Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1983, Síða 18

Faxi - 01.03.1983, Síða 18
f AUÐVITAÐ KEMÉG AFTUR... Þeim fer fjölgandi heimilunum á Suðumesjum sem taka þátt í starfi A.F.S. á íslandi. Nú á skólaárinu 1982- 1983 hafa hjónin Davíð Eyrbekk og Sigurlaug Gunnars- dóttir, Fagragarði 10 í Keflavík, opnað heimili sitt fyrir ítalskri 17 ára stúlku, Robertu Bianconi, sem stundar nám í Fjölbrautaskóla Suðumesja. Ég kynntist Robertu skömmu eftir komu hennar til landsins, og hef fylgst með dvöl hennar hér. Ég bað hana að segja lesendum Faxa frá sjálfri sér og því er á daga hennar hefur drifið. Hún varð fúslega við beiðni minni. Hvará Italíu áttu heima? Ég er frá Macerata í Mið-Ítalíu. Það er um þriggja tíma keyrsla í suður frá Rímini, sem margir ís- lendingar þekkja. Macreata er 75 þúsund manna borg, eða nálægt því álíka fjölmenn og Reykjavík. Segðu okkur dálítið frá fjöl- skyldu þinni á Italíu. Pabbi minn er leikfimikennari og mamma starfar í sportvöru- verslun. Ég á engin systkini en tvo hunda og fimm ketti, sem mér þykir mjög vænt um, og sakna mikið. Hvernig er skólagöngu barna og unglinga á Italíu háttað? Allir byrja sex ára í skóla og eru 5 ár í barnaskóla, 3 ár í unglinga- skóla og síðan taka við sérskólar. Ef nemendur hafa hug á að fara í háskóla þurfa þeir að vera 5 ár í námi eftir unglingaskóla, til að fá inngöngu í háskóla. Hver voru tildrög þess að þú sótlir um skitpnám hjá AFS? Pabbi spurði mig þegar ég var bam hvort ég vildi ekki fara til Ameríku eða eitthvað annað í skiptinám, en þá hafði ég engan áhuga fyrir siíku. En svo fór ég að hugleiða þenn- an möguleika nánar ásamt vini mínum fyrir nokkrum árum og niðurstaða okkar varð sú að það hlyti að vera gaman að fara í skipti- nám. Margir sækja um og flestir til Ameríku - 12 frá okkar svæði fengu jákvæð svör. Ég sótti um Ameríku, en ísland til vara, og ég fékk ísland. Pabba mínum líkaði það ekki fyrst í stað, en ég var lengi búin að hafa áhuga á íslandi, því í barnaskólanum var ég búin að læra um Island, svo sem um Vatnajökul, heita vatnið í jörð- inni, Geysi, Gullfoss og einnig lás- um við um þorskastríðið við Breta. Svo lásum við um sólina sem sest ekki um hásumarið. Síðar þegar pabbi og mamma fóru að hugsa nánar um það að ég færi til íslands þá fannst þeim það mjög gott því þau vissu það, að á íslandi er lítið um ofbeldi. Hvenœr komstu til Islands? Ég kom hingað 21. ágúst 1982. Ég flaug frá Róm til Mílanó og frá Mílanó til Kaupmannahafnar. Þetta var mjög erfitt ferðalag. Ég var alveg óvön ferðalögum og í Kaupmannahöfn reyndi í fyrsta sinn á enskukunnáttu mína, þegar ég þurfti að skipta um vél til ís- lands. Ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég flaug yfir ísland og sá ekkert nema hraun og gróðurlaust land. Pegar vélin lenti, þá tók ekki betra við. A flugseðli mínum stóð að ég færi til Reykjavíkur, en ég sá enga borg. Ég vissi ekki að flug- völlurinn væri í Keflavík. Á flug- vellinum tók stúlka frá skrifstofu AFS í Reykjavík á móti mér, og svo nýja fjölskyldan mín. Ég var mállaus og hrædd fyrst, því ég var búin að reikna með að dvelja með öðrum skiptinemum