Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Síða 28

Faxi - 01.09.1983, Síða 28
Þú nærö ekki skugganum þínum þótt þú eltir hann niöur alla Hafn- argötu á hádegi - en ef þú nemur staðar þá gerir hann það líka og ef þú sest þá geturðu snert hann. Petta er svo barnalega augljóst að það er eiginlega asnalegt að setja það á prent. En svona er þetta líka með hamingjuna. Því meir sem þú eltist við hana, því Þorsteinn Eggertsson: Dauðasyndimar sjö meir fjarlægist hún þig og samt finnst þér alltaf að hún hljóti að vera í seilingarfjarlægð. Lífsgæðin hlaupa ekki frá þér þótt þú hættir lífsgæðakapphlaup- inu. Það er kannski svo komið fyr- ir þér að þér finnst allur fiskur vondur af því að þú borðar saltfisk og signa ýsu í öll mál. Þú vilt miklu heldur borða nautalundir ogsvína- steik - en ef þú borðaðir ekkert nema naut og svín í öll mál í heilt ár, þá færi þig að blóðlanga í saltfisk eða bara fisk af einhverju tagi. Kannski vinnurðu svo mikið að þú verður að kaupa þér þægileg hús- gögn og hægindi til að geta hvílt þig rækilega eftir allt puðið - eða þá að þú vinnur svo lítið að þér finnst óbærilegt að hafa ekkert fyrir stafni. Ég hef heyrt um mann sem hljóp alltaf 5 kflómetra á morgnana áður en hann fór í vinn- una. Þegar hann kom heim ók hann í bílnum sínum að vinnustaðnum sem var í tveggja kílómetra fjar- lægð. Ég held að hann hefði spar- að sér tíma með því að hlaupa heldur í vinnuna og heim aftur. Auk þess hefði hann, með því Við sýnum f jölbreytt úrvai af VIÐARKLÆÐNINGUM og INNIHURÐUM í sýningarsal okkar að Iðavöllum 6, Keflavík. - VERIÐ VELKOMIN - TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR IÐAVÖLLUM 6 - KEFLAVÍK - SÍMI3320 196-FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.