Faxi

Volume

Faxi - 01.03.1983, Page 26

Faxi - 01.03.1983, Page 26
 ÆVIMINNINGAR ÞORGRÍMS ST. EYJÓLFSSONAR Framhald afbls. 69 Frá dvöl Þorgríms St. Eyjólfssonar í Kaupmannahöfn. Taliö frá vinstri: lijarni Guðjónsson, Þorgrímsson St. Eyjólfsson, dönskstúlka, Björn Bjarnason, magister. við ætluðum báðir í sama skóla. Það varð úr, að ég fékk inni í pensjónati sem var ekki langt frá þeim stað, sem þeir bjuggu á, en í þeirra mötuneyti var þá Arni Kristjánsson, píanóleikari. Svo dvaldi ég nokkra mánuði einn í þessu mötuneyti við mjög gott at- læti. Það voru Jótar sem ég bjó hjá, yndislegt fólk. Þar sem ég vildi nú heldur vera með þeim félögum þá losnaði herbergi þar sem þeir voru og ég flutti þar inn. Dvöld- um við um tíma þarna fjórir sam- an íslendingamir, Árni Krist- ján, Björn, Bjarni og ég. Þetta voru mér eftirminnilegir dagar. Þeir eru það vegna þess að þetta var svo ánægjulegt samstarf hjá okkur þessum félögum. Ekki af því að við værum alltaf á sama máli um hlutina, það þarf nú ekki að vera þegar menn eru á þessum aldri. Það getur nú hitnað í kolum. Allt var þetta meinlaust og kom ekki til neinna átaka sem höfðu neinar afleiðingar eða minningar sem særa. Þarna var mjög ánægju- legt að vera. Þarna komu oft land- ar. Ég man sérstaklega eftir dr. Jakob, orðabókarhöfundi, hann WL --J i kom þarna. Var mikið hjólandi á þeim árum, röskur mjög. Kristján Kristjánsson söngvari, kom þarna iðulega, og það voru oft ánægju- legar stundir, þegar vel lá á þeim báðum, Árna og Kristjáni. Árni spilaði og Kristján söng. Eitt atvik er mér minnisstætt. Við vorum hæst uppi í 5 hæða húsi. Það var hægt að opna glugga út á aðalgötu sem þama var. Þetta var við eina aðalgötun, Gamle Konge- vej. Húsið það stóð á horni Öster- vej og Gainle Kongevej. Þetta kvöld var indælt veður og Kristján fór út í glugga og tók lagið. Þessi söngur varð til þess að það stansaði mikill mannfjöldi niðri á götunni. Því er mér þetta atvik minnisstætt. Allar stundir, sem við vorum þarna voru ákaflega ljúfar. Við vorum samhentir. Okkur kom ákaflegavelsaman. Þettavarmjög svo menntandi fyrir mig að minnsta kosti. Þetta gerði mig víð- sýnni, og ég bý að því alla ævi, fram á dauðastund. Mig minnir að jnt hafir rifjað upp Ixtrna frá Arna Kristjánssyni, auk jx’ssa sem þú minntist á núna, þegar hann var að œfa einhverja nemendur, áiltu einhverja umsögn í sambandi við það. Já, Árni hann vildi held ég ekki flytja neitt nema það væri fullkom- ið. Ég held að það hafi verið þann- ig frá upphafi. Af þessum kynnum sem ég hafði af honum var hann þannig. Þegar hann fór að æfa sig, þá settist hann við hljóðfærið. Hann sat þar ekki öllum stundum, en hann æfði sig vel þegar hann æfði sig. Þá settist hann við hljóð- færið, rauðkynti jaínvel ofninn sem var í herberginu. Það voru sam- liggjandi 2 stór herbergi, og eftir því sem á leið æfingar hans, þá fækkaði hann fötum og sat seinast á skyrtunni einni saman, æfði og æfði. Þegar hann hafði svo setið og setið og æft og æft, þá fauk bókin frá honum og hann spilaði allt utanað, og mér fannst, og okkur, leikur hans vera það fullkomnasta sem hægt væri að fá í píanóleik. En svo var hann krítískur á sjálfan sig, að jafnvel eftir allt þetta þá gat það hent, að hann væri ekki ánægöur með þá niðurstöðu, sem fékkst út úr þessari miklu æfingu og fékk okkur til aö hringja í kennara sinn, sem ég held að hafi heitið Radcliff, ég held að ég far rétt með nafnið, og bað okkur að tilkynna að því miður gæti hann ekki mætt í þess- um tíma. Umsagnir um Árna voru allar á einn veg. Maðurinn var mjög hæfileikamikill, en hann var alltof sjálfgagnrýninn á þeim ár- um. Ég held einhvern veginn, að það hafi nú loðað við hann alla tíð, en hans listamannsferil þekkjum við. Höfum heyrt og vitum hvernig hann var. Framhald í næsta blaði SANDGERÐINGAR - MIÐNESINGAR Þar sem fyrirhugað er að hefja byggingu verkamannabústaða í Miðneshreppi, hefur stjórn verka- mannabústaða ákveðið að gera könnun um þörf og jafnframt á því hverjir eigi rétt til slíkra bústaöa. Því eru þeir sem telja sig eiga rétt á íbúð í verkamannabústöðum og vilja nýta sér hann, beðnir að senda inn umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu Miðneshrepps. Umsóknir þurfa að berast stjórn verkamannbústaða, Tjarnargötu 4, Sandgerði, fyrir 7. apríl n.k. Með allar persónulegar upplýsingar verður farið sem trúnaðarmál. Skilyrði sem sett eru samkvæmt reglugerð um byggingu verkamannabústaða: Meðalárstekjur hjóna á árinu 1980-1982 mega ekki haf averið hærri en 141.000 og fyrir hvert barn kr. 12.500 aðauki. Barnmargar fjölskyldur skulu að öllu jöfnu ganga fyrir íbúðum í verkamannabústöðum. Þeir sem öðlast rétt til íbúðar í verkamannabústöðum skulu greiða 10% byggingarkostnaðar á byggingartímanum, eftir nánari ákvörðun stjórnar verkamannabústaða. Standi umsækjandi ekki í skilum með greiöslur á tilsettum tíma, fellur réttur hans til íbúðarinnar niður. Skal honum þá endurgreidd sú fjárhæð sem hann kann að hafa greitt, án vaxta eða verðbóta. Ekki er hægt að veðsetja íbúð í verkamannabústöðum fyrir öðrum lánum en þeim sem hvíla á íbúðinni hjá Byggingarsjóði verkamanna, fyrr en að fimmtán árum liðnum frá útgáfu afsals. Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Óskarsson á skrifstofu Miðneshrepps, mánudaga - föstudaga kl. 9-12 f.h. Stjórn verkamannabústaða í Miðneshreppi 82 - FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.