Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 6

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 6
MINNING TORFI GUÐBRANDSSON smiður og fyrrv. forstjóri FÆDDUR 17.09.1905 - DÁINN 09.11.1985 Systkinin er bjuggu í Keflavík: 'Ibiji, Jón, Björn og Vigdís. Myndin tekin 2. mars 1957 á sextugsafmœli Vigdísar. Mynd J.T. Ilinn 16. nóvember sl. var TORFI GUÐBRANDSSON, fv. bíóstjóri Félagsbíós í Keílavík kvaddur hinstu kveðju frá Keflavíkurkirkju. Hann lést á Landakotsspítala 9. nóv. sl. 'forfi fæddist að Hallsstöðum í Dölum. Foreldrar hans voru Kristín Sigríður Halldórsdóttir og Guðbrandur Jónsson, bú- endur að Hallsstöðum. Guðbrandur var bóndi og smiður á tré og málm og vann í 14 ár í smiðju hjá Tbrfa Bjarna- syni í Ólafsdal, áður en hann hóf búskap á Hallsstöðum. Guð- brandur var blindur í 15 ár. Hann lést um það leyti, sem flutningar voru áætlaðir til Keflavíkur. — Kristín Sigríður móðir 'Ibrfa var sögð greind og skemmtileg kona. Toríi minntist hennar mjög og hversu tilfmn- ingalega tengd þau voru. Hún var ljóðelsk og hagmælt og svar- aði gjarnan í hendingum og brá 'forfl því oft fyrir sig. Hann var orðinn læs 5 ára gamall. — Krist- ín lést í brunanum mikla 30. desember 1935. Torfi var yngstu 6 systkina — þau voru: HALLDÓR, bóndi í Dölum, síðar í Stykkishólmi, Korpúlfs- stöðum, Njarðvíkum, var tví- kvæntur. Hann var jarðsettur í Keflavík. SIGRÍÐUR, drukknaði ung milli Breiðafjarðareyja og Stað- arfells, ásamt fleira fólki, sem var að koma úr heyskap. Staðar- fellsskóli var reistur til minning- ar þessa atburðar. JÓN, bjó að Hallsstöðum, síð- ar í Kefiavík og stundaði verka- mannavinnu, smíðar og hús- byggingar. IJann var ókvæntur. Gaf Keflavtkurbæ Elliheimilið Hlévang í Keflavík. Hann er jarðsettur í Keflavík. VIGDÍS, gift Sören Valen- tínussyni, seglasaumara í Kefla- vík. Jarðsett í Keflavík. BJÖRN, bæjarverkstjóri og síðar forstjóri Félagshúss, og bíóstjóri. Kvæntur Unni Stur- laugsdóttur. D. 1957. Jarðsettur í Keflavík. 'Ibrfi kvæntist eftirlifandi konu sinni Elínu Sigurjónsdótt- ur 14. nóv. 1942. Elín er fædd á Bala í Gnúpverjahreppi, Árnes- sýslu, 25. júlí 1905. Var faðir hennar Sigurjón Jónsson frá Bala en móðir hennar var Guð- laug Gunnarsdóttir frá Innri- Asláksstöðum á Vatnsleysu- strönd. Tbrfi og Elín eignuðust 2 dæt- ur: Kristínu Sigríði. Gift Henry L. Gilson. — Börn: Elín Dawna og Henry Lee. Guðlaugu, sem er kennari að mennt og líffræðing- ur. Vinnur á rannsóknastofu Landakotsspítala. Fyrir hjónaband var Tbrfi í sambúð með Margréti Jónsdótt- ur. bau eignuðust 3 börn. — Jón Hauk. Börn hans eru: Jakob, Grétar, Hilmar, Hrönn og Þórir. — Kristinn, lést ungabarn að aldri og Svanhildur Ósk, sem lést í nóv. sl. Börn hennar: Margrét, Guðrún Linda og Sverrir Már. Eftirlifandi maður hennar er Sverrir Sigurjónsson. 'Ibrfi var til 9 ára aldurs í for- eldrahúsum að Hallsstöðum, en þá fór móðir hans með hann til bróðurdóttur sinnar, Matthildar Björnsdóttur, dóttur Björns IJalldórssonar að Smáhömrum í Steingrímsfirði á Ströndum og Matthildar Benediktsdóttur og Jóns H. Jónssonar, kennara, til verka og til að stunda skóla að IJeydalsá, í Steingrímsfirði, Ströndum, ogvarhannþartil 14 ára aldurs. Frá dvöl sinni að Heydalsá minntist hann oft Halldórs Ólafssonar frá Fögrubrekku, IJrútafirði, sem hann taldi sig hafa lært mikið af. Jón Brands- son prestur hvatti 'Ibrfa til áframhaldandi náms og hefði Tbrfi kosið að læra til prests, en þrá hans heim til móður sinnar réði því, að hann fór aftur heim til Hallsstaða. Tbrfi vandist strangri vinn í sveitinni, eins og hún var á þeim tíma, áður en véltæknin kom til sögunnar. Hann lór þá til sjós, var á skútum frá Flateyri og kynntist þá lífi sjómannsins eins og það var þá. Hér í Keflavík hefur Tbrfi átt heima síðan 1931. Á fyrstu árum sínum hér vann hann við fiskað- gerð í landi hjá Elinmundi Ólafs, sem þá var eigandi Keflavíkur- eignarinnar. Á þessum tímum kynntist hann verkalýðshreyfingunni og gekk hann snemma til liðs við hana. Var hann lengi í stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Kefiavíkur og um langt skeið rit- ari félagsins. Fórst honum það starf vel úr hendi eins og vænta mátti, þar sem hann hafði mjög áferðarfallega rithönd. Þegar KRON opnadi verslun- ina við IJafnargötu 30 varð 'forfi þar afgreiðslumaður. I Iélt hann síðan áfram störfum hjá Kaup- félagi Suðurnesja, er það var stofnað. Seinna stofnaði 'Ibrfi og rak 'fi-ésmíðaverkstæðið Þór í Kefla- vík. IJann var bæði húsgagna- og húsasmiður og byggði hann nokkur hús hér í bæ. Tbrfi var í eðli sínu listfengur og bera þess merki margir út- skornir munir á heimili hans. En það verk, sem honum var þó vafalaust hugleiknast var stjórn- un og framkvæmd við endur- bætur Hvalsneskirkju árið 1945, enda taldi hann sig hafa dreymt fyrir því verkið og það oft hafa gengið upp á undraverð- an máta. Óvenju há tré fundust rekin, sem nothæf voru í turn kirkjunnar, en efni í hann hafði FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.