Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1984, Síða 18

Faxi - 01.06.1984, Síða 18
ÓLAFUR ODDUR JÓNSSON: FRIÐARVIKAN1984 HVAÐ SAMEINAR, HVAÐ SUNDRAR? Undirbúningur friðarvikunnar var bæði langur og strangur. Menn lögðu mikið og gott starf af mörk- um sem vert er að virða og þakka ásamt því starfi sem unnið var í Norræna húsinu. Megin markmið- ið, að vinna að friði, sameinaði okkur, en menn greindi á um leið- ir, eins og eðlilegt má teljast í lýð- ræðisríki, þar sem menn játast ekki undir tilskipanir að ofan. Frá mínum sjónarhóli séð skipt- ust menn í tvo hópa. Annars vegar þá, sem vildu skapa umræðu um friðarmálefni á breiðum grund- velli, og hins vegar þá sem vildu koma sínum pólitísku málefnum á framfæri og töluðu oft á tíðum eins og hefðu einkarétt á friði. Pað er ljóst, að það er hægt að fylla frið og friðarbaráttu annar- legu inntaki. Menn hafa jafnvel háð stríð í nafni friðar, rétt eins og Jón Baldvin Hannibalsson, alþing- ismaður, sýndi fram á á dramatísk- an hátt með sendiráðsriturum stórveidanna eitt kvöldið í vik- unni. Við verðum einnig að gera okkur grein fyrir því að alræðisríki getur blásið í herlúðra á einum stað en friðarpípur á öðrum og þar með sett falskt gengi í umferð. Stundum hafði ég á tilfinning- unni, að þeir sem unnu að undir- búningi væru svo uppteknir af vandamálum heimsins, að þeim láðist að sýna náunga sínum, sem sat við hliðina á þeim, skilning og friðarvilja. Ef friðarhópar geta ekki sett niður deilumál á heima- velli mun rödd þeirra ekki ná út í hinn stóra heim. Það var grundvallar afstaða þjóðkirkjunnar, biskups, kirkju- ráðsmanna og þeirra sem störfuðu í friðarhópnum, að þeir sem skil- greindu sig sem friðarsinna fengju að taka þátt. Það sjónarmið varð ofan á innan udirbúningsnefndar, ekki síst fyrir tilstilli lækna og kirkjunnar manna, eins og friðarvikan gaf reyndar til kynna. Við, sem störf- uðum innan friðarhóps kirkjunn- ar, fengum á okkur högg í þessu sambandi. Innan undirbúnings- nefndar sáu menn í okkur ,,bláa kardinála“, en í Dagblaðinu var okkur aftur á móti líkt við „rauða kardinála" og talað á auvirðilegan hátt um þjóðkirkjuna sem „evangelísk sovéska kirkju“. Það er ekki von á góðu þegar lit- blindir stýrimenn fara að tala um liti. Hvert stefnir Varðandi stefnumál þjóðkirkj- unnar vil ég benda á ályktun prestastefnu 1982, þarsem m.a. er minnt á ,,að friður sé afleiðing af réttlæti í samskiptum manna og verði aðeins tryggður að réttlæti ríki“ og enn fremur áskorun kirkjuþings 1983, þar sem þingið lýsir samstöðu með þeim samtök- um ,,sem vinna að friði, frelsi og mannréttindum á þeim grundvelli sem Kristur boðar“. Báðar þesstir yfirlýsingar geta menn kynnt sér frekar hafi þeir áhuga. í þeim er fyrst og fremst tekið undir kristnar viðmiðanir fremur en að einhverju sé hafnað á þeirri fórsendu að það sé ókristilegt. Það er tvennt ólíkt að mæla með mark- miði, sem kristna menn kann að greina á um leiðir að, en að segja mönnum blátt áfram að markmið kirkjunnar sé og eigi að vera ein- hliða afvopnun, svo dæmi sé tekið. Rétt eins og þeir sem eru á önd- verðum meiði séu annars flokks kristnir menn. Flestir geta sameinast um grund- vallar viðmiðanir, en menn geta sjaldnast sameinast um ákveðnar áætlanir eða leiðir. Friðarhreyf- ingin verður að leggja rækt við grundvallaratriði, en veita mönn- um frjálsræði að öðru leyti, ella gliðnar hún í sundur. Ég fæ ekki skilið hvemig mönnum fallast hendur þegar vamarsinnar skil- greina sig sem friðarsinna. Menn hafa lagt á það áherslu að varast beri