Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 18

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 18
Skólaslit F.S. á haustönn 1985 Laugardaginn 21. desember 1985 lauk 19. starfsönn FS með braut- skráningarathöfn í Njarðvflcurkirkju. Kór skólans söng nokkur lög, ræður og ávörp voru flutt. Í yfirlitsræðu aðstoðarskólameistara, Stur- laugsÓlafssonar, kom m.a. fram að aldrei hafa fleiri nemendur stund- að nám við skólann en í vetur eða um 1200 talsins. Mest hefur aukning orðið í starfsnámi og námsflokkum sem eru nýir þætti í starfi skólans. Þá taldi aðstoðarskólameistari húsnæði FS betur nýtt en nokkurt annað skólahúsnæði, en kennsla hefði samt farið fram á átta stöðum og horfði til vandræða ef ekki úr rættist. Á önninni kenndu 60 kenn- arar við skólann eða fieiri en nokkru sinni fyrr. Skólameistari, Hjálmar Ámason, afhenti prófskírteini. Að þessu sinni hlutu 79 nemendur brottfararskírteini eða stærri hópur en nokkru sinni. Skiptist hópurinn þannig eftir brautum: Af flugliðabraut ............................... 17 nemendur Af viðskiptabraut, tveggja ára .................. 1 nemandi Úr réttindanámi skipstjóra ..................... 16 nemendur Úr réttindanámi vélstjóra ....................... 21 nemandi Af iðnbrautum ................................... 6 nemendur Af verknámsbraut ................................... 1 nemandi Af stúdentsbrautum ................................. 17 nemendur Þetta er í fýrsta sinn sem skóli á Suðurnesjum brautskráir nemendur með skiptstjómarréttindi, og varð Emil Ágústsson sem búsettur er i Grindavík, fyrstur til að veita skipstjórnarskírteini viðtöku. Ávörp fluttu fulltrúar brautskráðra nemenda, kennara, formaður Vélstjórafélags Suðumesja og varaformaður Skipstjórafélagsins Vísis. Gunnar Þórarinsson, deildarstjóri, afhenti ijölmörg verðlaun. Þá flutti skólameistari ávarp sitt til brautskráðra nemenda, (sjá næstu síðu) en vék síðan að skólastarfinu. Taldi hann ánægjulegt til þess að vita að námsbrautir væm jafn fjölbreytilegar og raun ber vitni en lagði þunga áherslu á að húsnæðisþröng hamlaði frekari þróun. Benti hann m.a. á vilja skólayfirvalda til að efia til muna nám í tengsl- um við sjávarútveg og fiskeldi, en til þess þyrfti að rætast úr húsnæðis- skorti skólans. Skólameistari lét uppi þá ósk að loforð um slíkt yrði vel þegin afmælisgjöf en skólinn verður 10 ára gamall haustið 1986. í lokin tóku allir viðstaddir undir jólasálm með kór skólans. Ávarp skólameistara fer hér á eftir: íhve VGÍtb tfuim IIYI VÍð nánuði bér tmkifmri VwllU tilal 'II# VIW ) verði vv/ IwAIIU^/l 7 milliónamœiinaur Breytist þín von í veruleika? Vinningaskró fyrir árii> 1986. 9. vinningur kr. 2.000.000 kr. 18.000.000. 108 vinningar kr. 1.000.000 kr. 108.000.000. 216 vinningar kr. 100.000 kr. 21.600.000. 2.160 vinningarkr. 20.000. kr. 43.200.000. 10.071 vinningarkr. 10.000 kr. 100.710.000. 122.202 vinningar kr. 5.000 kr. 611.010.000. 234 aukavinningar kr. 20.000 kr. 4680.000. Samtals 135.000 vinningar að upphœð 907.200.000. Vinningaskrá fyrir trompmiöaeigendur 1986 1. vinningur kr, 10.000.000 kr. 10.000.000. 12. vinningur kr. 5.000.000 kr. 60.000.000. 24. vinningar kr. 500.000 12.000.000. 240 vinningar kr. 100.000. kr. 24.000.000. 1119 vinningar kr. 50.000. kr. 55.950.000. 13.578 vinningar kr. 25.000 kr. 339.450.000. 26 aukavinningar kr. 100.000 kr. 2.600.000. Samtals 15.000 vinningar að upphœð 504.000.000. Umboðsmenn Happdrœttis Háskóla íslands á Suðurnesjum: Umboösskrifstofa Jóns Tómassonar Keflavlk. Sími 1560. Halla Árnadóttir Vogum. Sími 6540. Ása Einarsdóttir Grindavík. Sími 8080. Erla Steinsdóttir Keflavíkurflugvelli. Siguröur Bjarnason Sími 1284. Sandgeröi. Sími 7483. Guölaug Magnúsdóttir Höfnum. Sími 6919. HAPPDRÆTTI HÁSKÖLA ISLANDS milljón í hverjum mánuði 18 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.