í búðum, en svo þurfti ég bara strax að byrja að bjarga mér með nýju fjölskyld- unni. Hvernig er fyrir sautján ára stúlku að eignast allt í einu nýja fjölskyldu? Ég var búin að fá upplýsingar um fjölskylduna og myndir. En þessar myndir gáfu mér ekki rétta mynd af fólkinu, þetta voru svo uppstilltar myndir. Ég ímyndaði mér mjög formfasta fjölskyldu, svo ég taldi mér trú um að ég yrði að vera mjög stillt og ég yrði alltaf að biðja um leyfi til að gera allt sem mig langaði til að gera. En þegar til kom var þetta allra besta fólk, glatt og þægilegt, og vildi allt fyrir mig gera til að láta mér líða vel. Mér finnst að fólk ætti að senda myndir úr daglega lífinu, en ekki myndir frá ljósmyndara. Hvernig líkar þér maturinn? Mér líkar hann vel, ég borða flestan mat, og líka alltof mikið, en mér líkar ekki þorramaturinn, slátur, svið hákarl og harðfiskur. Mér líkar best kartöflur og kart- öflumos og soðinn fiskur, sérstak- lega lúða, kál og rófur og skyrið er ágætt. Hvað viltu segja um nám þitt í FS? Mér finnst skólinn alveg frábær. Ég er í þýsku, rússnesku, dönsku, latínu, stærðfræði, íslandssögu, leiklist og svo er ég í skólakórnum sem æfir einu sinni í viku í tvo tíma í einu. Mér finnst kennararnir mínir mjög frjálslegir og maður er ekki þvingaður í návist þeirra. Það er tilhlökkun til hvers nýs skóla- dags og um helgar sakna ég skól- ans. Mér finnst skólasystkini mín, sem ég hef kynnst, mjög vingjarn- leg og kurteis, en ég þurfti að hafa frumkvæði að kynnast þeim, og það var líka erfitt að tala við þau fyrst í stað en nú hefur þetta lagast. Mér finnst þau mjög fyndin og skemmtileg og mér líður vel með þeim. Á Ítalíu var ég í bekkjar- kerfmu - alltaf sömu krakkamir saman - en í fjölbraut er þetta allt öðruvísi, og mér þótti þetta svolít- ið erfitt fyrst, því í þessu kerfi kynnist maður ekki krökkunum eins náið. Þú talargóða íslensku miðað við þann stutta tíma, sem þú hefur dvalið hér. Hvernig finnst þér ís- lenskan? Mér finnst hún dálítið erfið, sér- staklega sagnbeygingin. Ég fór í íslensku í Námsflokkum Reykja- víkur, en mér fannst ég eiginlega læra meira af krökkunum í skólan- um en í Námsflokkunum, því krakkarnir í skólanum leiðrétta mig alltaf og mér líkar vel þegar þau segja: Bíddu, þetta var skakkt. - Það þykir mér gott því á þess konar leiðréttingum læri ég mest. Er það rétt að þú hafir verið að vinna með náminu? Jú, í september byrjaði ég að bera út Morgunblaðið. Ég ber út 69 blöð. Ég vakna alltaf um kl. 5 og byrja að bera út á sjötta tímanum, og er búin fyrir kl. 7. Þá kem ég heim les Morgunblaðið og bý mig af stað í skólann. Oftast er ég búin í skólanum milli kl. 3 og 4 , nema þegar kóræfing er þá er ég lengur. Þegar ég er að rukka fyrir blaðið er fólkið mjög vinsamlegt og allir vilja tala við mig, þegar þeir heyra mig tala og spyrja hvaðan ég sé. Svo þegar fólkið er búið að borga bjóða margir ntér eitthvað gott, t.d. mandarínur, kökur, sælgæti og m.fl. Fórstu ekki í fiskvinnu? Jú, í jólafríinu fór ég í fisk út í Garð hjá Baldvini Njálssyni. Ég var búin að koma einu sinni í kynn- 74 - FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.