Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 5

Faxi - 01.01.1986, Blaðsíða 5
Nýtt pípuorgel 1 Hvalsneskirkju Sunnudaginn 29. ágúst s.l. var vígt nýtt 7 radda pípuorgel við hátíðarmessu í Hvalsneskirkju. Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri þjóðkirkjunnar lék á hið nýja orgel í hálf tíma fyrir og eftir messu. Við messuna annaðist Frank Herlufsen organisti kirkjunnar undirleik hjá kirkjukórnum. Hrafnhildur Guðmunds- dóttir messósópransöngkona söng ein- söng við mikla ánægju kirkjugesta. Hrafnhildur er dóttir hjónanna Stein- varar Kristófersdóttur og séra Guðmund- ar Guðmundssonar sóknarprests. Að lokinni messu var boðiö upp á kaffi í húsi slysavarnafélagsins. Orgelið var pantað 1983 hjá þýskum orgelsmið, Reinhart Tkschökel. Hefur fyrirtæki hans annast smíði íjögurra orgela hér á Suðurnesjum. Orgelið í Grindavíkurkirkju er smíðað hjá fyrir- tækinu og var Svavar Árnason organisti í Grindavíkurkirkju milligöngumaður um kaupin á orgelinu í Hvalsneskirkju. Þeg- ar farið var að huga að kaupum á pípu- orgelinu voru ekki til stórar fjárupphæðir til orgelkaupa en orgelið kostaði rúma eina milljón króna. Með hjálp fyrirtækja á Suðurnesjum, sóknarbarna og burt- íluttra sóknarbarna eigum við nú pípu- orgelið í Hvalsneskirkju skuldlaust. Sóknarnefnd þakkar af alhug hina miklu aðstoð og biður Guð að blessa gef- endur. F.h. Sóknarnefndar Hvalsnessóknar Halldóra Thorlacius, form. Hvalsneskirkja er fallegt Guðshús. Sóknarbörn hafa fjölmennt að vigsluathöfh er pípuorgelið var vfgt. Séra Guðmundur Guðmundsson fyrir altari. Frá vinstri: Hrafhhildur Guðmundsdóttir — dóttir séra Guðmundar Guð- mundssonar sóknarprests íIlvalneskirkju. Hún er messósópran söngkona °S söng við vígsluathöfnina. I miðið er Haukur Guðlaugsson, söngmála- stjóri hjóðkirkjunnar og organistinn er Frank Herlufsen. Prestshjónin dsamt dóttursinni: Frlí Stcinvör Kristófersdóttir, Hrafnhildur og séra Guðmundur Guðmundsson. FAXI 5

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.