að skapa sér óvinaímynd. Ýmsir vilja meina að friðarsinnar hafi tilhneigingu til þess að fegra andstæðinginn, en sverta um leið ýmislegt í fari heimamanna, eins og t.d. afstöðu vamarsinna. Af yfirlýsingu prestastefnu ’82 og kirkjuþings ’83 er ljóst að kirkj- unnar menn vilja standa vörð um kristileg og vestræn gildi. Það er Sr. Ólafur Oddur Jónsson. blátt áfram skylda stjómvalda þegnanna vegna. Enginn lýðræðis- sinni er reiðubúinn að versla með mannréttindi. Við emm nú spurð hvort friður án frelsis sé raunhæfur friður? Frelsið er vesturlandabú- um jafn sjálfsagt og andrúmsloft- ið, en jafnframt hefur verið á það bent, að menn geri sér ekki grein fyrir því fyrr en þeir em teknir kverkataki. Friðurinn sprettur af rótum rétt- lætis og kærleika. Hlutverk okkar er því að hlúa að þeim rótum. Guðfræðingurinn Reinhold Nie- buhr var einn þeirra manna sem mótaði kristið raunsæi og afstöðu margra kristinna manna til al- þjóðamála. Hann telur að syndin og firringin í mannlegum sam- skiptum sé sprottin af þeirri stað- reynd að maðurinn sé endanlegur, en um leið hæfur til að hugsa, vona og dreyma. Syndin og firringin eru þannig fólgin í hrokanum. Maður- inn neitar að kannast við takmark- anir sínar og ætlar sjálfum sér það sem tilheyrir Guði. Hrokinn birtist í valdahroka og misbeitingu valds, sem við sjáum allt í kringum okkur. Hroki þekk- ingarinnar er einnig til staðar. Maðurinn telur sig hafa allan sann- leikann og ekkert nema sannleik- ann. í þriðja lagi er til siðferðilegur hroki, sem birtist hjá faríseanum, sem notar gæsku sína, trú og jafn- vel friðarvilja til þess að upphefja sig. Hroki mannsins birtist oft sem samkennd með þjóðfélagshópum, þjóðum, stéttum, kirkjum og kyn- þáttum. Maðurinn finnur sig ör- uggan með því að sameinast valdi, þekkingu og gæsku hópsins. í al- þjóðasamskiptum kemur sjálfs- réttlæti þjóðar oft í ljós og það kemur iðuleg í veg fyrir friðsamleg samskipti. Þetta birtist í því að stórveldin fara að rífast ,,eins og reiðir hafnarverkamenn”, svo ég noti lýsingu tímaritsins Newsweek um samskipti stórveldanna 1983. En Niebuhr gerði mönnum einnig grein fyrir nauðsyn valdsins í veraldlegum heimi. Hann benti á að lýðræðið sé nauðsynlegt vegna þess að enginn er nógu góður til að hafa algjört vald yfir öðrum. A einum stað segir hann: „Hæfileiki mannsins til hins góða gerir lýðræðið mögulegt, en tilhneiging hans til hins illa gerir það nauðsynlegt”. Hann var það raunsær að sjá að margt í siðaboð- skap Biblíunnar er „ómögulegur möguleiki”. Jesús kenndi hið full- komna og algjöra og þess vegna óframkvæmanlega sbr. Fjallræð- una. Það er eftirtektarvert að það gerði hann í ljósi þess að heimur- inn væri að líða undir lok. Er hugs- anlegt að sumir friðarsinnar boði einmitt hið algjöra og ófram- kvæmanlega á sömu forsendu, þeirri, að heimurinn sé að líða undir lok? En Reinhold Niebuhr benti einnig á möguleikana og tækifærin, enda þótt að hann gerði sér öðrum betur grein fyrir því „að þau ríki sem við byggjum eru ekki þau ríki sem við biðjum um.“ Naglaförin á höndum Krists fá okkur til að sjá heiminn raunsæj- um augum og við gerum okkur grein fýrir því, að kærleikurinn getur krafist þess að við snúumst til varnar náungans vegna. Menn eiga erfitt með að sjá hulinn kær- leika að baki valdi sem heldur hinu illa í skefjum, vegna þess að við lítum á kærleikann frá andlegu sjónarhorni fyrst og fremst. Ef til vill er hollt fyrir okkur að rifja upp að góði hirðirinn gætir sauðanna. 150-FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.