Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 8

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 8
Altemator hf. er eina fyrirtæki sinnartegundar hér á landi Heitsað uppa EYJÓLF í ALTERNATOR HF. Eyjólfur Þórarinsson, rafvirkja- og rafvélavirkjameistari í Kefla- vík, er löngu þekktur fyrir að sækja fram og leita leiða á sviði tækninýjunga, til aukinnar hag- kvæmni og fjölbreytni. Hann er því mörgum að góðu kunnur sem reyndur og farsæll hugvits- og framkvæmdamaður. Eyjólfur lærði rafvirkjun á Akureyri 1939—1943. Upp frá því hefur hann verið með eigin rekstur á sviði raflagna og rafviðgerða, framan af, og síðar nær alfarið við rafvélaframleiðslu. Rekstur sinn hefur hann stundað hér í fæðing- Feðgamir Eyjólfur og Þórarinn við sýnishom af framleiðslunni. arbæ sínum, Keflavík, að undan- skildu árabilinu 1947—1956, en þá var hann með starfsemi sína á Akureyri. Engum, sem til þekkir, blandast hugur um að Eyjólfur hefur með ósérhlífni og þrautseygju áorkað miklu á sviði framþróunar í raf- vélvirkjun. Á þvi sviði hefur hann vakið á sér athygli jafnt utan lands sem hér heima. Og enn býr hann yfir merkum hugmyndum, sem ósleitilega er unnið við að útfæra, í formi háþróaðs rafeindabúnað- ar, hjá fyrirtæki hans Alternator h/f, við Iðavelli í Keflavík. Altemator h/f 15 ára gamalt fyrirtæki Alternator h/f var stofnað árið 1971 og er því 15 ára gamalt um þessar mundir. Fyrirtækið var stofnað í því augnamiði að fram- leiða raftæki sérstaklega hönnuð fyrir skip og báta. Var það fyrst til húsa í nýbyggðu 220 m2 eigin hús- næði að Iðavöllum 7, en fyrir um tveim árum flutti fyrirtækið í 700 m2 tveggja hæða nýbyggingu sína að Iðavöllum 3. í þessu rúmgóða og vistlega hús- næði er ég nú staddur til að litast um og leita fróðleiks hjá Eyjólft og mönnum hans, sem láta einskis ófreistað að útskýra fyrir mér framleiðsluvörurnar og gang rekstursins. Eyjólfur kaus að framleiða rafalana sjálfur Við stofnun Alternators h/f hófst þar framleiðsla á nýhönnuð- um rafölum (alternatorum) fyrir skip. Upphaf þeirrar framleiðslu var á þá leið, að Eyjólfur hafði um nokkurn tíma búið yfir þeim hug- myndum að framleiða mætti rafala, sem væru þróaðri og af- kastameiri, miðað við fyrirferð, en þeir sem þá voru á markaði. Sannreyndi Eyjólfur svo hug- myndir sínar suður í Þýskalandi. GLÆSILEGUR MATSEÐILL BORÐAPANTANIR ÍSÍMA 1777 L AN6 PIZZUR - PÍTUR HAMBORGARAR Takiö meö heim eöa snœöiö á staönum, Hringiö og pantiö í síma 1777 þjónustan sér um veisluna, þorrann, ferm- inguna, árshátíöina og allt annað. Pantiö í síma 1777 8 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.