannfærður um að líf væri á eftir þessu og mun sú sannfæring hans hafa hjálpað honum í veikindum hans. Hann tók mikinn þátt í starfi sjómannadagsráðsins í Keflavík í mörg ár. Einnig var hann um tíma í stjórn Vélstjórafélags Suð- umesja. Að leiðarlokum er margs að minnast. Nær fjömtíu ára kynni marka sín spor á lífsleiðinni. Hörður var aðeins 8 ára gamall drengur, þegar ég tengdist fjöl- skyldu hans. Ég fylgdist með honum í leik og námu. Ég þekkti hann í starfi og striti hins daglega lífs. Ég þekkti hann sem vin og félaga. Ég þekkti han sem heim- ilisföður. Ég þekkti hann á gleði- stundum og einnig, þegar sorgin gekk í garð. Já, það er margs að minnast. Það eru bjartar og hug- ljúfar minningar, sem Hörður skilur eftir. Ríkjandi einkenni í skapferli Harðar mágs míns var glaðværð- in. Það var aldrei deyfð eða drungi í kringum hann. Hann var hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann var staddur. Hann var fyndinn og orðheppinn svo að af bar. Lífsgleðin var mikil og hann hreif aðra með sér og lýsti upp umhverfi sitt. Annað sem ein- kenndi Hörð var umhyggjusemi hans og ástúð í garð þeirra sem honum voru nákomnir. Hann var einn af þeim mönnum, sem ekki var hægt að reiðast við og það var auðvelt að fyrirgefa hon- um misgerðir, ef einhverjar voru. Hörður var vinmargur. Hann átti auðvelt með að kynnast fólki og veitti mikið af gnægð lífsorku sinnar og glaðværðar. Hans verð- ur sárt saknað af mörgum. Þau sem sárast sakna eru þó auðvitað öldruð móðir hans, böm hans og fósturbörn, unnusta hans og syst- kini. Þessu fólki öllu flyt ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég bið góðan Guð að færa þeim líkn með þraut og sefa sára sorg þeirra. Minningin lifir, þótt mað- urinn deyi og góður maður gleymist ei. Mági mínum elsku- legum bið ég Guðs blessunar og þakka fyrir samfýlgdina. Ég veit að nú gengur hann á Guðs veg- um. Ég og kona mín þökkum honum góðvildina og glaðværð- ina, sem hann sýndi fjölskyldu okkar alla tíð. ,,Far þú í friði, friður guð þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Asgeir Einarsson. FAXI - 67

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.