Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1983, Síða 16

Faxi - 01.03.1983, Síða 16
ámað heilla... ámað heilla... ámað heilla... ámað heilla... ámað he Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri, sextugur Alltaf halda menn aftnœli þegar þeir eða vinir þeirra vilja fagna tímamótum, þ.e. þegar jörðin okk- ar og við erum búin að fara vissan fjölda ferða umhverfis sól frá því að fyrst sáum heiminn, til dœmis sextíu ferðir. Eitt slíkt var 10. mars sl., en þá varð Gunnar Sveinsson kaupfé- lagsstjóri sextugur. Og þá vill allur hópurinn í Faxa árna honutn heilla, og að vísu tnargir margir fleiri. Gunnar fœddist 10. tnars 1923 að Góustöðum við Isafjarðardjúp, sonur hjónana setn þar bjuggu, Guðríðar Magnnúsdóttur og Sveins Guðmundssonar. Olst hann þar upp í hópi vandamanna og vina, uns hann tók stefnuna suð- ur í skóla, eins og flestir hafa gert á þessari öld. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1942, ogsíðan hafa aðalstörf hans verið á vegum samvinnuhreyfingarinar, þ.e. full fjörutíu ár. Kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Suðurnesja varð hann árið 1949, ogerþaðenn. Vöxturog viðgangur þess fyrirtækis hefur orðið tneð ágætum þessi ár, þar er nú eitt af jteitn stœrstu í landinu. Má þakka það forystu hans í satn- vinnu við marga ágœta metm. Auk síns aðalslarfs hefur Gunn- ar tekið virkan þátt í félagsmálum samtíðarmanna sinna, til dæmis í ungmennafélags- og íþróttahreyf- ingu, verið varamaður á Alþingi fyrir Fratnsóknarflokkinn um fjög- urra ára skeið, setið í stjórnum ýmissa stórfyrirtækja ,,okkar heims“ svo setti Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga, saltverk- smiðju, fræðsluráði Reykjaness- umdæmis, skólanefnd Fjölbrauta- skótla Suðurnesjasem formaður frá upphafi, auk margra annarra, sem of langt yrði upp að telja hér. Fé- lagsmálastörf Gunnars, sem og önnur störf meta samtíðarmenn þannig, að hatm hafi leyst þau af hendi ttteð mjög farsælum hætti. Kona Gunnars er Fjótla Sigur- björnsdóttir, og hefur sú fíngerða kona byggt upp jállegt heimili með honum. Pau eignuðust fimm efni- leg börn. Tvo uppkomna syni hafa þaun misst. Svo er það, að í hverj- ttm ranni vilja skiptast á sorg og gleði. Þótt vinir Gunnars hefðu mjög gjarnan viljað senda honum sveig af blómum á afmælisdaginn, eða taka í hönd hans, þá er jxtð ekki hægt að sinni, vegna þess að hann er ekki við. Til þess að hægt sé, hvort sem heldur, að krýna menn eða krossfesta, þá er /xtð höfuð- atriði að þeir séu sjálfir viðstaddir. Pau hjón eru að vísu stödd á sömu lengdargráðu og við í Keflavík þessa daga, bara langtum sunnar, það er að segja á Kanaríeyjum. Par halda þau sína góugleði, innan um senora, senorítur og annnað heil- agfiski, af Islandi og Spáni saman- lagt. Par vœnti ég að jtau veiti nú vorintt móttöku. Bestu árnaðaróskir eiga þessar línuraðfæra þeim sextuga unglingi, Gunnari Sveinssyni, í tilefni af- mælisins, - en hringferðir hans um sólina þurfa ekki að vera nema rétt rúmlega hálfnaðar enn. Valtýr Guðjónsson. Pann 10. tnars varð Gunnar Sveinsson kaupfélagsstjóri sextug- ur. Hann réð'isl sem kaupfélags- stjóri til Kaupfélags Suðurnesja í ársbyrjun 1949, en hafði þá starfað hjá nokkrum kaupfélögum áður. Kaupfélag Suðurnesja varstofnað í ágúst 1945 og var því bæði ungt og fátœkt félag þegar Gunnar kotn hingað. Hallarekstur varð hlut- skipti félagsins fyrstu árin, en strax á öðru ári eftir að Gunnar var ráð- inn, sýndu ársreikningarnir tekju- afgang. Síðan eru liðin tneira en 30 ár, ungt og fátæktfélag hefur orðið eitt af stærstu kaupfélögum lands- ins undir sterkri stjórn Gunnars. Eg tel að kappsemi hans og dugn- aður haft þar ráðið mestu. Eg hej utn tuttugu ára skeið fylgst nokkuð tneð störfum Gunnars í jtágu Kaupfélagsins og veit að betur gœti hann ekki innt þau af hendi þótt hann væri að vinna í eigin þágu. Stundum hefur Kaupfélagið fengið góðatt byr, þá er létt að stjórna, en þegar blæs í móti þarf bæði áræði og seiglu til að berast ekki af leið. A Gunnar hefur alltaf haft nægan * i styrk til að fleyta kaupfélaginu yftr inögru árin. Arangur hans hefur vakið at- hygli samvinnumanna í landinu. 1973 var hann kosinn í varastjórn Sammbands íslenskra samvinnufé- laga og 1979 í aðalstjórn þess. Gunttar hefur beitt áhrifuttt sínutn á fjöltnörgum sviðum félagsmála setn of lattgt yrði upp að telja. Hantt vart.d. ístjórn Ungmennafé- lags Keflavíkur í 10 ár og /xtr af fortttaður í tvö. I stjórn Ung- mennafélags íslands var hann frá 1968 til 1974. Pegar Suðurnesja- ttienn fóru að hyggja að fjölbrauta- TILKYNNING frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja Með tilvísun til laga nr. 50/1981 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit er tóku gildi 1. ágúst sl., og af gefnu tilefni, vill Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja vekja athygli allra sem hlut eiga að máli, á því, að óheimilt er að hefja hvers konarstarfsemi í lögsagnarumdæminu nemaáður hafi veriðfengið leifi Heilbrigðisnefndar Suðurnesja til þess, svo sem: Öll starfsemi, er varðarframleiðslu, geymslu, pökkunog dreifingu mat- væla og annarra neysluvöru, gistihús, matsölurogaðrirveitingastaðir, skólar og aðris kennslustaðir, rakarastofur, hárgreiðslustofur, nudd- stofur og hvers konar aðrarsnyrtistofur, barnaheimili, upptökuheimili, leikvellir, heilbrigðisstofnanir, stofnanir fyrir þroskahefta, drykkju- sjúka og tilsvarandi, lækningastofur, dvalarheimili fyrir aldraða, sam- komuhús, þ.á.m. kirkjur, fangelsi og aðrar vistarverur handtekinna manna, gripahús, alifuglabú o.fl. Það eru eindregin tilmæli til allra, sem hugsa sér að hefja ofangreindan rekstur á Suðurnesjum, að hafa strax samráð um allt varðandi hreinlæti og hollustuhætti við Heilbrigðisfulltrúa Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, en þar fást umsóknareyðublöð fyrir alla slíka starfsemi. Athygli skal vakin á því að þeir, sem byrjað hafa starfsemi en hafa ekki tryggt sér starfræksluleyfi Heilbrigðisnefndar Suðurnesja, ber að gera það, annars eiga þeir á hættu að starfsemin verði stöðvuð. HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA HEILBRIGOISFULLTRÚI Brekkustíg 36 - Njarðvik - Sími 3788 Viðtalstími kl. 10-11. 72 - FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.