Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 24

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 24
MINNING Jón Páll Friðmundsson málarameistari F/EDDUR 17.10. 1903 - DÁINN 17.01. 1986 Jón Páll Friðmundsson málara- meistari kvaddi heimkynni sín hinn 17. jan. sl. Hann fæddist 17. okt. 1903 í Keflavík, sonur hjónanna Frið- mundar Jónssonar og Sigur- bjargar Pálsdóttur. Hann missti föður sinn þegar hann var 3ja ára, og ólst því upp í skjóli móður, en hún lifði til 1926. Hún sá soninn vaxa til fulltíða manns, sá hann verða einn af þeim sem byggðu upp samfélagið hér ,,í plássinu“, einn þeirra sem lifði á því að taka sjálfur til hendi þar sem þess þurfti við, eins og margir samtíðarmenn fyrr og síðar, fyrst sem sjómaður, og síðar sem málari, einn hinna fyrstu hér, og meistari í því fagi. Saga þessarar merkilegu aldar, sem senn er að ljúka, er saga þeirra manna sem lifðu á því að taka til hendinni og hagnýta nýja tækni og tækifæri hennar. Hetjur þeirrar sögu falla smátt og smátt, eins og lög lífsins bjóða, en sjálf lifir hún. Jón og samtíðarmenn hans hafa séð byltinguna sem átt hefur sér stað síðan um aldamót, frá því lítil, köld, fá og fátækleg hús stóðu á stangli á ströndinni hafnlausri, engir vegir að eða frá nema helst fyrir fætur hesta, öll heiðin hér fyrir ofan óbyggð, samfelld eyðimörk. Yfir þessa sögu gat Jón í lokin litið og riíjað upp með sjálfum sér og fagnað henni, og brosað með sjálfum sér, einna líkast því brosi sem frægur málari gerði eilíft fyrir mörg hundruð árum í mynd af konu. Allan síðari hluta ævinnar hélt Jón á pensli. Yfirlætislaus og án fyrirferðar, bætti hann pensil- dráttum í samfélag sitt, því til fagnaðar. Árið 1927 giftist hann Ingileif Ingimundardóttur, og íluttust þau hjón þá í nýtt hús á Suður- götu 5 í Keflavík eitt af fyrstu húsum við þá götu, og ber það með sér þokka eigandans. Þar bjó Jón Páll til æviloka, en konu sína missti hann árið 1962. Þau eignuðust tvær dætur, Sigur- björgu og Þorbjörgu, það voru þeirra blóm meðan bæði lifðu en Jóns Páls eftir það. Honum var annt um blómin, því hvað er auður og afl og hús ef ekkert blóm vex í þinni krús? 'Ibngda- synir eru Þorbergur Friðriksson málarameistari og Eyjólfur Ey- steinsson framkvæmdastjóri sjúkrahússins. Ný kynslóð af- komenda hans virðir minningu hans, eins og líka aðrir sem höfðu af honum kynni. Valtýr Guðjónsson HANDLYFTARAR \£[netasalan h/f Auglýsing Með vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19 frá 1964 er hér með auglýst tillaga að deiliskipu- lagi á flugstöðvarsvæði, Keflavíkurflugvelli, uppdráttur ásamt skipulagningar- og bygg- ingaskilmálum. Framangreind gögn liggja frammi almenningi til sýnis hjá flugvallarstjóra Keflavíkurflugvelli, frá og með 27. janúar n.k. á venjulegum skrifstofutíma til og með 10. mars n.k. Athugasemdir sem menn óska að gera við skipulagstillöguna skulu hafa borist flugvallar- stjóra, Keflavíkurflugvelli, eigi síðar en kl. 17 mánudaginn 24. mars n.k. Athygli skal vakin á að þeir sem eigi gera at- hugasemdir innan framangreinds frests teljast samþykkir tillögunni. Flugvallarstjórinn Keflavíkurflugvelli

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.